Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 25
Könnunarpróf nýnema! stærðfræði við Háskóia (slands
undirliggjandi hugtökum stærðfræðinnar
(de Guzman, Hodgson, Robert og Villani,
1998; Rach og Heinze, 2011; Thomas o.fl.,
2012). Hér á landi hafa engar sambæri-
legar rannsóknir farið fram, en áhugavert
væri að greina námsefni og kennsluhætti
framhaldsskólans og háskólans út frá
þeim hugmyndum.
Aðrir rannsakendur benda á að stærð-
fræðinám sé, eins og annað nám, að-
stæðubundið (e. situated) og að yfirfærsla
þekkingar og færni geti verið erfið þegar
umhverfi breytist, ný hugtök eru notuð
og aðrar reglur eða hefðir gilda. Hér má
t.d. benda á að á fyrstu árum háskólanáms
sitja nemendur í mun stærri námshópum
en þeir eru vanir frá sinni framhalds-
skólatfð og bera meiri ábyrgð á eigin námi
(de Guzman, Hodgson, Robert og Villani,
1998). I ljósi slíkra rannsókna væri áhuga-
vert að kanna betur hugmyndir nemenda
og kennara í framhaldsskólum og há-
skólum um stærðfræðinám og skoða sér-
staklega hvernig nýjum nemendum í há-
skólum gengur að átta sig á þeim kröfum
sem til þeirra eru gerðar.
Stærðfræðiþekking nýnema á Verk-
fræði- og Náttúruvísindasviði Háskóla ís-
lands við upphaf náms virðist hafa mikil
áhrif á frekara námsgengi þeirra og mögu-
leika þeirra á að halda áfram námi. I ljósi
þessa mætti skoða að setja á fót stuðnings-
kerfi fyrir þá nemendur sem standa höllum
fæti eins og gert hefur verið í Hollandi og á
fleiri stöðum með góðum árangri (Heck og
van Gastel, 2006).
Lokaorð
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir
niðurstöðum könnunarprófs á þekkingu
og hæfni nýnema í stærðfræði við upphaf
náms á Verkfræði- og náttúmvísindasviði
og sýna þær niðurstöður að miðað við þær
kröfur sem háskólinn gerir til nemenda
sinna standa nýnemar höllum fæti. Fleiri
þættir en þeir sem hér hafa verið kannaðir
geta haft áhrif á gengi nemenda í stærð-
fræði. Þó niðurstöður séu að þessu leyti
takmarkaðar eru þær mikilvægt innlegg
í umræðu um nám og kennslu í stærð-
fræði bæði í framhaldsskólum og á há-
skólastigi. Niðurstöðurnar ættu að nýtast
í frekari umræðu milli framhaldsskóla og
háskóla um það sameiginlega verkefni að
búa nemendur á sem bestan hátt undir
raungreinanám á háskólastigi. Þær ættu
að geta orðið innlegg í námskrámmræðu
framhaldsskólans sem fram fer um þessar
mundir. Þá gætu niðurstöðurnar orðið til
að efla skilning háskólakennara á vanda
nemenda og fá þá til að endurskoða
kennsluhætti í háskólum þannig að tekið
sé meira tillit til þeirrar forþekkingar og
námshefða sem nemendur bera með sér
úr sínu fyrra námi og leitast sé við að gera
nemendum ferðalagið úr framhaldsskóla
í háskóla áfallaminna en það virðist vera
nú.
23