Orð og tunga - 01.06.1997, Page 87

Orð og tunga - 01.06.1997, Page 87
Kristján Ámason: Hljóðfræðiathuganir Jóns Ófeigssonar 75 [ai, au, ei, ii, oi, Yy(i), ui, öy] Dæmi um hljóðritun: rœlni: [rail ni] átt: [auht] einn: [eid v] stigi: [sd(i)i:ji] logi: [loi:ji] hugi: [hvy(i):ji] múgi: [mui:ji] austur: [öys d0p] Tafla 2: Tvíhljóðatákn hljóðfræðinga að fyrri hluti tvíhljóða sé alltaf langur en síðari hlutinn alltaf stuttur. Hann spyr hvernig eigi þá að útskýra eilífar kvartanir söngkennara yfir því að Islendingar hafi fyrri hluta tvíhljóðanna allt of stutta í söng og að seinni hlutinn byrji allt of snemma. Hann slær því fram hvort lengdinni sé ekki jafnar skipt milli hluta tvíhljóðanna og jafnvel sé það svo að síðari hlutinn sé lengri. I tengslum við umræðu um tvíhljóðin minnist Jón á það að Biirgel Goodwin og fleiri haldi því fram að flest löng áherslusérhljóð (þ.e.a.s. einhljóð) klofni eða verði að tvíhljóðum. Þessu segist Jón hafa veitt athygli í máli einstaka persóna og neitar því ekki að þetta geti gerst þegar orðin eru borin fram hvert fyrir sig, en telur þó ekki að hægt sé að setja þetta upp sem almenna reglu. Hann telur að það að þessi tvíhljóðun er mjög greinileg, þegar hún á annað borð á sér stað, bendi til þess að fyrirbrigðið sé ekki almennt. Tvíhljóðun af þessu tæi hefur verið greind í nútímamáli, og væri fróðlegt að gera athugun á þessu nú og bera saman við athuganir Goodwins og Jóns. Jón minnist ekki á flámælið í þessu sambandi, en eins og kunnugt er er flámælið oft tengt tvíhljóðun hljóðanna [1] og [y] (sbr. Björn Guðfinnsson 1946:64, sem talar um hvarflandi tvíhljóð í þessu sambandi: [ie] og [yö]). Jón virðist hafa litið svo á sem flámælið væri eingöngu lækkun þessara hljóða sem einhljóða. Lýsing Jóns á flámæli (bls. XXVII) er athyglisverð. Hann minnist raunar ekki á orðið flámæli, en segir að talað sé um Suðurnesjamál. Hann bendir á að þessi framburður sé þó ekki bundinn við Faxaflóasvæðið, eins og nafngiftinbendi til, heldurþekkist hann víða á Suðurlandi, sérstaklega við ströndina, og einkum í Austur-Skaftafellssýslu og á Austfjörðum. Hann segir að framburðurinn sé talinn „plebejisk og undgaas af alle dannede Mennesker". Flámælið er að því er Jón telur fyrst og fremst fólgið í því að bera i og u fram sem [e] og [ö]: vinur [ve:n0p], una [ö:na], þ.e.a.s. hálfnálægu hljóðin fjarlægist og hafi tilhneigingu til að falla saman við hálffjarlægu hljóðin. Gagnstæði framburðurinn, þ.e.a.s. þegar e og ö eru borin fram sem [i] og [y], telur hann að stafi af ofvöndun hjá þeim sem aldir eru upp við fyrmefnda framburðinn og eru að reyna að venja sig af honum. Þessi skilningurá því sem kallað hefur verið flámæli á e og ö virðist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.