Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 167

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 167
Aðgengi 4-5 ára leikskólabarna að barnabókum og stafrænum miðlum á heimilum sínum börnum aðgengi að barnaefni. Þekking á barnaefni getur umbreyst í menningarauð ef börn öðlast háa félagslega stöðu vegna hennar, en há félagsleg staða vegna þekk- ingar á menningarefni er skilyrði sem Bo- urdieu (1977,1990) setur fyrir því að hún geti kallast menningarauður. Um leið og barnaefnið að heiman getur reynst menn- ingarauður er það uppspretta þekkingar sem ung börn tileinka sér til þess að öðlast skilning á sjálfum sér og umheiminum (Hunt, 2004). Marsh (2006a) telur aðgengi barna að barnaefni á heimilum vera forsendu þekk- ingarsköpunar þeirra og samkvæmt nið- urstöðum Richner og Nicolopoulo (2001) er barnaefni jafnframt skoðanamyndandi, til dæmis mótar það hugmyndir barna um kvenmennskur (e. femininity) og karl- mennskur (e. masculinity). Niðurstöður Richner og Nicolopoulo (2007) sýna enn fremur að fjögurra ára börn geta lagt mat á eiginleika, líðan og aðstæður sögupers- óna. Þórdís Þórðardóttir (2012a, 2012b) komst að sömu niðurstöðum um íslensk 4-5 ára börn sem auk þess lýstu útliti, hneigðum og tengslum sögupersóna sem þau þekktu. Aðgengi barna að barnaefni tengist habitus myndun þeirra vegna þess að þegar þau bera inntak þess saman við raunverulegar upplifanir, í samræðum og leik eru þau samtímis að byggja upp habi- tus og læra að staðsetja sig í hóp (Þórdís Þórðardóttir, 2012a, 2012b). Habitus er sá hluti iðjukenningarinnar sem mest hefur verið notaður til að auka skilning á því hvernig notkun heimila á menningar- og afþreyingarefni skapar ólíkan skilning, smekk og áhuga barna á slíku efni (Bourdieu, 1977, 1984, 1990, 1993; Bourdieu og fl.1999 og Brooker, 2002). Bourdieu o.fl. (1999) segja notkun heimila á menningar- og barnaefni vera mikilvægan þátt í mótun fjölskylduhabi- tusa sem taldir eru myndast í samhengi við val heimila á menningarefni og hafa áhrif á velferð barna í skólum. Habitus má lýsa sem nokkurs konar innri leiðarvísi um viðbrögð við daglegum áreitum og sem innbyggðum hneigðum eða afrakstri skilyrða, upplifana og reynslu sem með tímanum renna mönnum í merg og bein (Bourdieu, 1993). Dæmi um birtingarform fjölskylduhabitusa eru lestrarvenjur og neysla á sígildu barnaefni og afþreyingar- efni á heimilum (Bourdieu, 1984; Brooker, 2002). í þessari rannsókn var sjónum beint að magni og margbreytileika barnaefnis á heimilum barna í fjórum Ieikskólum í Reykjavík og athugað hvort greina mætti vísbendingar um ólíka fjölskylduhabitusa þátttakendanna eftir því hvaða barnaefni var til á heimilum og hvernig það væri notað. Aðferð Rannsóknin er byggð á spurningakönnun til 115 foreldra Ieikskólabarna í Reykjavík sem lögð var fyrir þá sumarið 2007. Úrtak Þáttakendur voru valdir í samræmi við markmið rannsóknarinnar. Til viðbótar við þá tvo leikskóla sem tóku þátt í allri rannsókninni var tveimur bætt við til að auka breiddina í gögnunum. 165
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.