Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 11
Hvað á að stýra menntarannsóknum?
bjóða umsækjendum úr ríkisskólum hærri
laun en umsækjendum úr einkaskólum.
Góð einkunn jafngilti lægri þröskuldi til að
komast í starfsviðtal en meðalhá einkunn,
en hún gilti ekki til hærri launa. Að ganga
í einkarekinn skóla reyndist sem sagt ekki
vera vænlegri kostur á vinnumarkaði fyrir
atvinnuleitendur en að ganga í ríkisrekinn
skóla.
Anna Helga Jónsdóttir, Freyja Hreins-
dóttir, Guðrún Geirsdóttir, Rögnvaldur G.
Möller og Gunnar Stefánsson skrifa grein
sem nefnist Könnunarpróf nýnema í stærð-
fræði við Háskóla íslands: Niðurstöður og for-
spárgildi. Þar athuga þau gengi nýnema
á Verkfræði- og raungreinasviði á könn-
unarprófi í stærðfræði. Innan við helmingur
náði prófinu með minnst 50% réttra svara.
Algebra vafðist fyrir nemendunum, en þó
komu diffrun og heildun enn verr út. Ekki
stefna allir nemendur á raungreinanám, en
þeir sem það gera þurfa að hafa tileinkað sér
helstu atriði þeirrar stærðfræði sem kennd
er á framhaldsskólastigi. Það hlýtur því að
vera fengur að því fyrir framhaldsskóla að
fá upplýsingar sem þessar um það hvar
skórinn kreppir að í stærðfræðikennslunni.
I grein eftir Börk Hansen og Steinunni
Helgu Lárusdóttur er leitast við að svara
rannsóknarspurningunni: Hvaða augum lita
skólastjórar hlutverk sitt sem kennslufi-æðilegir
leiðtogar? Fyrri rannsóknir benda til þess að
sterkir kennslufræðilegir leiðtogar hafi áhrif
á námsárangur. Hins vegar eru skólastjórar
oft uppteknir af rekstri stofnana sinna, enda
eru þeir ábyrgir fyrir honum. Þetta tekur oft
drjúgan tíma og ýtir til hliðar góðum áform-
um um kennslufræðilega forystu. Leiðsögn
og stuðningur við nám og kennslu var
ofarlega í huga allra þeirra skólastjóra sem
höfundar ræddu við, en sá stuðningur var
frekar í óbeinu formi en beinu, með því að
skapa umhverfi sem ýtir undir starfsþróun
og samstarf með ýmsu móti.
Brotthvarf og endurkoma fullorðinna í nám
á háskólastigi er titill á grein sem Gestur
Guðmundsson og Hulda Karen Ólafsdóttir
skrifa. í viðtölum við fólk sem snýr aftur til
náms eftir hlé er skyggnst inn í orsakir og
afleiðingar þess að hverfa frá námi. Margir
viðmælenda hurfu frá námi af því að bók-
námsferlið hentaði þeim ekki á því skeiði
lífsins þegar flestum unglingum er stýrt inn
í bóknámsdeildir framhaldsskóla, hver sem
áhugasvið þeirra eru. Ýmsir úr hópnum
fengu góða vinnu þrátt fyrir menntunar-
leysi, sérstaklega karlarnir, en við hrunið
misstu líka margir þeirra vinnuna og stóðu
uppi án þeirra tækifæra sem menntunin
hefði getað veitt. Á þessum krossgötum
endurmat þessi hópur stöðu sína og ákvað
að grípa þau tækifæri sem buðust til að ljúka
námi. I þjóðfélagi nútímans, sem er í sífelldri
endurskoðun, telja höfundar að gera verði
ráð fyrir vissum sveigjanleika þegar skóla-
kerfið er skipulagt.
Guðný Guðbjörnsdóttir beinir sjónum
að nýjum samfélagssáttmála í grein sinni
Uppeldishugmyndir Rousseaus í kynjafræði-
legu Ijósi: Afturhaldssemi, kvenfyrirlitning eða
byltingarkennd framsækni? Þar ræðir hún um
þörf nútímans á að læra af sögu þeirra hug-
mynda sem uppi eru, til dæmis um hlut-
verk kynjanna. Rousseau taldi að ala þyrfti
konur upp til annars hlutverks en karla og
skrifaði bók sína um Emile og Sophie sem
dæmi um hvernig þetta yrði í framkvæmd.
Þótt löngu sé orðið Ijóst að það uppeldi sem
hann lagði til stenst ekki kröfur nútímaþjóð-
félags, hvorki fyrir Emile né Sophie, telur
Guðný að af hugmyndum hans megi ýmis-
Iegt læra. Konur þurfi til dæmis að þekkja
það hlutverk sem karlar hafa talið að þeim
bæri í tímans rás. En ekki þarf síður að huga
að því að það uppeldi sem Sophie átti að fá
býr hugsanlega yfir einhverju sem afrækt
hefur verið í karllægri slagsíðu samfélags-
sáttmála nútímans.
Menntakerfið á að þjóna öllum. í grein
eftir Guðrúnu V. Stefánsdóttur, Atvinnuþátt-
9