Orð og tunga - 01.06.1997, Side 22

Orð og tunga - 01.06.1997, Side 22
10 Orð og tunga Höfundar Orðabækur Útgáfa Útgáfuár Einkur Jónsson Oldnordisk Ordbog 1863 Johan Fritzner Ordbog over det norske Sprog 1867 Johan Fritzner Ordbog over det norske Sprog 2. 1883-1896 Cleasby-Vigfússon An Icelandic-English Dictionary 1874-1876 Björn Halldórsson Lexicon Islandico-Latino-Danicum 1814 Jón Þorkelsson Supplement til islandske Ordboger 1. 1876 Jón Þorkelsson Supplement... Anden samling 1879 Jón Þorkelsson Supplement... Tredje samling 1890-1894 Jón Þorkelsson Supplement... Fjerde samling 1899 Konráð Gíslason Dönsk orðabók með ísl. þýðingum 1851 Jónas Jónasson Ný dönsk orðabók 1896 Geir Zoega Islenzk-ensk orðabók 1904 Geir Zoega Islenzk-ensk orðabók 2. 1922 Sveinbjöm Egilsson Lexicon poeticum 1860 Sveinbjöm Egilsson Lexicon poeticum 2. 1913-1916 Jón Olafsson Orðabók íslenzkrar tungu 1912-1915 Tafla 1: Orðabækur sem stuðst var við við gerð Blöndalsorðabókar Þá er næst að nefna orðabók Björns Halldórssonar. Til hennar var safnað í lok 18. aldar en hún var ekki gefin út fyrr en 1814 að höfundi látnum. Skýringamálið var bæði latína og danska. Þessi bók var rækilega nýtt í Blöndalsbókenda telur Sigfús hana hafa verið brautryðjendaverk sem höfundar fornmálsorðabókanna hafi leitað til, einkum um yngra mál. Þess má geta að bæði í orðabók Eiríks og þeirra Cleasbys og Guðbrands er dálítið um orðaforða samtímans einkum þó í hinni síðarnefndu. Jón Þorkelsson gaf út lítið orðakver árið 1876 sem hann nefndi Supplement til islcmdske Ordbpger. Það átti að fylla upp í göt í orðabók Fritzners annars vegar og þeirra Cleasbys og Guðbrands hins vegar eða gefa betri og fyllri upplýsingaren þar var oft að finna. Nokkrum árum síðar eða 1879 sendi hann frá sér viðbót við þetta kver, Anden Samling, en nú sem rúmlega 600 síðna bók. Jón tekur fram í formála að mestur hluti þeirra orða sem tekin séu með í bókina komi ekki fyrir í eldri orðabókum. Hluta þeirra sé þar að finna en þá í annarri merkingu eða í öðrum myndum. Af heimildaskrá sést að enn er Jón fyrst og fremst að bæta fornmálsorðabækur. Þriðja safn Jóns kom út á árunum 1890-1894 og eru nú í heimildaskrá fyrst og fremst rit yfir yngra mál, þ.e. frá því að orðabók Björns Halldórssonar kom út og fram á daga Jóns, og enn eru í fjórða safni viðbætur en það kom út 1899. Af lauslegum samanburði að ráða virðist talsvert hafa verið notast við þriðja safn Jóns í Blöndalsbók. Skýringar eru víða samhljóða og notkunardæmi oft fengin úr sömu heimild og af sömu blaðsíðu. Þetta er þó ekki algilt, oft er skipt um dæmi og alls ekki alltaf til bóta. í formálanum getur Sigfús fyrrgreindra bóka en segir að almenningur hafi saknað sárt íslenskrar orðabókar um aldamótin og að viðbætur Jóns Þorkelssonar hafi aðeins bætt að hluta þann skort. Því hafi þau hjón ráðist í orðabókargerð. Þau virðast í upphafi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.