Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 39

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 39
„Þetta er á langtímaplaninu hjá okkur" Kennslufræðileg forysta skólastjóra við íslenska grunnskóla Harris og Hopkins, 2008). Kennslufræði- leg forysta birtist meðal annars í því að stjómandinn leggur áherslu á að skapa umhverfi fyrir þróun kennsluhátta til að stuðla að bættum námsárangri (Glickman og félagar, 2010; Quinn, 2002). Það til- heyrir þessu umhverfi að veita leiðsögn um kennslu á vettvangi. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að skólastjórar koma ekki inn í kennslu- stundir nema í undantekningartilvikum til að fylgjast með kennslu og leiðbeina kenn- urum á vettvangi. Af máli stjórnenda má ráða að heimsóknir þeirra í kennslustund- ir séu fremur til að sýna áhuga, hvetja og styðja við kennara sem em óömggir og eiga f erfiðleikum af einhverju tagi en til þess að afla gagna af vettvangi um það sem þar fer fram. Mjög lítilla gagna virðist því aflað af vettvangi í íslenskum grunn- skólum ef marka má niðurstöðurnar úr þessum tuttugu skólum. Þessar niður- stöður eru afdráttarlausari en það sem fram kemur í TALIS-rannsókniimi á veg- um OECD sem áður var getið um, en þar kemur fram að minnihluti skólastjóra (um 37%) segist meta kennslu beint í kennslu- stundum (Ragnar F. Ólafsson og Júlíus K. Björnsson, 2009). í þessu samhengi er einnig rétt að spyrja hvernig sé farið að því að þróa kennsluhætti í skólum sem ekki kortleggja það sem fram fer f kennslustundum. Ætla má að þar sem slíkar upplýsingar vantar sé erfitt að gera áætlanir um breytingar sem beinist að því að bæta kennslu. Einnig má spyrja hversu markviss og gagnrýnin umræða um nám- skrár, kennsluefni og kennsluhætti geti orðið ef hún er ekki byggð á gögnum af vettvangi. Af hverju afla skólastjórnendur ekki gagna af vettvangi til þess að nýta við þróun skólastarfsins? Loks má spyrja: Eru kennarar einráðir um það sem fram fer í kennslustofum þeirra? Er það sem fram fer inni í kennslustofunum einkamál þeirra? Ef svo er, telst slíkt viðunandi? Spyrja má hvað felist í hugtökunum fagmennska og fagmaður og hvers konar ábyrgð og skyldur fylgi því. Fagmanni er vissulega treyst til að móta eigin starfs- hætti en útilokað er að láta hann einráðan um starfshætti sína, allra síst í opinberum, ríkisreknum stofnunum. Hér þarf jafn- framt að velta fyrir sér lögbundnum at- riðum eins og sjálfsmati og spyrja hvernig það megi vera að skólar séu taldir uppfylla ákvæði um sjálfsmat ef ekki er lagt form- Iegt mat á kjarnann í skólastarfinu, þ.e. kennsluna á vettvangi. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur- borgar hefur ráðið starfsmann til ytri út- tekta í skólum sveitarfélagsins sem m.a. byggjast á athugunum á vettvangi (Birna Sigurjónsdóttir, 2010). Þessi ráðstöfun hefur gefist vel og má líta á hana sem góða viðbót við hefðbundið sjálfsmat í skól- unum. Eigi að síður verður að telja það brotalöm að ekki sé með einhverjum hætti aflað gagna af vettvangi að frumkvæði þeirra sem í skólunum starfa og leiðsögn veitt um kennsluhætti á þeim grundvelli. Ætla má að gagnaöflun sem þáttur í leið- sagnarmati innan skóla sé nauðsynleg til að tryggja að starfsmenn læri af reynslunni og geti nýtt hana til umbóta. Slíkt mat er jafnframt skýr vísbending út á við um að í viðkomandi skóla ríki stöðug viðleitni til umbóta og hann sé reiðubúinn að standa skil á henni. Fagleg vinnubrögð felast m.a. í því að gera starfshætti sýnilega og 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.