Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 24

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 24
Anna Helga Jónsdóttir, Freyja Hreinsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Rögnvaldur G. Möller og Gunnar Stefánsson sitja í nú. Meðalárangur batnar eftir því sem styttra er frá stúdentsprófsári og því fleiri misseri sem nemendur hafa setið í stærðfræðinámskeiðum. Athygli vekur að marktækur munur er á árangri nemenda eftir skólum þó að leiðrétt sé fyrir því hversu langt er liðið frá stærðfræðikennslu og hversu margar annir nemendur sátu í stærðfræðinámskeiðum. Þótt verulegur og marktækur munur sé á frammistöðu nem- enda úr mismunandi skólum er ekki hægt að draga ályktanir um gæði kennslunnar í skólunum því til þess þyrfti að auki mælingar á kunnáttu áður en nemendur hefja nám í framhaldsskólum og mörgum öðrum þáttum. Vitað er að mikill munur er á nemendahópunum sem byrja í skól- unum og því er ekki hægt að bera skólana saman án þess að hafa þau gögn tiltæk. Fleiri þætti mætti nefna sem geta haft áhrif á undirbúning nemenda í stærðfræði, svo sem mismunandi námsframboð skólanna. Fjölbrautaskólar sem þurfa að dreifa námsframboði sínu mikið geta átt erfitt með að bjóða upp á valáfanga og þyngri áfanga í stærðfræði. Sömu sögu er að segja um smærri skóla í dreifbýli þar sem ekki er hægt að hafa sama námsframboð og í stærri framhaldsskólum á höfuðborgar- svæðinu. Eins og sjá má á niðurstöðum könn- unarprófsins standa nemendur sem hafa fáar annir að baki í stærðfræði mun verr að vígi en þeir sem lært hafa meiri stærð- fræði. Það má því með nokkru öryggi álykta að til að standast kröfur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs í stærðfræði þurfi nemendur að hafa lokið tilteknum fjölda áfanga í stærðfræði í framhaldsskóla. I þessu sambandi er mikilvægt að þær námskröfur sem gerðar eru til nemenda í stærðfræði á háskólastigi séu vel skil- greindar og aðgengilegar stjórnendum framhaldsskóla, kennurum, nemendum og námsráðgjöfum svo hægt sé að leið- beina nemendum um námsval sem fyrst í framhaldsskólanámi. Undanfarið hefur verið unnið að slíkum skilgreiningum við Háskóla íslands og mikilvægt er að um þær skilgreiningar skapist umræða milli framhaldsskóla og háskóla. Slík umræða er sérlega mikilvæg í ljósi þess að vald til námskrárgerðar hefur að miklu leyti verið flutt til framhaldsskóla sem eru um þessar mundir að móta námskrár nemenda sinna (Menntamálaráðuneytið, 2011). Niðurstöður könnunarprófsins sýna að þó að nemendur hafi lokið tilskildum stærðfræðiáföngum í framhaldsskóla standa þeir ekki endilega vel að vígi í upp- hafi háskólanáms. Hér hafa rannsakendur bent á að jafnvel þó að námsefni fram- haldsskóla og fyrsta árs í háskóla í stærð- fræði sé svipað geti ýmsir þættir í menn- ingu og hefðum stofnana gert nemendum erfitt fyrir að beita þeirri þekkingu sem þeir eiga að hafa tileinkað sér eða nýta hana. Þannig benda erlendar rannsóknir til þess að aðferðir við stærðfræðikennslu séu aðrar í framhaldsskólum en háskólum. Meiri áhersla sé lögð á utanaðbókaraðferð- ir og þjálfun í aðferðum á meðan kennsla í stærðfræði á háskólastigi geri meiri kröfur um óhlutbundna hugsun, réttlætingu lausna og vinnu með kenningar (Thomas o.fl., 2012). Einnig hefur verið bent á að kennsla í framhaldsskólum byggist meira á yfirborðsnálgun en dýpri skilningi á 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.