Orð og tunga - 01.06.1997, Page 81

Orð og tunga - 01.06.1997, Page 81
Krístín Bjarnadóttir: Allravagn og aðgöngumiðaokrari 69 blálbakki ... ...-barningur [...] m. stræng Roning el. Krydsning imod Vinden (jfr. bamingur). barningur (-s, -ar) [...] m. 1. (róðurgegn vindi) anstrængende Roen mod Vinden; lemja barninginn, ro mod Vinden; meðan Tobías lamdi andviðris- blá-baminginn svo honum lá við spreng (Eimr. III. 108). annesjafljóð [...] n. Kvinde fra afsides Næs (JÁÞj. II. 440). Þarna er m.a.s. gengið nokkuð langt í að sýna virka samsetningu eins og sjá má af því að dæmið um andviðrisblábaming er undir bamingur, en hvorki undir blábamingur né andviðrisblábarningur. Bæði orðin eru klárlega dæmi um virkar samsetningar og heimildir eru gefnar. En er alveg víst að orðið aðgöngumiðaokrari sé dæmi um virka orðmyndun? Getur ástæðan fyrir því að orðið er haft með verið einhver önnur en það sem hér hefur verið talið? Mér kemur þrennt í hug sem vert er að skoða: • Getur verið að þetta hafi verið einhver ákveðin ein gerð af aðgöngumiðaokrara, þ.e. að lagður hafi verið annar skilningur í orðið fyrir sjötíu árum en við gerum nú? M.ö.o. er orðið merkingarlega lesgert? Víst er að athuga þarf öll slík orð vandlega, sérstaklega þegar verið er að fást við annað en samtíma orðabókarmannsins. • Annað atriði, sem gæti orðið til þess að merkingarlega reglulega myndað samsett orð ætti erindi í orðabók (ef það er tekið gilt að algjörlega fyrirsegjanleg orð eigi þangað ekki erindi), er að formið sjálft sé ekki fyrirsegjanlegt, þ.e. að um orðhlutafræðilega lesgervingu sé að ræða. Um það er ekki að ræða í þessu orði og þetta fyrirbæri ætla ég ekki að ræða nánar hér. • I þriðja lagi getur verið að orðið sé uppflettiorð vegna þeirrar tilhneigingar sem stundum gætir í tvímálaorðabókum að verið sé að koma þýðingarorðinu að. Er það erlenda orðið sem kallar á íslenska uppflettiorðið? Vandamálið við virkar samsetningar í orðabókum, sem eru þar í þeim tilgangi einum að sýna þýðingarorðið, er að fólki dettur yfirleitt ekki í hug að leita þeirra, einfaldlega vegna þess að flettiorðin eru tilbúin til að koma þýðingarorðinu að. I tvímálaorðabókum getur hins vegar verið full ástæða til að hafa virkar samsetningar með þegar þörf er á þýðingarinnar vegna, ef orðabókarmaðurinn metur það svo að notandi bókarinnar sé líklegur til að fletta orðinu upp! Við mat á þessu skiptir þess vegna máli hverjum bókin er ætluð. Mér er það mjög til efs að nokkur maður finni orðin aðgöngumiðaokrari, aðstoðar- andi ‘hjælpende Aand’, almúgaskraddari ‘Bondeskrædder’, Alpaklifraric&á Alpaklifr- andi ‘Alpebestiger’ og aukasjóliðsforingi ‘Viceadmiral’, nema sá sem les orðabækur spjaldanna á milli sér til ánægju, nú og svo þeir sem reyna að keyra saman flettulista í tölvu og rekast þannig á orðin vegna þess að þau er hvergi annars staðar að finna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.