Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 224
222
að fleiri börn ættu í erfiðleikunt.
Algengustu erfiðleikarnir sem báðir kenn-
arahóparnir nefndu tengdust því að vinna
sjálfstætt, vinna í hópi og fara eftir fyrirmælum.
Fleiri grunnskólakennarar en leikskólakennarar
nefndu að börn ættu í erfiðleikum á þessum
sviðum. Að fara eftir fyrirmælum og að vinna
sjálfstætt voru einnig þættir sem bandarískir
kennarar töldu að þeirra nemendur ættu í
erfiðleikum með (Rimm-Kaufman, Pianta og
Cox, 2000). Einnig nefndu margir þeirra að
námshæfni væri ábótavant hjá börnunum þegar
þau kæmu í grunnskólann, en fáir íslensku
þátttakendanna nefndu það sem vandamál.
Bandarískir grunnskólakennarar sem kenndu
í stórum bekkjum töldu frekar að börn ættu
í erfiðleikum í upphafi skólagöngunnar.
Sömuleiðis leikskólakennarar sem unnu á
tjölmennum deildum.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að yfirleitt
var um einhverja samvinnu að ræða milli
skólastiganna. Algengastar eru heimsóknir
leikskólakennaranna í grunnskólann með
börnunum áður en þau byrja í skólanum
og þátttaka leikskólabarnanna í atburðum
í grunnskólanum. Oalgengt var að haldnir
væru sameiginlegir fundir leikskólakennara,
grunnskólakennara og foreldra og fáir nefndu
að leikskólakennarar fylgdu börnunum í
grunnskólann og kenndu þar. Þegarþátttakendur
voru beðnir að nefna æskilegar aðferðir nefndu
þeir þó mun fleiri aðferðir. Nokkur munur var á
hvað kennarahópunum þóttu góðar hugmyndir.
Mörgum leikskólakennurum fannst æskilegt
að leikskóla- og grunnskólakennararnir héldu
sameiginlega fundi til að ræða markmið
og leiðir og samfellu í námi barnanna og
reyndu að samræma kennsluaðferðir leik- og
grunnskóla. Þetta fannst mörgum grunnskóla-
kennurum einnig jákvætt en töldu þetta vera
erfiðleikum bundið í framkvæmd. Mun fleiri
grunnskólakennarar nefndu að þeir kysu fundi
um einstök börn og skýrslur frá leikskólanum
um þau.
Athygli vekur að þær leiðir sem helst
eru farnar hafa það að markmiði að kynna
starfsemi grunnskólans fyrir börnunum.
Fátítt er að lögð sé áhersla á samfellu í
hugmyndafræði, kennslufræði og skipulagi
leikskólans og grunnskólans, þó að margir
þátttakendur teldu það ákjósanlegt. Áberandi er
hve leikskólakennararnir eru áhugasamari um
samvinnu milli skólastiganna en grunnskóla-
kennararnir sem kjósa fremur að fá upplýsingar
um einstök böm frá leikskólanum, en vinna
að samfellu milli skólastiganna. Þegar þessar
niðurstöður eru bornar saman við niðurstöður
rannsóknar Broström í Danmörku kemur í ljós
að dönsku þátttakendurnir sýndu ekki mikinn
áhuga á tengingu þessara skólastiga, þó að
margir teldu jákvætt að leikskólakennarar og
grunnskólakennarar kenndu saman í fyrsta
og öðrum bekk grunnskólans (Broström,
2002). Muninn á viðhorfum íslensku þátt-
takendanna og þeirra dönsku má skýra með
mismunandi menntun þessara starfsstétta. í
Danmörku er menntun leikskólakennara
(pedagoga) og grunnskólakennara gjörólík
og leggja danskir pedagogar mikla áherslu á
að þeir séu ekki kennarar (Broström, 2003).
Flins vegar er í Danmörku hefð fyrir svo
kölluðum „b0mehave“ bekkjum sem yfirleitt
eru staðsettir í grunnskólanum og er þeim
ætlað að brúa bilið milli leikskólanna og
grunnskólanna. I þeim bekkjum starfa gjaman
saman leikskólakennarar (pedagogar) og
grunnskólakennarar.
S vo til allir grunnskólakennaramir skýrðu frá
því að þeir notuðu einhverjar aðlögunaraðferðir
fyrir grunnskólabörnin. Algengastir voru
upplýsingafundir haldnir fyrir alla foreldra
eftir að skóli hófst og fundur með foreldrum
og barni áður en skóli hófst. Leiðir sem fólu í
sér samskipti við foreldra og böm á heimilum
þeirra voru sjaldan notaðar og ekki taldar
æskilegar. Kennararnir virtust setja skýr mörk
milli skólans og heimila bamanna og virtust
fremur telja hlutverk sitt vera að fræða foreldra
um starfið í grunnskólanum. Þessar niðurstöður
eru í samræmi við niðurstöður Pianta og
samstarfsmanna hans í Bandaríkjunum (Pianta
o.fl., 1999). Aðrar íslenskar rannsóknir á
kennurum eldri barna virðast einnig benda
til þess að kennarar séu hikandi við að hafa
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004