Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 213
211
vegar vistfræðilega sýn Bronfenbrenners
að leiðarljósi og líta á tengsl skólastiganna
sem þátt í viðleitni til að skapa tengsl milli
bamsins og fjölskyldu þess, samfélagsins og
skólanna (Broström og Wagner, 2003; Dunlop
og Fabian, 2002; Griebel og Niesel, 2002;
Mangione og Speth, 1998; Pianta, Kraft-
Sayer, Rimm-Kaufman, Gercke og Higgins,
2001; Pianta og Walsh, 1996; Pianta, Rimm-
Kaufman og Cox, 1999; Rimm-Kaufman og
Pianta, 2000). Enn aðrir leggja megináherslu
á hugmyndafræðilega samfellu milli þessara
skólastiga og sameiginlega sýn skólastiganna.
Þeirra á meðal eru sænsku uppeldisfræðingarnir
Dahlberg og Lenz Taguchi, (1994) sem telja að
stefna þurfi að sameiginlegri sýn skólastiganna
á barnið sem virkan þátttakanda í menntun
sinni og mótun þekkingar og menningar á
kennarastarfið og á starfshætti. Kagan (1991)
hefur einnig bent á að það þurfi að vera ákveðið
samhengi í hugmyndafræði, kennslufræði og
skipulagi þessara skólastiga til þess að hægt sé
að tala um samfellu í námi barna í leikskólum
og grunnskólum.
Dunlop og Fabian (2002) telja að farsæll
flutningur, samfella og framvinda séu lykil-
þættir fyrir gengi bama í skóla. Með flutningi er
átt við að fara af einum stað, einu fagi eða einu
stigi á annað á tilteknu tímabili. Samfella þýðir
að eðlilegt flæði og samhengi sé á milli þeirra
krafna sem gerðar eru til barna í stað snöggra
umskipta. Framvinda gefur til kynna hreyfingu
fram á við, samþættingu þess sem á undan
er komið við það sem kemur síðar. Broström
(2002) hefur lagt áherslu á samfellu í lífi barna
þegar þau fara úr leikskólanum í grunnskólann.
Hann talar um „tilbúna leikskóla“ sem styðja
við bömin svo þau verði tilbúin að takast
á við það sem að höndum ber og „tilbúna
grunnskóla" sem taka á móti börnunum eins og
þau eru og mæta þörfum þeirra.
Rannsóknir á tengslum
skólastiganna
Rannsóknir á tengslum leik- og grunnskóla
og þeim aðferðum sem kennarar nota til að
tengja skólastigin hafa einkum verið gerðar í
Bandaríkjunum. Hér verður gerð grein fyrir
fáeinum þeirra og einnig niðurstöðum danskrar
rannsóknar á viðfangsefnum og viðhorfum
kennara um þetta efni.
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar í Banda-
ríkjunum sýna að kennarar þar í landi telja
að 52% barna eigi ekki í neinurn erfiðleikum
með að hefja grunnskólanám (kindergarten),
32% eigi í litlum erfiðleikum en 16% barna
eigi í verulegum erfiðleikum við upphaf
skólagöngunnar. Rúmlega einn þriðji kennar-
anna taldi að helmingur barnanna ættu í
erfiðleikum á einhverju sviði þegar þau hæfu
skólagöngu. Algengustu vandamálin að mati
kennaranna voru erfiðleikar við að fara eftir
fyrirmælum, skortur á námshæfni, erfiðar
heimilisaðstæður og erfiðleikar við að vinna
sjálfstætt (Rimm-Kaufman, Pianta og Cox,
2000). í annarri bandarískri rannsókn kom í
ljós að kennarar telja að flest börn aðlagist
skólanum án mikilla erfiðleika. Vandamálin,
að mati þátttakenda, snertu einkum námslega
þætti (Love, Logue, Trudeau og Thayer, 1992).
í rannsókn Dockett og Perry (2004) í Ástralíu
kom fram að þarlendir kennarar leggja áherslu
á að við upphaf skólagöngu séu börn fær um að
vera í stórum hópi, fylgja fyrirmælum, vinna
sjálfstætt og geta bjargað sér við daglegar
athafnir.
Niðurstöður spurningakönnunar í Banda-
ríkjunum sýna að ákveðnar aðferðir við aðlögun
barna að grunnskólanum eru notaðar nokkuð
almennt (Pianta, Cox, Taylor og Early, 1999).
Þeim algengustu er beitt eftir að skóli hefst
og/eða þær fela í sér ópersónuleg samskipti í
formi upplýsingabæklinga, bréfa og hópfunda.
Algengasta aðferðin var viðtöl við foreldra
eftir að skóli hófst, sem notuð var af 95%
þátttakenda. Aðferðir sem fólu í sér bein tengsl
við bömin eða foreldrana voru sjaldnast notaðar,
sömuleiðis samskipti við börn eða foreldra áður
en skóli hófst. Þær leiðir sem flestir töldu að
gæti verið „góð hugmynd" voru að tala við
foreldra eftir að skóli hófst, lesa skýrslur um
einstök börn og senda bréf til foreldra annað
hvort áður eða eftir að skóli hófst.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004