Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 76

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 76
Guðný Guðbjörnsdóttir ingar um menntun beggja kynja, eins og Wollstonecraft lagði til. Eiginleikar og menntun Sophie áttu að bæta upp skiln- ingsskort hjá Emile á sama hátt og eigin- leikar og menntun Emile áttu að bæta upp skilningsskort hjá Sophie á mismunandi sviðum. Því teljist menntunin sem Emile fékk án samneytisins við Sophie ekki full- nægjandi menntun fyrir verðandi borgara. Höfundur telur að hér sé um mjög mikil- vægt atriði að ræða, og því megi halda fram að menntaboðskapur Rousseaus í Emile sé oft rangtúlkaður. Það er sem sagt ekki nægjanlegt fyrir Emile að læra að vera náttúrulegur maður og skynsemisvera, heldur þurfi hann að læra að vera borgari í samfélagi við annað fólk, meðal annars við maka og börn. Hvernig Sophie með sína takmörkuðu menntun átti að geta haft þessi áhrif á Emile er hinsvegar óljóst. Ekk- ert í menntun hennar beinist að opinberu lífi og hennar eigið sjálf virðist illa mótað, þannig að ekki er ljóst hvernig hún á að geta hjálpað öðrum við að aðgreina eigið sjálf og samfélagið eða hið persónulega frá hinu pólitíska. Eða hvort slík kenning er yfir höfuð raunhæf (Morgenstern, 2002). Hvað vakti fyrir Rousseau, var hann framsýnn eða barn síns tíma? Á síðustu áratugum hefur þögnin um menntun Sophie verið á undanhaldi. í yfir- litsriti um femínískar túlkanir á Rousseau er áhuginn rakinn til annarrar bylgju fem- ínismans. Rit Rousseaus gáfu gott tækifæri til að tengja nútímann við eldri heimspeki- lega umræðu um merkingu kynjamunar, um tengsl fjölskyldunnar og borgaralegs samfélags, og mögulegar breytingar á samfélaginu með breyttum kynhlut- verkum. Áherslan á mikilvægi Sophie og fjölskyldunnar fyrir þroska Emiles sem siðferðilega ábyrgs borgara rímar vel við slagorð kvennahreyfingarinnar um að hið persónulega sé pólitískt (Lange, 2002, bls. 2-3). Ymsir hafa velt því fyrir sér hvað hafi vakað fyrir Rousseau með bók hans um Emile fyrir utan þann yfirlýsta tilgang að útlista hvernig hægt væri að ala upp sið- ferðislega sterka borgara sem væru tilbúnir að berjast fyrir almannahag og teldu það jafnframt vera sér í hag (Ólafur Páll Jóns- son, 2008). Ymsir fræðimenn, eins og Zil- lah Eisenstein (1981), Lynda Lange (2002), Susan Moller Okin (1970, 2002) og Victor G. Wexler (1976), hafa bent á að Rousseau ætlaði konum hvorki menntun til vaxtar og sjálfsþroska eins og Emile, né þau póli- tísku réttindi sem hann boðaði í Samfélags- sáttmálanum um frelsi og jafnrétti. Það sé þó betra að viðurkenna að Sophie átti að mennta til að verða háð Emile en að þagga eða horfa fram hjá þeirri staðreynd með því að láta sem hugmyndir Rousseaus um menntun Emiles hafi verið ætlaðar báðum kynjum. Hvernig má annars túlka sjónarmið Ro- usseaus um menntun kynjanna? Áttu hug- myndir hans um frelsi, jafnrétti og bætt þjóðfélag sem hann fjallar um í Samfélags- sáttmálanum alls ekki að ná til kvenna? Um það eru skiptar skoðanir, enda um marg- slunginn og oft þversagnakenndan texta að ræða. Greina má nokkur mismunandi sjónarmið í fræðilegri orðræðu, sem öll hafa þó vissa annmarka. 74
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.