Orð og tunga - 01.06.1997, Side 33

Orð og tunga - 01.06.1997, Side 33
Gunnlaugur Ingólfsson: Mállýskuorð Sá sem ætlaði sér að rannsaka staðbundið orðafar, orð og merkingar í orðabók Blöndals þyrfti að taka sér ríflegt frí frá öðrum störfum á meðan. Hann yrði að lesa allt verkið og tína út þau atriði sem þar eru talin sérmál héraðs, sýslu eða sveitar og væri slíkt verk eitt ærið. Þetta efni þyrfti svo að bera saman við allar tiltækar heimildir um staðbundið orðafar. Ef hann vildi svo forvitnast um hvernig þessum málum væri háttað nú í okkar kynslóð, yrði hann að takast á hendur ferðalög með ærnum tilkostnaði og erfiði sem því fylgir því að samgöngur hér á landi hafa löngum verið örðugar, og eru enn þó að bílaöld hafi staðið nú í nokkrar kynslóðir. Til undirbúnings þessa pistils hefur slíkt verk ekki verið unnið en þess í stað freistað að gera nokkra grein fyrir aðföngum Sigfúsar í þann þátt orðabókarinnar sem lýtur að staðbundnu orðafari og drepið á tvær athuganir sem gerðar hafa verið með samanburði við orðabók Blöndals. Einnig verður vikið að viðhorfi Sigfúsar Blöndals sjálfs til þessa þáttar í orðabókarverkinu. I formála að orðabókinni gerir Sigfús m.a. grein fyrir því orðafari sem hann hefur safnað úr mæltu máli og auðkennt sérstaklega, þ.e.a.s. talmáli og alþýðumáli, sem hann nefnir svo, og orðafari, orðum, merkingum og orðatiltækjum, sem bundin eru tilteknum svæðum. Sá sem blaðar um stund í orðabók Blöndals, grípur niður í hana hér og hvar eða notar um skeið rekst fljótlega á ýmsar skammstafanir við einstök orð og merkingar. Hann finnur þar t.d. styttingar eins og Af., Hún. og Vestm. og sér í styttingaskránni aftan við heimildaskrána að þetta þýðir Austfirðir, Húnavatnssýsla og Vestmannaeyjar. Ef betur er að gáð sést að þessar skammstafanir ná yfir allt landið, ef svo má segja, þ.e. landsfjórðunga alla, flestar sýslur, mörg héröð, einstakar sveitir og kaupstaði.1 Sigfús getur þess í formálanum að frá upphafi orðabókarverksins hafi hann lagt sig fram um að safna orðum úr mæltu máli. í Kaupmannahöfn hafi hann haft kynni af fólki úr öllum landshlutum og safnað á þeim vettvangi talsverðu af slíku efni, einnig hafi hann átt bréfaskipti við vini og kunningja og nefnir þar sérstaklega gamlan vin og skólabróður, Guðmund Bjömson landlækni, sem haft hafi mikinn áhuga á orðabókarverkinu frá upphafi og miðlað sér umtalsverðu efni úr mæltu máli. 'Raunareru nefndir fleiri staðir í meginmáli bókarinnaren fram kemur í styttingaskrá, t.d. Kjalames og Fljót sem reyndarer ekki skammstöfun en ætti engu að sfður heima í skránni. 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.