Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 11

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 11
Hvað á að stýra menntarannsóknum? bjóða umsækjendum úr ríkisskólum hærri laun en umsækjendum úr einkaskólum. Góð einkunn jafngilti lægri þröskuldi til að komast í starfsviðtal en meðalhá einkunn, en hún gilti ekki til hærri launa. Að ganga í einkarekinn skóla reyndist sem sagt ekki vera vænlegri kostur á vinnumarkaði fyrir atvinnuleitendur en að ganga í ríkisrekinn skóla. Anna Helga Jónsdóttir, Freyja Hreins- dóttir, Guðrún Geirsdóttir, Rögnvaldur G. Möller og Gunnar Stefánsson skrifa grein sem nefnist Könnunarpróf nýnema í stærð- fræði við Háskóla íslands: Niðurstöður og for- spárgildi. Þar athuga þau gengi nýnema á Verkfræði- og raungreinasviði á könn- unarprófi í stærðfræði. Innan við helmingur náði prófinu með minnst 50% réttra svara. Algebra vafðist fyrir nemendunum, en þó komu diffrun og heildun enn verr út. Ekki stefna allir nemendur á raungreinanám, en þeir sem það gera þurfa að hafa tileinkað sér helstu atriði þeirrar stærðfræði sem kennd er á framhaldsskólastigi. Það hlýtur því að vera fengur að því fyrir framhaldsskóla að fá upplýsingar sem þessar um það hvar skórinn kreppir að í stærðfræðikennslunni. I grein eftir Börk Hansen og Steinunni Helgu Lárusdóttur er leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Hvaða augum lita skólastjórar hlutverk sitt sem kennslufi-æðilegir leiðtogar? Fyrri rannsóknir benda til þess að sterkir kennslufræðilegir leiðtogar hafi áhrif á námsárangur. Hins vegar eru skólastjórar oft uppteknir af rekstri stofnana sinna, enda eru þeir ábyrgir fyrir honum. Þetta tekur oft drjúgan tíma og ýtir til hliðar góðum áform- um um kennslufræðilega forystu. Leiðsögn og stuðningur við nám og kennslu var ofarlega í huga allra þeirra skólastjóra sem höfundar ræddu við, en sá stuðningur var frekar í óbeinu formi en beinu, með því að skapa umhverfi sem ýtir undir starfsþróun og samstarf með ýmsu móti. Brotthvarf og endurkoma fullorðinna í nám á háskólastigi er titill á grein sem Gestur Guðmundsson og Hulda Karen Ólafsdóttir skrifa. í viðtölum við fólk sem snýr aftur til náms eftir hlé er skyggnst inn í orsakir og afleiðingar þess að hverfa frá námi. Margir viðmælenda hurfu frá námi af því að bók- námsferlið hentaði þeim ekki á því skeiði lífsins þegar flestum unglingum er stýrt inn í bóknámsdeildir framhaldsskóla, hver sem áhugasvið þeirra eru. Ýmsir úr hópnum fengu góða vinnu þrátt fyrir menntunar- leysi, sérstaklega karlarnir, en við hrunið misstu líka margir þeirra vinnuna og stóðu uppi án þeirra tækifæra sem menntunin hefði getað veitt. Á þessum krossgötum endurmat þessi hópur stöðu sína og ákvað að grípa þau tækifæri sem buðust til að ljúka námi. I þjóðfélagi nútímans, sem er í sífelldri endurskoðun, telja höfundar að gera verði ráð fyrir vissum sveigjanleika þegar skóla- kerfið er skipulagt. Guðný Guðbjörnsdóttir beinir sjónum að nýjum samfélagssáttmála í grein sinni Uppeldishugmyndir Rousseaus í kynjafræði- legu Ijósi: Afturhaldssemi, kvenfyrirlitning eða byltingarkennd framsækni? Þar ræðir hún um þörf nútímans á að læra af sögu þeirra hug- mynda sem uppi eru, til dæmis um hlut- verk kynjanna. Rousseau taldi að ala þyrfti konur upp til annars hlutverks en karla og skrifaði bók sína um Emile og Sophie sem dæmi um hvernig þetta yrði í framkvæmd. Þótt löngu sé orðið Ijóst að það uppeldi sem hann lagði til stenst ekki kröfur nútímaþjóð- félags, hvorki fyrir Emile né Sophie, telur Guðný að af hugmyndum hans megi ýmis- Iegt læra. Konur þurfi til dæmis að þekkja það hlutverk sem karlar hafa talið að þeim bæri í tímans rás. En ekki þarf síður að huga að því að það uppeldi sem Sophie átti að fá býr hugsanlega yfir einhverju sem afrækt hefur verið í karllægri slagsíðu samfélags- sáttmála nútímans. Menntakerfið á að þjóna öllum. í grein eftir Guðrúnu V. Stefánsdóttur, Atvinnuþátt- 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.