Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 23
Könnunarpróf nýnema f stæröfræði við Háskóla íslands
prófið spáir rétt fyrir um gengi þeirra en
ekki réttri útkomu fyrir þá nemendur sem
lenda í hinum kössunum tveimur.
I 8. töflu má sjá að 68 nemendur sem
náðu könnunarprófinu luku við Stærð-
fræðigreiningu IIB og 83 af þeim sem
stóðust ekki könnunarprófið Iuku ekki
við námskeiðið. Þar má einnig sjá að 24 af
þeim nemendum sem féllu á könnunar-
prófinu luku við Stærðfræðigreiningu IIB
og 29 af þeim sem náðu könnunarprófinu
luku ekki við námskeiðið. Út frá þessum
upplýsingum má reikna næmni sem 0,739
og sértækni sem 0,741. Þetta þýðir að 73,9%
af þeim sem luku við Stærðfræðigreiningu
IIB voru rétt flokkuð með könnunarpróf-
inu og könnunarprófið flokkaði rétt 74,1%
af þeim sem ekki luku við námskeiðið.
Umræða
Eins og fram hefur komið er árangur og
brottfall nemenda í inngangsnámskeiðum
í stærðfræðigreiningu við Verkfræði- og
náttúruvísindasvið mikið áhyggjuefni.
A könnunarprófinu sem hér hefur verið
lýst náði ekki helmingur nemenda 50%
árangri. Nokkuð hefur verið skoðað hvaða
efnisatriði það eru nákvæmlega sem valda
nemendum erfiðleikum við nám í stærð-
fræðigreiningu á fyrstu árum háskóla
og hefur þar meðal annars verið nefnt:
skilningur á rauntölum, fallahugtakið,
markgildi, samfelldni og runur og raðir
(Thomas og fl. 2012). Ef könnunarprófið
er skoðað virðast vandamál nemenda í
byrjun háskólanámsins hér á landi frekar
tengjast einfaldari atriðum, svo sem al-
mennum algebruskilningi (námsþáttur 2)
sem er forsenda þess að geta skilið falla-
hugtakið og þannig tileinkað sér hugtökin
diffrun og heildun. í algebruhlutanum
þurftu nemendur að einfalda stæðu og
stytta brot og er það umhugsunarefni
hversu illa þeim gekk með þetta. í þessum
hluta þurfti einnig að einangra x úr eftir-
farandi jöfnu
og skiluðu aðeins 14% nemenda réttri
lausn á því dæmi. Þó að miklum tíma sé
eytt á fyrsta ári framhaldsskóla við að ein-
falda algebrubrot og leysa jöfnur kann það
að hafa valdið nemendum erfiðleikum hér
að í vinstri hlið er breyta en ekki tala. Ef
skoðað er námsefni framhaldsskóla sést að
áhersla á lausn slfkra jafna er einkum æfð
í tengslum við skilgreiningu á andhverfu
falls í áfanganum STÆ 403. Nokkur hluti
nemenda hefur hins vegar verið minna
en 6 annir í stærðfræði í framhaldsskóla
og hefur því hugsanlega ekki fengist við
dæmi af þessari gerð áður. Sá námsþáttur
sem kom verst út var diffrun og heildun.
Dæmin sem lögð voru fyrir voru af staðl-
aðri gerð og áþekk þeim reikningsdæmum
sem lögð eru fyrir í kennslubókum sem
kenndar eru í STÆ 403 og STÆ 503 og má
því reikna með að meirihluti nemenda hafi
glímt við slíkt áður en ekki náð að tileinka
sér það.
Eins og áður hefur verið nefnt geta
fjölmargir þættir haft áhrif á gengi nem-
enda á könnunarprófi sem þessu. Niður-
stöður dreifigreiningar sýndu að tengsl
eru milli árangurs á könnunarprófinu og
breytanna skóli, síðast í stærðfræði, annir
í stærðfræði og námskeið sem nemendur