Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 56
Gestur Guðmundsson og Hulda Karen Ólafsdóttir
brotthvarf viðmælenda okkar til einstakra
orsaka, heldur miklu fremur til að draga
fram samspil ólíkra þátta. Áhrif félags-
legs uppruna taka á sig margar myndir, til
dæmis segja nokkrir að foreldrarnir hafi
ekki getað veitt fjárhagslegan stuðning, en
enginn telur það þó hafa ráðið úrslitum.
Viðmælendur leggja miklu ríkari áherslu
á að foreldrar þeirra hafi ekki getað veitt
þeim nauðsynlega leiðsögn um námsval
og um skynsamlegt val á lífsstíl á fram-
haldsskólaárunum. Margir foreldrar við-
mælenda, sem annaðhvort höfðu enga
framhaldsskólamenntun eða voru iðnað-
armenn, hafi hvatt börn sín til að fara í
almennt menntaskólanám, en hafi síðan
ekkert fylgst með skólagöngu þeirra, ekki
veitt þeim aðhald né fylgst með hvað þau
voru að læra eða hvort þau voru að læra.
í sumum tilvikum voru börnin fjarri for-
eldrum sínum en oftar virðist sem foreldr-
ar hafi ekki talið það á sínu færi að fylgjast
með börnunum heldur væri skólaganga
samstarfsverkefni unglings og skóla.
Þegar iðnaðarmenn eða ófaglærðir í hópi
foreldra hafi hvatt börn sín til að fara í
almennt studentsprófsnám hafi það gjarn-
an gerst að börnunum fyndist þau ekkert
hafa til þekkingar og reynslu foreldranna
að sækja. Nokkrir viðmælenda okkar hafa
þannig lent í menningarlegu tómarúmi.
Þeim hafa fundist foreldrar sínir dæma
eigin menningararf gagnslausan en um
leið geta þeir ekki tengt skólamenningu,
þar sem bókmenningin færist í aukana
með hverju skólaárinu, við eigin uppvöxt
og rætur. Reyndar áttu tveir viðmælendur
okkar annað foreldri með háskólapróf, en
þau segja bæði að þau hafi aldrei tengt
sig við þennan bakgrunn foreldris; annað
samsamaði sig mun frekar lítt mennt-
uðum, vinnusömum ættmennum hins for-
eldris, en hitt segir að það hafi alltaf legið
betur fyrir sér að „vinna með höndunum".
Bæði völdu þau samt almennt bóknám í
framhaldsskóla, töldu það almennt við-
mið og foreldrar þeirra voru sama sinnis.
í sumum tilvikum gera viðmælendur
ekki mikið úr hvatningu foreldra heldur
lýsa upphafi framhaldsskólagöngu sinnar
þannig að þeir hafi borist með straumnum.
Ein konan lýsir því þannig að hún hafi á
þeim tíma ekki vitað að til væri iðnnám og
iðnskólar en hefði leitað þangað hefði hún
vitað það.
Sögurnar bera þess vitni að áhrif félags-
legs uppruna eru flókin eins og Bourdieu
hefur sýnt fram á (Gestur Guðmundsson,
2012; Reay, 2005). Hvatning til náms nægir
ekki heldur skiptir miklu máli hvort henni
fylgir miðlun menningararfs, og slík miðl-
un fellur stundum í grýttan jarðveg og
önnur áhrif úr umhverfinu verða sterkari.
Vegferð eftir brotthvarf
Vegferðin eftir brotthvarf er að verulegu
leyti kynbundin. Allir karlkyns viðmæl-
endur helltu sér út í vinnu. Sumir þeirra
komust í mikil uppgrip og þénuðu vel
en aðrir voru til skiptis í iðnnámi/starfs-
þjálfun og í almennri launavinnu. Vegferð
kvenkyns viðmælenda byrjaði oftast sem
jójó-ferð milli láglaunastarfa og barneigna.
Öfugt við karlmennina, sem lýsa vegferð
sinni út úr skólum frekar sem sigurgöngu,
en að erfiðleikar hafi síðan steðjað að með
versnandi atvinnuástandi, greina sumar
konurnar frá deyfð og andlegum erfið-
leikum eftir að þær hættu í skóla. Ólíkt
karlmönnunum hafi vegferð þeirra smám
54