Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 137
Líóan, félagsleg tengsl og þátttaka nemenda í 5.-7. bekk grunnskóla (frístundastarfi
12. tafla. Stundarþú eitthvað at eftirtöldu: Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar eða annarra trúfélaga?
Æskulýösstarf kirkju og trúfélaga Eingöngu íslenska töluö á heimili íslenska og annaö móöurmál talað á heimili Eingöngu annaö móöurmál en islenska talaö á heimili
Nær aldrei 88,9% 88% 89,20%
Nokkrum sinnum á ári 4,9% 6,5% 5,4%
Nokkrum sinnum í mánuöi 1,9% 2,2% 1,3%
1-2x í viku 4,1% 2,9% 3,6%
3x í viku eöa oftar 0,2% 0,5% 0,4%
ingar eru hugsanlega þær að í dansi og
skák er íslenskukunnátta ekki fyrirstaða
á sama hátt og í öðru tómstundastarfi.
Dans á sér sterkar hefðir í mörgum sam-
félögum en við fslendingar höfum gjarnan
stært okkur af skákmeisturum okkar svo
það er nokkuð óvænt að sjá börn frá heirn-
ilum þar sem eingöngu annað móðurmál
en íslenska er talað stunda skák meira en
íslenskir jafnaldrar.
Loks má í 12. töflu sjá niðurstöður úr
spurningakönnuninni um æskulýðsstarf
kirkju og trúfélaga.
Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar eða annarra
trúfélaga: 4% barna frá heimilum þar sem
annað móðurmál en íslenska er talað segj-
ast taka einu sinni í viku eða oftar þátt í
kirkjustarfi, 3,4% barna frá heimilum þar
sem íslenska auk annars móðurmáls er
töluð og 4,3% barna frá heimilum þar sem
íslenska er eina móðurmálið.
Niðurstöður spurningakönnunarinnar
sem hér hafa verið kynntar og varða
félagsleg tengsl og þátttöku í tómstunda-
starfi ber flestar að sama brunni. Börn frá
heimilum þar sem eingöngu annað móð-
urmál en íslenska er talað taka í öllum til-
vikum minni þátt í frístundastarfi en hinir
hóparnir tveir, nema þegar kemur að því
að stunda skák og dansnám, og eiga erfið-
ara uppdráttar félagslega.
Umræður og lokaorð
Niðurstöður spurningakönnunarinnar
sem hér hafa verið kynntar og snúa að
börnum frá heimilum þar sem annað
móðurmál en íslenska er talað eru skýrar
um það sem varðar vinatengsl og þátt-
töku í skipulögðu frístundastarfi. í nær
öllum þáttum könnunarinnar kemur fram
að þau börn eiga erfiðara uppdráttar þar
sem annað móðurmál en íslenska er talað
heima. Þetta línulega samband kemur
fram nær undantekningarlaust í niður-
stöðum könnunarinnar hvort sem barnið
býr á heimili þar sem íslenska er töluð auk
annars móðurmáls eða á heimili þar sem
eingöngu annað móðurmál er talað. Jafn-
vel má draga þá ályktun að munurinn sé
í rauninni meiri en hér kemur fram, þar
sem könnunin var eingöngu á íslensku
og pólsku og því má leiða að því líkum að
einhverjir hafa ekki svarað þessari könnun
vegna skorts á íslenskukunnáttu.
Af niðurstöðum rannsóknarinnar er
ljóst að nauðsynlegt er að leita leiða til að
bæta félagslega stöðu barna með annað
móðurmál en íslensku og að hvetja þau til
135