Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 55

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 55
Brotthvarf og endurkoma fulloröinna (nám á framhaldsskólastigi „Þegar maður er búinn að vera í skóla í heilan vet- ur þá er einhvern veginn aginn allur farinn."(ísak) „Ég ætlaði bara að djamma. Ég fór bara í algera vitleysu. Ég var bara sokkin í það [...] ef það hefði verið hringt til dæmis í mömmu: „Hún mætir ekki í skólann." Þá mundi ég hafa mætt því ég hlýddi öllu." (Þura) „... ég mætti yfirleitt alltaf í skólann á morgnana, svo sat maður einhvers staðar úti að reykja. Eða inni í einhverju reykherbergi að kjafta og reykja. Og einhvern veginn dröslaði ég mér stundum í timana." (Milla). Aðrir viðmælendur, einkum strákarnir, „fundu sig betur" á vinnumarkaði. Helgi og Dóri byrjuðu báðir í almennu stúdents- prófsnámi, en hættu. Helgi segir að sér hafi liðið illa í skóla en Dóri að hann hafi verið stefnulaus og óviss um framtíðina. Báðir luku seinna iðnnámi, og þegar við- tölin voru tekin voru þeir að ljúka stúd- entsprófi og stefndu í framhaldsnám. Elli segir eilítið aðra sögu: „...ég hætti bókstaflega f skóla af því að ég var í fínni vinnu (...) með hærri laun en kennararnir. [■••] Ég held að raunveruleg ástæða þess að ég hætti í skóla var að ég var með þetta frjálsræði. Sko maður kemur úr bekkjakerfi [...] og fer í þetta svokallaða fjölbrautarkerfi og þú ræður hvaða áfanga þú ferð í. Ég bara missti mig." (Elli) Enginn viðmælenda nefndi náms- örðugleika snemma á skólagöngunni til sögunnar, en þegar spurt var nánar út í skólagöngu komu námsörðugleikar oft UPP úr kafinu, oftast lesblinda en einnig skrifblinda og erfiðleikar með stærðfræði, auk þess sem einn viðmælandi taldi sig hafa verið ofvirkan og annar með athyglis- brest. Þessir námsörðugleikar komu frekar fram í einstaklingsviðtölum en rýnihópum og í rýnihópaviðtölunum urðu þeir ekki tilefni skoðanaskipta. Enginn viðmælandi taldi þessa sértæku námsörðugleika hafa verið frumvanda sinn - aðalvandinn hefði verið miklu almennara eðlis en sértækir námsörðugleikar hefðu aukið á vandann. Hinum almenna vanda má lýsa sem svo að viðmælendur hafi ekki fundið sam- hljóm milli sín og skólans þegar þeir voru á aldrinum 16-18, andleg vanlíðan hafi síðan komið við sögu, stundum sem ein- hvers konar frumorsök en annars fremur sem fylgifiskur þess að „lufsast" áhuga- laus í skóla eða reka sig á að þeir stóðust ekki kröfur hans. Flestir viðmælenda nefna andlega van- líðan í tengslum við brotthvarfið. Ein fann fyrir vaxandi kvíða en hafði engan til að tala við um kvíðann og bætir við: „ ... ég heyrði sögu af frænda mínum sem varð geðveikur um að hann hefði lesið yfir sig. Ég setti bara samasemmerki þarna á milli að ef ég lærði of mikið þá gæti maður orðið geðveikur." Einn karl og tvær konur segja frá því að þau hafi sætt einelti nánast alla sína skólatíð, og segja má að viðbrögð þeirra hafi verið kynbundin. Önnur stúlkan varð þunglynd og einangraði sig félagslega, hin fór að skrópa í skóla og djamma, en pilturinn brást við með því að brynja sig töffaraskap og hörku og segir að það hafi aukið á vandann. Einn viðmælandi segir að andleg veikindi móður sinnar hafi mót- að uppvöxtinn. Sumir fylltust á tímabili mikilli reiði út í skóla og annað umhverfi, en fleiri áttu tímabil sem einkenndust af doða, veruleikaflótta og þunglyndi. Viðtölin gefa ekki tilefni til að rekja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.