Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 171
Aðgengi 4-5 ára leikskólabarna að barnabókum og stafrænum miðlum á heimilum sínum
um tíðni upplestra sem gæti hér verið vís-
bending um að sumir þessara foreldra lesi
oft fyrir börn sín en aðrir sjaldan.
Barnabókaeign á heimilum barna
Spurt var um fjölda barnabóka á heimili
og boðið upp á nokkra valkosti. Svörin má
sjá á 4. mynd.
Á 4. mynd sést að 63% (51) foreldra
sögðu að á heimilum þeirra væru fleii'i en
40 barnabækur sem var hæsti valkostur í
spurningalistanum. Tólf heimili eiga 10
bækur eða færri og þrjú heimili eru án
barnabóka. Því meiri sem barnabókaeign-
in er, því meira er lesið fyrir börnin y} =
66,331. p< 0,005.
Lesnar barnabækur. Til þess að fá mynd
af því hvaða bækur voru helst lesnar
fyrir börnin voru 16 lestrarbreytur þátta-
greindar. Áreiðanleikastuðull þeirra er a
= 0,835. Beitt var leitandi (e. exploratory)
þáttagreiningu og meginhlutagreiningu
(e. principal components analysis). Skriðu-
próf var notað til að ákvarða fjölda þátt-
anna.
Fram kom að fjórir þættir útskýrðu
63,30% af dreifingu upplestra foreldra
fyrir börn sín. Prinsessuævintýri útskýrðu
31,25% af dreifingu, þjóðsögur og sígildar
bækur 14,75%, sígildar barnabækur 9,80%
og teiknimyndasógur 7,50%.
Niðurstöðurnar má túlka þannig að for-
eldrar sem lesa Öskubusku fyrir börn sín,
séu líklegir til að lesa Þyrnirós, Mjallhvít og
Litlu hafmeyjuna. Þeir sem lesa Gilitrutt og
Línu langsokk eru líklegir til að lesa bæði
fleiri þjóðsögur og sígildar barnabækur.
Þeir sem lesa sígildar barnabókmenntir
eins og Ronju ræningjadóttur, Lottu og
Palli var einn í heiminum eru líklegir til að
lesa fleiri bækur eftir viðurkennda barna-
bókahöfunda eins og Astrid Lindgren og
Thorbjörn Egner en ekki þjóðsögur. Þeir
sem lesa teiknimyndasögur eru líklegir til
að lesa Tomma og Jenna, Andrés Önd og
fleiri slíkar sögur.
Bókiðja. Foreldrar voru beðnir að merkja
við 8 atriði í tengslum við upplestur og
bækur sem börnin höfðu gaman af. Merkja
mátti við fleiri en einn lið. Niðurstöðurnar
sýna að 90% foreldranna töldu börn sín
hafa gaman af hlusta á sögur og láta lesa
fyrir sig auk þess sem þau stunduðu ým-
isskonar iðju tengdri bókum og lestri eins
og fram kemur í 2. töflu.
2. tafla. Bókiðja: Ánægjuleg atriði tengd bóklestrí
Bókiðja: Drengir Telpur Alls
Börnin hafa gaman af:
Hlusta á fullorðna segja 33 40 73
sögur
Láta lesa fyrir sig 34 39 73
Skoða bækur 32 34 66
Segja sögur frá eigin 26 32 58
brjósti
Teiknimyndasögum 32 15 47
Lesa sjálf 17 15 32
Skoöa blöð 20 10 30
Annað 9 3 12
N = 81
í 2. töflu sést að flest börnin höfðu
gaman af athöfnum sem tengjast bókum
og lestri. En 12 foreldrar svöruðu öðru og
sögðu að börnin hefðu gaman af að semja
eigin sögur og hlusta á sögur sem foreldr-
arnir spinna upp. Fleiri drengir en telpur
höfðu gaman af teiknimyndasögum að
mati foreldranna, x2 = 17,827 og p < 0,001
169