Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 98
Guörún V. Stefánsdóttir
hafði valið það sjálfur. Skýringin var, eins
og áður segir, að önnur störf stóðu þeim
ekki til boða. í fæstum tilvikum höfðu þau
verið spurð álits um það hvort þau vildu
vinna á vernduðum vinnustað heldur var
þeim sagt að þetta væri eina lausnin.
Sumir viðmælendur höfðu starfað á
sama vinnustað Iengi og ekki haft tækifæri
til að skipta um vinnu eftir námið þrátt
fyrir löngun til þess. Margt bendir til að
fyrir þennan hóp sé erfiðara en gengur
og gerist að skipta um atvinnu (Margrét
Magnúsdóttir, 2010; Smith, o.fl., 2004).
Þátttakendur upplifðu margir að þeir ættu
að vera þakklátir fyrir að hafa vinnu, það
væri ekki sjálfgefið. Ástandið í samfé-
laginu var umtalsefni hjá mörgum og fram
kom í máli þeirra að kreppan sé oft notuð
sem ástæða fyrir því að fólk fái ekki vinnu.
Um þetta sagði einn þátttakandi: „Nei ég
er ekki í draumastarfinu, mig langar að
skipta um vinnu, en ég ætla samt ekki að
hætta því það er kreppa, ég hætti bara ef
ég verð rekinn."
Stuðningur n vinnustað. Eins og frá var
greint felst stuðningur á almennum vinnu-
markaði sem býðst fólki með þroska-
hömlun í atvinnu með stuðningi (AMS).
Sumir þátttakenda voru ánægðir með
þann stuðning sem þeir fengu en aðrir
töldu stuðninginn ekki henta sér og upp-
lifðu hann í sumum tilfellum letjandi. Það
sem greina mátti að helst einkenndi þann
stuðning sem viðmælendur voru ánægðir
með var sveigjanleiki sem fólst t.d. í að
starfsmaður AMS gat komið á vinnustað-
inn þegar hentaði og þörf var á en ekki eftir
fyrirfram ákveðnu skipulagi. Flestir voru
t.d. sammála um að stuðningur frá AMS
væri mikilvægur í fyrstu en svo minnkaði
þörfin. Ung kona hafði þetta að segja: „Til
að byrja með var gott að fá hana oft í heim-
sókn en svo þurfti ég miklu minni aðstoð
og þá kom hún sjaldnar og það var fínt."
Enn fremur kom fram ánægja með það
þegar AMS hafði undirbúið ófatlaða starfs-
menn til að gegna lykilhlutverki stuðn-
ingsaðila inni á vinnustaðnum og margir
töldu að stuðningurinn þyrfti að vera sem
minnst áberandi. Þessar niðurstöður eru
í samræmi við niðurstöður innlendra og
erlendra rannsókna (sjá t.d. Önnu Einars-
dóttur, 2002; Nisbet og Hagner, 1988).
Þeir þættir sem þátttakendur töldu
neikvæða fólust oftast nær í eftirfylgd
stuðnings inni á vinnustöðum. í fyrsta lagi
kom fram að í fæstum tilvikum var haft
nokkurt samráð við viðmælendur um það
hvernig fylgja skyldi eftir stuðningi við þá.
Oft komu starfsmenn AMS óreglulega og
mörgum fannst þeir koma of sjaldan. Einn
viðmælandi lýsti sinni hlið mála á eftir-
farandi hátt:
Maður er bara heppinn að lenda á manneskju sem
sinnir manni. Hún kom, eða þeim ber skylda til
að koma alla vega tvisvar í viku svona til að byrja
með en svo gat hún ekki komið alveg jafn oft, það
var svo mikið að gera hjá þeim, þau eru náttúru-
lega að sinna fleirum líka, ekki bara mér einni.
í öðru lagi fannst mörgum stuðningur
frá AMS stundum of áberandi. Ung kona
talaði t.d. um að heimsóknir frá AMS á
vinnustaðinn vektu athygli vinnufélag-
anna. „Mamma þín er komin," var oft
kallað til hennar þegar starfsmaður AMS
mætti á vinnustaðinn. Spyrja má hvort
slíkur stuðningur verði til að viðkomandi
fái ákveðinn stimpil sem ýti svo aftur und-
ir neikvæð viðhorf samstarfsfólks til hans
og greini hann frá öðrum starfsmönnum.
96