Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 144
Kári Kristinsson, Tinna Dahl Christiansen og Friðrik Eysteinsson
Val á háskólanámi er ein af stærstu
ákvörðunum sem margir einstaklingar
standa frammi fyrir á lífsleiðinni. Hér á
landi er námsframboð mikið og að mörgu
að hyggja við valið. Tvær spurningar eru
þó sérstaklega mikilvægar fyrir nemendur
á leið í háskólanám. Sú fyrri er hvort það
sé þess virði að greiða töluvert hærri skóla-
gjöld og velja einkaskóla frekar en ríkis-
skóla, í þeim tilfellum þarsem boðið er upp
á námið í báðum skólum. Þar sem nem-
endur hafa yfirleitt úr litlum fjármunum
að spila getur svarið við þessari spurningu
skipt þá töluverðu máli. Þó ber að nefna
að þessi spurning hefur misjafnt vægi eftir
löndum enda eru háskólar í Evrópu oft að
mestu eða öllu leyti á framfæri ríkisins.
Seinni spurningin kemur hins vegar upp
þegar háskólanám hefur verið valið. Hún
snýst um það hve miklum tíma og fyrir-
höfn nemendur eiga að verja í námið. Mun
góður námsárangur nemenda hjálpa þeim
þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn? í
þessari grein verður meðal annars leitað
svara við þessum spurningum.
Til að skoða fyrrgreindar spurningar
var gerð ferilskrárrannsókn (Knouse,
1994; Thoms, McMasters, Roberts og
Dombkowski, 1999; Tsai, Chi, Huang og
Hsu, 2011). Þær eru einkum þekktar úr
hagfræði og sálfræði og gefa kost á því að
nota tilraunasnið til að einangra frá aðra
áhrifaþætti en til rannsóknar eru. Þar sem
margir áhrifaþættir eru til staðar á vinnu-
markaði hentar þetta snið ágætlega til að
skoða efni þessarar rannsóknar, þ.e. val
milli ríkis- og einkaskóla annars vegar og
áhrif námsárangurs á íslenskum vinnu-
markaði hins vegar. Notuð var skálduð
ferilskrá einstaklings með gráðu í við-
skiptafræði. Fyrir vikið gefa niðurstöður
rannsóknarinnar vísbendingar um inn-
lendar háskólagreinar sem kenndar eru
við fleiri en einn háskóla.
Þó rannsóknir á ávinningi náms séu
frjótt rannsóknarefni erlendis hafa íslensk-
ir fræðimenn ekki lagt mikla áherslu á
þetta efni. Þó ber að nefna rannsókn Finn-
boga Rafns Jónssonar og Þórólfs Matthías-
sonar (2006) sem skoðuðu fjárhagslegan
ávinning af menntun á íslandi á árunum
1985 til 1999. Höfundar telja því að þessi
rannsókn sé ákveðið nýmæli í íslensku
rannsóknarumhverfi.
Rikis- og einkaskólar
Talsmenn einkaskóla halda því oft fram
að þeir afkasti meiru en ríkisskólar með
minni tilkostnaði og séu því betri en ríkis-
skólar (Figlio og Stone, 2000). Einkaskólar
standi framar en ríkisskólar þegar kemur
að rekstri þar sem kostnaður á hvern nem-
anda sé lægri (Jimenez og Lockheed, 1995).
Það gæti svipt þjóðir ódýrari og áhrifa-
ríkari leið að menntun að hindra vöxt
einkaskóla (Bedi og Garg, 2000). Ástæður
fyrir þessu eru almennt taldar tvær. Fyrir
það fyrsta er einkageirinn viðkvæmur
fyrir samkeppni og því verða einkaaðilar
að huga meira að gæðum vöru sinnar en
ríkisstofnanir. í öðru Iagi er auðveldara
fyrir einkaaðila að hafa áhrif á gæði vöru
sinnar en aðila í ríkisgeiranum sem eru
heftari sökum lögfræðilegra og stjórn-
málalegra þvingana (Dronkers og Robert,
2008). Nýlegri rannsóknir hafa þó dregið
gæði einkaskóla í efa og jafnvel gefið til
kynna að yfirburðir einkaskóla fram yfir
ríkisskóla séu engir (Somers, McEwan, og
Willms, 2004; Dronkers og Avram, 2010;
142