Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 57
Brotthvarf og endurkoma fullorðinna í nám á framhaldsskólastigi
saman fundið sér traustari farvegi á vinnu-
markaði og í stöðugra fjölskyldulífi.
Viðmælendur eru flestir (átta af þrettán)
fæddir á fyrri hluta níunda áratugarins,
og þeir hurfu úr framhaldsskóla í lok
20. aldar eða í upphafi 21. aldar; komu
sem sé inn í mestu uppsveiflu íslensks
efnahagslífs um áratuga skeið (frá því í
síðari heimsstyrjöld) og urðu upp úr 2008
fyrir hruninu með ýmsum hætti. Fimm af
þrettán viðmælendum eru eldri, fæddir
1974-78, og fóru út á vinnumarkaðinn
a fyrri hluta tíunda áratugarins, en samt
er vegferð þeirra svipuð nema hvað þeir
hafa verið lengur á vinnumarkaði. Draga
má upp kynbundna mynd af þeirri lykil-
reynslu sem felst í lífssögu þessara þrettán
einstaklinga á tímum uppgangs og hruns á
fyrsta áratug 21. aldar.
Þrír af sex körlum urðu „miklir menn"
a uppgangstímunum, sjálfstæðir verktak-
ar sem unnu langan vinnudag og öfluðu
góðra tekna, en misstu síðan vinnuna í
hruninu 2008. Þetta sjokk fékk þá alla til
að endurmeta líf sitt stórlega; eftir nokk-
urt atvinnuleysistímabil lögðu þeir allir af
stað aftur í bóknám, þar rifjuðu þeir upp
fyrri styrk sinn í námi, reyndu að horfast
i augu við þá þverbresti sem stöðvuðu þá
1 framhaldsskóla og mótuðu nýja áætlun
um líf sitt sem byggist á menntun fremur
en Iíkamlegu úthaldi.
Reynsla kvennanna einkennist fremur
af því að skref þeirra inn í fullorðinslífið
Verða smám saman markvissari.
Þura fór út úr framhaldsskóla í vinnu
1 verslunum, og lífið snerist þá um að
skemmta sér, en eftir að hún eignaðist barn
°§ skildi síðan tveim árum síðar hóf hún
tölvunám til að afla sér betri tekna. Sá leik-
ur skilaði árangri en fáum árum síðar hafði
hún séð vinkonur sínar ljúka stúdentsprófi
og fylgdi á eftir þeim.
Ebba byrjaði að slá slöku við strax í
grunnskóla og hætti fljótt í framhalds-
skóla, eignaðist barn 18 ára og fór úr einni
láglaunavinnu í aðra með stuttum við-
komum í framhaldsskóla, en fann sér loks
vinnu í fjölskyldufyrirtæki þar sem hún
hefur bæði fengið ágætan starfsframa og
fundið trausta höfn í nýrri fjölskyldu,
Helga, sem vissi ekki 16 ára gömul að til
væri iðnnám, reyndi lengi að vinna bug á
áhugaleysi sínu á bóknámi. Hún gafst upp
eftir að hafa byrjað þrjá vetur í framhalds-
skóla og lokið næstum hálfu framhalds-
skólanámi, vann á nokkrum stöðum og
var atvinnulaus á milli, en þegar hún var
að vinna sem flokksstjóri í unglingavinnu
fór hún að rifja upp að sem krakki lærði
hún svolítið í smíðum af afa sínum og tók
síðan stundum fram verkfærin í tómstund-
um. „Þetta kom upp í hugann þegar ég var
úti að raka í tuttugu og fimm stiga hita,
horfði á krakkana leika sér þarna og var að
velta fyrir mér framtíðinni, því þetta var
bara sumarstarf. Og þá kom þetta, eins og
þruma úr heiðskíru lofti - að fara að Iæra
smíðar." Helga lauk sveinsprófi í smíðurn,
missti vinnuna í hruninu 2008 og sneri sér
þá að því að taka stúdentspróf, að því er
virðist aðallega til að sýna sér og öðrum að
hún gæti það.
Það á síðan við um þann helming við-
mælenda sem ekki hefur verið greint sér-
staklega frá hér að vegferð þeirra frá brott-
hvarfi og fram að viðtali hefur einkennst af
jójó-ferð milli tilfallandi vinnu og skamm-
vinnra tilrauna til náms, en hrunið hvatti
þá og neyddi til að endurmeta líf sitt, og í