Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 93

Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 93
Hrefna Arnalds: Danskan í orðabók Sigfúsar Blöndals 81 varð því sú að nota merkinguna sem grunneiningu. Dæmi sem eingöngu þjónuðu þeim tilgangi að lýsa notkun ákveðinnar merkingar og stundum eru óþýdd töldust hluti þeirrar merkingar en dæmi þar sem orðið fékk breytta merkingu eða breytta þýðingu voru talin sem sérstakar merkingar. Með þessu móti urðu þau 470 orð sem ég athugaði að 808 merkingum. 20 merkingar tókst mér ekki að fá nægar upplýsingar um og sleppti þeim því í útreikningum á prósentutölum. Alls gerði ég athugasemdir við 156 merkingar eða tæp 20% allra merkinganna og er það minna en ég átti von á vegna aldurs bókarinnar. Það stangast jafnframt á við þá tilfinningu sem ég fékk við fyrsta yfirlestur úrtaksins. Ég held mér sé óhætt að segja að ég hafi yfirleitt látið Sigfús njóta vafans og athugasemdirnar því orðið færri en ella. Þær athugasemdir sem ég gerði voru: I. Gamaldags II. Úrelt III. Röng þýðing IV. Þýðingu ábótavant V. Vantar merkingu VI. Tilbúið orð, þ.e. orð sem Sigfús (eða aðstoðarfólk hans) hefur búið til VII. Aðrar athugasemdir VIII. Stafsetning Með athugasemdinni gamaldags er átt við að orðið sé nú aðeins notað af eldra fólki en athugasemdin úrelt merkir að orðið sé ekki lengur notað. Oft er það svo að athugasemdin á aðeins við um hluta þýðingar, t.d. þegar merking er þýdd með fleiri en einu orði og hluti þeirra er gamaldags eða úreltur eða gamaldags eða úrelt orð koma fyrir í skýringu á orði. 3 Lítum nú á hvern ofangreindra flokka fyrir sig. I. Gamaldags Af merkingunum fengu aðeins 8 athugasemdina gamaldags og aðrar 8 gamaldags að hluta. Eru þetta 2,04 % af öllum merkingunum. Dæmi um þetta eru:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.