Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 157

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 157
Hefur val á skóla og námsárangur áhrif á íslenskum vinnumarkaði? 9,8% hærri laun. Hugsanlega má rekja það til þess að nemandi úr einkaskóla var ekki metinn hæfari en nemandi úr ríkis- skóla (tilgáta 1). Þetta stangast á við fyrri rannsóknir sem hafa sýnt að nemendur úr einkaskólum njóti fjárhagslegs ávinn- ings á vinnumarkaði umfram nemendur úr ríkisskólum (Brewer o.fl., 1999; James o.fl., 1989; Weisbrod og Karpoff, 1968). Hugsanleg skýring á þessum launamun er „líkur mér"-áhrifin (Tsai o.fl., 2011) þar sem mannauðsstjórar sem lokið höfðu síðustu gráðu sinni í HÍ voru reiðubúnir að bjóða nemanda úr HÍ 8,8% hærri laun. Mögulegt er að þeir þátttakendur hafi látið líkur mér-áhrifin lita launatilboð sitt þar sem þeir hafi metið viðkomandi umsækj- anda á jákvæðari hátt í ljósi sameiginlegs bakgrunns þeirra (Anderson og Shackle- ton, 1990). Það þótti einnig áhugavert að sjá að þeir sem lokið höfðu síðustu gráðu sinni annars staðar en í HÍ eða HR vildu bjóða nemanda úr HÍ 11,1% hærri laun en nemanda úr HR. Þar sem Háskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1998 er um tiltölulega ungan skóla að ræða í saman- burði við Háskóla íslands sem á sér yfir hundrað ára sögu og er með traustar rætur í íslensku samfélagi. Hugsanlegt er að hér á landi sé ímynd og orðspor einkaskóla ekki eins rótgróið í hugum fólks og víða erlendis þar sem staða nemenda sem lokið hafa námi frá virtum einkaskólum er séð í hagstæðara ljósi (Stevans og Sessions, 2000). Hugsanlegt er að þess vegna meti þátttakendur nemendur úr HR ekki hæfari en þá sem koma frá HÍ. Niðurstöður sýndu að meðaleinkunn umsækjanda hefur mikil áhrif á mat þátt- takenda á þeim. Mannauðsstjórar mátu umsækjanda með háa meðaleinkunn hæf- ari, voru líklegri til að boða hann í atvinnu- viðtal og líklegri til að ráða hann. Líkt og tilgáta þrjú spáði fyrir um var umsækj- andi með háa meðaleinkunn (8,5) metinn hæfari í umrætt starf en umsækjandi með lága meðaleinkunn (6,5). Það er í sam- ræmi við fullyrðingu Baird (1985) um að atvinnurekendur telji að einkunnir hjálpi sér við að meta hverjir muni standa sig vel í starfi. Það er einnig í samræmi við niður- stöður rannsóknar Oliphant og Alexander Iii (1982) en í henni voru umsækjendur með háa meðaleinkunn metnir hærra en þeir sem voru með lága meðaleinkunn. Enn fremur sýndu niðurstöður Jones og Jackson (1990) að þeir sem voru með háar einkunnir töldu sig vera betur búna undir fyrsta starf sitt. Það er þó vert að velta fyrir sér hvort það felist endilega í hærri ein- kunnum, eins og Miller (1998) benti á, eða hvort þarna sé að verki hin mjúka færni, eins og regluleg mæting, mikill undirbún- ingur og agi sem skilar hæfari einstaklingi. Þó að umsækjandi með háa meðal- einkunn væri metinn hæfari en umsækj- andi með lága meðaleinkunn reyndust þátttakendur ekki vera tilbúnir að bjóða honum hærri laun. Tilgáta fjögur var því ekki studd. Það er í samræmi við rann- sókn Thorson (2005) sem sýndi að meðal- einkunn hafði ekki áhrif á tekjur. Þessar niðurstöður eru hins vegar í mótsögn við niðurstöður Weisbrod og Karpoff (1968) sem sýndu að tekjur jukust eftir því sem árangursröðun í bekknum fór hærra. Þetta stangast einnig á við fleiri rannsóknir sem hafa sýnt fram á fjárhagslegan ávinning til handa þeim sem eru með háa meðal- einkunn (Jones og Jackson, 1990).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.