Orð og tunga - 01.06.1997, Qupperneq 85
Kristján Ámason: Hljóðfræðiathuganir Jóns Ófeigssonar
73
IX í inngangi. Þar segir hann að hann hafi sjálfur gert fyrstu drög að hljóðritunarkerfi
sem hann byggði á athugunum Henry Sweet, en að það hafi reynst allt of ófullkomið.
Hins vegar hafi viljað svo vel til að aðalsamverkamenn hans, Jón og Holger Wiehe,
hafi haft góða innsýn í þessi mál og verið áhugasamir um hljóðfræði. Jón tók þessi
mál að sér, að sögn Sigfúsar, og í samvinnu við Wiehe urðu til hér í Reykjavík drög
að hljóðritunarkerfi til notkunar í bókinni. Þetta kerfi tók Sigfús með sér utan og sýndi
tveimur fræðajöfrum, þeim Otto Jespersen í Kaupmannahöfn og Mariusi Hægstad í
Kristjaníu. Þeir gerðu gagnlegar athugasemdir sem tekið var tillit til.
3.1 Sérhljóð
Sérhljóðatáknin í þessu kerfi eru í stóruin dráttum þau sömu og tíðkast nú til dags í
hljóðfræðiumfjöllun.1 Táknin eru sýnd í 1. töflu:
[i, y, i, y, 0, e, ö, a, o, ou, u]
Dæmi um hljóðritun:
hugur. [hY:q0p]
hugir. [hYy:jip]
flugum-. [flY:q0m]
góður. [gou:ð0p]
hross: [hpos:]______________
Tafla 1: Sérhljóðatákn
Sú lýsing sem Jón gefur á íslensku sérhljóðakerfi kemur þeim sem alast upp við hljóð-
fræðiathuganir á síðari hluta þessarar aldar ekki á óvart, en þó er rétt að staldra við
einstök atriði. Meðal þess sem nefna má er að Jón notar ‘0’ til að tákna viss dæmi
um það sem nú tíðkast að hljóðrita með [y]. Um þetta segir hann að [0] sé „en lidt
‘fjæmere’ afart af [y], som forekommer i korte tryksvage Stavelser“ (bls. XV) og vitnar
í Johan Storm sér til fulltingis. Hann tekur þó fram að varast beri að ýkja þennan mun
milli [y] og [0], því að e.t.v. sé ekki mikið meiri munur á hljóðgildi þessara tveggja
hljóða en t.a.m. milli [i] í áhersluatkvæði og [i] í áherslulausu atkvæði. Hann tekur
1 Til að lýsa hljóðunum hljóðfræðilega notar Jón aðferð og aðgreinandi þætti sem hann kennir við þá
AlexanderMelville Bell, Henry Sweet og Otto Jespersen. En þeir eru: „h = high, nær; m = mid, mellemst; 1
= low, fjæm; f = front, For-; b = back, Bag-; n = narrow, tynd; w = wide, bred; r = round, mnd; u = unround,
urundet". Þessir mælikvarðar koma heim við greinimörk sem nú em notuð, nema helst „narrow“. Henry
Sweet segir (A Primer of Phonetics. (3rded. 1906:19-20)): „In forming narrow vowels there is a feeling of
tenseness in that part of the tongue where the sound is formed, the surface of the tongue being made more
convex than in natural ‘wide’ shape, in which it is relaxed and flattened." Þessi þáttur gæti að einhverju leyti
virst samsvara þættinum ‘þanið’, sem stundum er notaður í hljóðlýsingum. En þetta kemur þó ekki heim
og saman, því í greiningu Jóns em öll sérhljóðin „narrow“ eða „tynd“, nema a, sem er „wide“ eða „bred“.
Sem kunnugt er em það einungis allra nálægustu hljóðin, í [i] og ú [u] sem talin hafa verið þanin t' yngri
greiningarkerfum.