Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 158
Kári Kristinsson, Tinna Dahl Christiansen og Friórik Eysteinsson
Líkt og tilgátur fimm og sex gerðu ráð
fyrir reyndust þátttakendur vera líklegri til
þess að bjóða umsækjanda með háa rneðal-
einkunn í atvinnuviðtal og einnig líklegri
til að ráða hann. Það er í samræmi við nið-
urstöður úr rannsókn Thoms o.fl. (1999)
þar sem meiri líkur voru á atvinnuviðtali
ef ferilskrá sýndi háa meðaleinkunn. Enn-
fremur sýndi rannsókn Oliphant og Alex-
ander Iii (1982) að mannauðsstjórar mátu
ferilskrár sem sýndu góðan námsárangur
hæst. Ut frá niðurstöðum virðast mann-
auðsstjórar því styðjast við meðaleinkunn
í ráðningarferlinu líkt og Baird (1985) hélt
fram.
Takmarkanir og frekari rannsóknir
Spurningalistinn var lagður fyrir rafrænt
og er því mögulegt að aðstæðubundnar
skekkjur hafi verið til staðar við svörun.
Mögulega hefði verið betra að leggja hann
fyrir á pappír en það hefði þó verið tíma-
frekt og sennilega kornið niður á svarhlut-
fallinu. Þátttakendur voru einungis beðnir
að meta einn umsækjanda. Það kann að
hafa haft áhrif á mat þeirra þar sem þá
skorti samanburð eins og tíðkast í raun-
verulegu ráðningarferli. Einnig er vert að
benda á að í þeim tilfellum sem tilgátur
stóðust sýndu útreikningar á áhrifastærð
að skýringarhlutfall var lítið/miðlungs (r
= 0,23-0,32). Þar sem mannauðsstjórarnir
höfðu frekar litlar upplýsingar til að meta
umsækjendur, þ.e.a.s. ferilskrá en ekki
viðtöl, er hætta á að matsvillur á raun-
verulegri hæfni umsækjenda séu til staðar.
Þetta gæti t.d. leitt til þess að merkjagjöf
(e. signalling) hafi haft meiri áhrif en ella
(Harmon, Oosterbeek, Walker, 2003).
Þar sem skoðuð voru 300 stærstu fyrir-
tækin á íslandi þarf ekki að vera að niður-
stöðurnar eigi við um minni fyrirtæki. Þó
skal bent á að minni fyrirtæki hafa sjaldn-
ast sérhæfðan einstakling í starfsmanna-
ráðningum.
Þar sem þessi rannsókn sneri einungis
að nýútskrifuðum viðskiptafræðingi frá
HÍ eða HR væri áhugavert að víkka rann-
sóknina út og skoða hvort val á öðrum
skólum og námsárangur hafi áhrif á
ráðningar og launakjör. Þá væri til dæmis
hægt að taka fyrir Háskólann á Akur-
eyri eða Háskólann á Bifröst. Einnig væri
áhugavert að hafa umsækjendur af báðum
kynjum. Ennfremur væri vert að skoða
önnur fræðasvið og sjá hvort til dæmis
nemendur í lögfræði, tölvunarfræðum
eða sálfræði séu metnir eins og viðskipta-
fræðingar. Loks væri fróðlegt að rannsaka
hversu há meðaleinkunn þarf að vera til
þess að hafa áhrif á mat þátttakenda. Þær
niðurstöður myndu veita nemendum inn-
sýn í það hvort fyrsta einkunn nægði til
þess að fá hagstæðara mat.
Ut frá niðurstöðum þessarar rannsókn-
ar er ljóst að nemendur úr ríkisskólum eru
sfður en svo verr settir en nemendur úr
einkaskólum þegar komið er út á vinnu-
markaðinn. Nemendur úr ríkisskólum
eru hvorki metnir óhæfari né síður ráðnir.
Auk þess njóta þeir fjárhagslegs ávinnings
umfram nemendur úr einkaskólum. Þetta
verða að teljast jákvæðar niðurstöður því
að ekki hafa allir efni á að greiða há skóla-
gjöld fyrir nám í einkaskólum. Því ættu
tækifæri til menntunar að vera nokkuð
jöfn fyrir alla óháð fjárhagslegri stöðu.
Hvort betri kennsla fæst í einkaskólum
skal hins vegar ósagt látið og væri það
efni í viðameiri rannsókn. Þessi rannsókn