Orð og tunga - 01.06.1997, Side 85

Orð og tunga - 01.06.1997, Side 85
Kristján Ámason: Hljóðfræðiathuganir Jóns Ófeigssonar 73 IX í inngangi. Þar segir hann að hann hafi sjálfur gert fyrstu drög að hljóðritunarkerfi sem hann byggði á athugunum Henry Sweet, en að það hafi reynst allt of ófullkomið. Hins vegar hafi viljað svo vel til að aðalsamverkamenn hans, Jón og Holger Wiehe, hafi haft góða innsýn í þessi mál og verið áhugasamir um hljóðfræði. Jón tók þessi mál að sér, að sögn Sigfúsar, og í samvinnu við Wiehe urðu til hér í Reykjavík drög að hljóðritunarkerfi til notkunar í bókinni. Þetta kerfi tók Sigfús með sér utan og sýndi tveimur fræðajöfrum, þeim Otto Jespersen í Kaupmannahöfn og Mariusi Hægstad í Kristjaníu. Þeir gerðu gagnlegar athugasemdir sem tekið var tillit til. 3.1 Sérhljóð Sérhljóðatáknin í þessu kerfi eru í stóruin dráttum þau sömu og tíðkast nú til dags í hljóðfræðiumfjöllun.1 Táknin eru sýnd í 1. töflu: [i, y, i, y, 0, e, ö, a, o, ou, u] Dæmi um hljóðritun: hugur. [hY:q0p] hugir. [hYy:jip] flugum-. [flY:q0m] góður. [gou:ð0p] hross: [hpos:]______________ Tafla 1: Sérhljóðatákn Sú lýsing sem Jón gefur á íslensku sérhljóðakerfi kemur þeim sem alast upp við hljóð- fræðiathuganir á síðari hluta þessarar aldar ekki á óvart, en þó er rétt að staldra við einstök atriði. Meðal þess sem nefna má er að Jón notar ‘0’ til að tákna viss dæmi um það sem nú tíðkast að hljóðrita með [y]. Um þetta segir hann að [0] sé „en lidt ‘fjæmere’ afart af [y], som forekommer i korte tryksvage Stavelser“ (bls. XV) og vitnar í Johan Storm sér til fulltingis. Hann tekur þó fram að varast beri að ýkja þennan mun milli [y] og [0], því að e.t.v. sé ekki mikið meiri munur á hljóðgildi þessara tveggja hljóða en t.a.m. milli [i] í áhersluatkvæði og [i] í áherslulausu atkvæði. Hann tekur 1 Til að lýsa hljóðunum hljóðfræðilega notar Jón aðferð og aðgreinandi þætti sem hann kennir við þá AlexanderMelville Bell, Henry Sweet og Otto Jespersen. En þeir eru: „h = high, nær; m = mid, mellemst; 1 = low, fjæm; f = front, For-; b = back, Bag-; n = narrow, tynd; w = wide, bred; r = round, mnd; u = unround, urundet". Þessir mælikvarðar koma heim við greinimörk sem nú em notuð, nema helst „narrow“. Henry Sweet segir (A Primer of Phonetics. (3rded. 1906:19-20)): „In forming narrow vowels there is a feeling of tenseness in that part of the tongue where the sound is formed, the surface of the tongue being made more convex than in natural ‘wide’ shape, in which it is relaxed and flattened." Þessi þáttur gæti að einhverju leyti virst samsvara þættinum ‘þanið’, sem stundum er notaður í hljóðlýsingum. En þetta kemur þó ekki heim og saman, því í greiningu Jóns em öll sérhljóðin „narrow“ eða „tynd“, nema a, sem er „wide“ eða „bred“. Sem kunnugt er em það einungis allra nálægustu hljóðin, í [i] og ú [u] sem talin hafa verið þanin t' yngri greiningarkerfum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.