Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 55
Brotthvarf og endurkoma fulloröinna (nám á framhaldsskólastigi
„Þegar maður er búinn að vera í skóla í heilan vet-
ur þá er einhvern veginn aginn allur farinn."(ísak)
„Ég ætlaði bara að djamma. Ég fór bara í algera
vitleysu. Ég var bara sokkin í það [...] ef það hefði
verið hringt til dæmis í mömmu: „Hún mætir ekki
í skólann." Þá mundi ég hafa mætt því ég hlýddi
öllu." (Þura)
„... ég mætti yfirleitt alltaf í skólann á morgnana,
svo sat maður einhvers staðar úti að reykja. Eða
inni í einhverju reykherbergi að kjafta og reykja.
Og einhvern veginn dröslaði ég mér stundum í
timana." (Milla).
Aðrir viðmælendur, einkum strákarnir,
„fundu sig betur" á vinnumarkaði. Helgi
og Dóri byrjuðu báðir í almennu stúdents-
prófsnámi, en hættu. Helgi segir að sér
hafi liðið illa í skóla en Dóri að hann hafi
verið stefnulaus og óviss um framtíðina.
Báðir luku seinna iðnnámi, og þegar við-
tölin voru tekin voru þeir að ljúka stúd-
entsprófi og stefndu í framhaldsnám. Elli
segir eilítið aðra sögu:
„...ég hætti bókstaflega f skóla af því að ég var í
fínni vinnu (...) með hærri laun en kennararnir.
[■••] Ég held að raunveruleg ástæða þess að ég
hætti í skóla var að ég var með þetta frjálsræði.
Sko maður kemur úr bekkjakerfi [...] og fer í þetta
svokallaða fjölbrautarkerfi og þú ræður hvaða
áfanga þú ferð í. Ég bara missti mig." (Elli)
Enginn viðmælenda nefndi náms-
örðugleika snemma á skólagöngunni til
sögunnar, en þegar spurt var nánar út í
skólagöngu komu námsörðugleikar oft
UPP úr kafinu, oftast lesblinda en einnig
skrifblinda og erfiðleikar með stærðfræði,
auk þess sem einn viðmælandi taldi sig
hafa verið ofvirkan og annar með athyglis-
brest. Þessir námsörðugleikar komu frekar
fram í einstaklingsviðtölum en rýnihópum
og í rýnihópaviðtölunum urðu þeir ekki
tilefni skoðanaskipta. Enginn viðmælandi
taldi þessa sértæku námsörðugleika hafa
verið frumvanda sinn - aðalvandinn hefði
verið miklu almennara eðlis en sértækir
námsörðugleikar hefðu aukið á vandann.
Hinum almenna vanda má lýsa sem svo
að viðmælendur hafi ekki fundið sam-
hljóm milli sín og skólans þegar þeir voru
á aldrinum 16-18, andleg vanlíðan hafi
síðan komið við sögu, stundum sem ein-
hvers konar frumorsök en annars fremur
sem fylgifiskur þess að „lufsast" áhuga-
laus í skóla eða reka sig á að þeir stóðust
ekki kröfur hans.
Flestir viðmælenda nefna andlega van-
líðan í tengslum við brotthvarfið. Ein fann
fyrir vaxandi kvíða en hafði engan til að
tala við um kvíðann og bætir við:
„ ... ég heyrði sögu af frænda mínum sem varð
geðveikur um að hann hefði lesið yfir sig. Ég setti
bara samasemmerki þarna á milli að ef ég lærði of
mikið þá gæti maður orðið geðveikur."
Einn karl og tvær konur segja frá því
að þau hafi sætt einelti nánast alla sína
skólatíð, og segja má að viðbrögð þeirra
hafi verið kynbundin. Önnur stúlkan varð
þunglynd og einangraði sig félagslega,
hin fór að skrópa í skóla og djamma, en
pilturinn brást við með því að brynja sig
töffaraskap og hörku og segir að það hafi
aukið á vandann. Einn viðmælandi segir
að andleg veikindi móður sinnar hafi mót-
að uppvöxtinn. Sumir fylltust á tímabili
mikilli reiði út í skóla og annað umhverfi,
en fleiri áttu tímabil sem einkenndust af
doða, veruleikaflótta og þunglyndi.
Viðtölin gefa ekki tilefni til að rekja