Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 17
Könnunarpróf nýnema I stæröfræði við Háskóla Islands
2007). Námsþættir 4 (hornajöll), 5 (diffrun
og heildun) og 6 (vigrar) eru úr námsefni
sem tilheyrir kjarna náttúrufræðibrautar
eða STÆ 303, STÆ 403 og STÆ 503. Það má
því reikna með að flestir nemendur sem
sækja inn á svið verkfræði og náttúruvís-
inda hafi lært þetta námsefni. I hornafalla-
hlutanum voru nemendur beðnir að finna
kósínus og sínus af hornum í gráðum og
breyta úr radíönum yfir í gráður. Dæmin
sem reyndu á diffrun og heildun voru af
staðlaðri gerð, tvö diffrunardæmi, annað
sem reyndi á keðjuregluna og hitt á diffrun
ræðra falla og tvö heildunardæmi, annað
ákveðið heildi og hitt óákveðið heildi sem
krafðist innsetningar. Þessi dæmi eru mjög
áþekk þeim reikningsdæmum sem lögð
eru fyrir í kennslubókum sem kenndar eru
í STÆ 403 og STÆ 503 og rná því reikna
með að meirihluti nemenda hafi glímt við
slíkt áður. í vigra-hlutanum voru nemend-
ur beðnir að leggja saman og finna innfeldi
tveggja vigra ásamt því að finna hverjir af
þrernur vigrum væru hornréttir. I síðasta
hluta könnunarprófsins, tvinntölur, voru
tvö dæmi sem reyndu á tvinntölumarg-
földun og deilingu. Tvinntölur tilheyra að
öllu jöfnu ekki kjarna náttúrufræðibrautar
og því er nauðsynlegt að skoða árangur
nemenda í ljósi þess.
Auk dæmanna 20 voru eftirfarandi
spurningar um bakgrunn nemendanna
lagðar fyrir:
1. Námskeið (svarmöguleikar:
IA, IB, IC, N)
2. Framhaldsskóli
3. Stúdentsprófsár
4. Hvenær sastu síðast í stærðfræðinám-
skeiði í framhaldsskóla?
(svarmöguleikar: vor 2011, haust 2010,
vor 2010, lengra síðan)
5. Hve mörg misseri (annir) varstu í
stærðfræði í framhaldsskóla?
(svarmöguleikar: 8 misseri, 7 misseri, 6
misseri, færri en 6 misseri)
Að auki voru nemendur spurðir hversu
vel þeir teldu sig vera undirbúna undir
stærðfræðinám í háskóla, hvernig þeirn
hefði gengið í stærðfræði í menntaskóla
og hversu gaman þeir hefðu af stærðfræði.
Þessi gögn voru ekki nýtt í úrvinnslunni
sem hér er Iýst en verða nýtt í frekari rann-
sókn á mögulegum tengslum milli árang-
urs, ánægju og eigin mats á getu ásamt
mögulegum tengslum milli námsvals,
ánægju og eigin mats á getu.
Nemendumir fengu 40 mínútur til að
leysa prófið og voru engin hjálpargögn
leyfð. Við yfirferð prófsins var aðeins gefið
rétt eða rangt fyrir hverja spurningu.
Tölfræðilegar aðferðir
Lýsandi tölfræði var notuð til að fá
greinargóða mynd af gögnunum. Hlutfall
nemenda í námskeiðunum fjórum í stærð-
fræðigreiningu var skoðað eftir þvf hversu
langt er liðið frá því að þeir luku nám-
skeiði í stærðfræði, fjölda missera í stærð-
fræði og skólum. Meðalárangur var einnig
skoðaður eftir svörum við bakgrunns-
spurningum. Vegna hugsanlegs samspils
þessara þátta er ekki rétt að skoða aðeins
einn þátt í einu og var dreifigreining (fer-
vikagreining) því notuð til að bera saman
meðaltölin. Dreifigreining er almenn töl-
fræðiaðferð til að kanna tengsl mælinga
við skýribreytur sem eru „flokkabreytur",
t.d. hvort marktækur munur sé á einkunn