Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 51

Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 51
Jón Hilmar Jónsson: Til bragðbætis: Um dæmi og dæmanotkun 39 u.þ.b. 70 blaðsíður og þar með því sem næst 7% af texta bókarinnar í heild. Ætla má að slíkt sýnishorn dugi til að leiða í ljós öll megineinkenni, og á grundvelli þess má einnig, með sjálfsögðum fyrirvörum, áætla heildarfyrirferð dæma og einstakra dæmategunda. Þó að greint sé á milli heimildardæma með heimildartilvísun og ritstjórnardæma (tilbúinnadæma) verður að hafa í huga að skilin geta í raun verið óljósari en við blasir í fljótu bragði, því að ritstjórnardæmi eru oft samin með hliðsjón af heimildardæmum (einfölduð eða stytt heimildardæmi) og heimildardæmi sem skortir tilvísun til heimildar getur komið notendum fyrir sjónir sem venjulegt ritstjórnardæmi. I orðabók Blöndals eru báðar þessar gerðir fyrirferðarmiklar. Og reyndar koma fram dæmi sem segja má að séu á mörkum þessara tegunda, þegar aðeins er vísað til málsvæðis þar sem tiltekin notkun eða merking er þekkt: jeg skal gefa þjer hjema blínu fyrir skóinn þinn (ASkaft.) það bosar í sporin, Fodsporene udviskes af Rendfog (Breiðd.) Hér verður þó ekki gert ráð fyrir slíkum dæmum sem sérstökum flokki heldur litið á þau sem ritstjórnardæmi með það í huga að beina heimildartilvísun skortir. Annars blandast saman heimildardæmi með beinni vísun til heimildar, dæmi eins og þessi: Skipasiglurber í klettahjallana (JTrHeið. I. 5) að brottför Sigrúnar hefði verið gjör til bekkni við (for at fortrædige) þá feðga (JThMk. 301) og dæmi sem engin heimild er við og ætla má að samin séu af ritstjóranum til stuðnings efnisatriðum greinarinnar og þeim skýringum sem hann setur fram: vagninn er ofveikur til að geta borið svo þunga byrði þrettándann ber í ár upp á miðvikudag hjer hefur ekki verið beitsælt í vetur Með hliðsjón af því sem ég sagði áðan er svo eðlilegast að líta á málshætti sem þriðju tegundina. Sú heimild sem þar er tilgreind hefur vitaskuld allt annað gildi en ritheimild um notkun orðs í frjálsu samhengi. Á hinn bóginn getur málsháttur heldur ekki talist endurspegla dæmigerða notkun eða einstakt notkunartilvik: betri er beiskur sannleiki en blíðmál lygi (GJ.) frítt er að búa áfögrum vang, en betra samt á bjargvænum stað (SchMál.) blíðyrðum er blekkingarhætt Fróðlegt er að athuga fyrirferð þessara þriggja tegunda í stafkaflanum b:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.