Orð og tunga - 01.06.1997, Page 84

Orð og tunga - 01.06.1997, Page 84
72 Orð og tunga því ljóst að bókin hefur verið hugsuð sem heimild um nútímamálið sem aðskilið frá fornmálinu. Hún er því gerð í sama anda og málfræðibók Valtýs Guðmundssonar um Islandsk Nutidssprog (1922). Það var bæði pólitísk og fræðileg nauðsyn að árétta tilvist íslensku sem nútímatungumáls, og þar var framburðurinn ekki síst mikilvægteinkenni, því að oft er sagt að íslenskt fornmál og íslenskt nútímamál séu sama ritmálið, en framburðurinn ólíkur. Bókinni hefur verið ætlað að vera eins traust heimild og unnt var um þessa nútímatungu. (A bls. XI stendur: „Ordbogens Hensigt er at give et Overblik over det islandske Sprogs Ordforraad i Nutiden, baade i Skrift og Tale.“) En þrátt fyrir það sem Blöndal segir um hið daglega líf er bókin frekar sniðin að þörfum vísindanna en alþýðunnar. 2 Hljóðfræðirannsóknir þess tíma í inngangi að grein sinni (sem samtals er 14 síður í broti Blöndalsorðabókar) gerir Jón stutta grein fyrir fyrri athugunum á íslenskri hljóðfræði. Hann byrjar á ritgerð Konráðs Gíslasonar um íslenska stafsetningu í öðrum og þriðjaárgangi Fjölnis, en minnist einnig á athuganir Bjöms M. Olsen í ritdómi um bók um íslenska málfræði eftir William nokkurn Carpenter. (Þessi ritdómur birtist í tímaritinu Gennania, Neue Reihe XV (XXVIII), bls. 257 o. áfr.) Einnig vitnar hann í sýnishorn Sveinbjarnar Sveinbjömssonar í Le Maitre Phonétique frá 1894 og hljóðlýsingu Valtýs Guðmundssonar í málfræðibók hans frá 1922. Hann greinir einnig stuttlega frá rannsóknum erlendra fræðimanna á íslensku hljóðkerfi, en telur að enn vanti talsvert á að íslenskt hljóðafar sé rannsakað til hlítar. Meðal þeirra sem Jón nefnir af erlendum fræðimönnum eru helstu jöfrar vísindanna á þeirri tíð, Otto Jespersen og Henry Sweet (A Handbook of Phonetics). Hann nefnir að í bók Johans Storm, Englische Philologie (2. útg. I, bls. 235 o. áfr.) sé að finna gagnlegar viðbætur við það sem Henry Sweet segir í sinni bók. Enn fremur vitnar hann til manns að nafni H. BUrgel Goodwin, sem skrifaði tvær greinar í tímaritið Svenska Landsmál 1905 og 1908. Jón telur að í þessum greinum Burgel Goodwins séu margar gagnlegar athuganir, þrátt fyrir allmargar áberandi villur og misskilning. Ekki verður annað séð en Jón hafi kynnt sér ílest það sem um efnið hafði verið skrifað áður og verið vel að sér í fræðunum að þeirra tíma hætti. Hann segist einnig hafa haft samráð við Stefán Einarsson sem um þessar mundir var að hefja rannsóknir á íslenskri hljóðfræði, sem áttu eftir að birtast í bók hans Beitrage zur Phonetik der islandischen Sprache 1927. 3 Hljóðritunarkerfið Þau hljóðritunartákn sem Jón notar eru að ýmsu leyti framandi í augum þeirra sem vanir eru nútíma hljóðritun, en munurinn er einfaldur og fljótlegt er að tileinka sér kerfið, sérstaklega ef menn þekkja gríska stafrófið, sem að vísu er ekki svo ýkja algengt nú. Það hefur þó verið mun algengara þegar bókin kom út, á meðal þeirra sem á annað borð notfærðu sér orðabækur. Sigfús Blöndal gerir grein fyrir tilurð þessa kerfis á bls.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.