Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Síða 45
TMM 2008 · 2 45
B r é f t i l M á l f r í ð a r
Já, frændi minn og aðrir ættingjar eru ævareiðir. Ég held að þeir hafi
lagt bölvun á mig því mig dreymir illa á hverri nóttu. Venjulega er það
ein og sama manneskjan sem ég heyri og sé í þessum skelfilegu, drauga-
legu draumum, sá hinn sami og á sök á því að ég skrifaði fyrstu bókina.
(Kattarprófessorinn eins og við köllum hann, gamall danskur penna-
vinur minn og ég.) Í draumunum átelur hann mig, afneitar mér. Og mér
hefur þegar verið afneitað af frændum mínum (öllum löngu dauðum),
systur minni (dauðri fyrir hálfu fimmta ári), bræðrum (dauðum),
móður (dauðri í hartnær heila öld), móðurfrænku (dauðri) og föður
(dauðum fyrir nokkrum áratugum).
Þessum persónum og fleirum þykir bók mín óþverri, níð og guðlast.
Þau þurfa ekki einu sinni að lesa bókina, þessi vissa er þeim óyggjandi
sannleikur: bók sem ég hef skrifað hlýtur að vera vond.
Nú hitt og þetta úr gagnrýni (sem var ótrúlega góð): „Bók sem þú
getur ekki lagt frá þér fyrr en þú hefur lesið hana til enda. Skrifuð af
öryggi sem á sér varla hliðstæðu.“ Bókmenntagagnrýnandi skrifar: „Yfir
mýrum Borgarfjarðar, yfir kyrkingslegum birkihríslum, glittir í þjakað
andlit Baudelaire með skáldlegt vísdómsblik í augum. Undursamleg
kona frá Vesturlandi.“ Og annar segir: „Undarleg þjóð hljótum við að
vera sem getum látið eitt besta bókmenntaverk okkar liggja óhreyft niðri
í skúffu í nærri 30 ár.“
Og vinur minn: „Þessi bók er afbragðsgóð.“ Vinkona: „Þetta er algjör
della.“ Segðu mér Gréta litla, hvað finnst þér?“
Hún stingur upp á því að hún þýði hluta bókar sinnar á dönsku þann-
ig að ég geti þýtt á ensku, „og við gefum hana út og verðum tilnefndar
til Pulitzerverðlaunanna sem við skiptum með okkur. En okkur liggur
á. Ég er gömul með slæman hósta. Enginn má vera að því að banka í
bakið á mér þegar ég fæ hóstaköstin, enginn nema einn góður rithöf-
undur en við sjáumst sjaldan nú orðið. Og í nótt var önnur svefnlaus
nótt, eða svo til, en ég er róleg eftir að hafa talað við þig og hlakka til
samstarfs okkar, en þó enn meir til Pulitzerverðlaunanna.“
Hún bætir við tveim eftirskriftum (nokkrum dögum seinna). „Hóst-
inn er horfinn. Ég get lifað í 100 ár eða réttara sagt þar til ég verð 100
ára.“ Og: „Ó nei, frændur mínir eru alls ekkert reiðir. Einn þeirra,
prófessorinn, kom í dag með blóm. Hinir hringja í mig en allir eru
spenntir, dá mig, hefja mig upp til skýjanna (aðeins tveir eða þrír eru
bálvondir en ég nefni þá ekki). Svo sannarlega getum við hlakkað til
Pulitzerverðlaunanna. Það birtast ekki lengur góðir dómar um bókina
mína, voru þeir bara auglýsingabrella?“
Önnur bók hennar er gefin út árið eftir. „Ég sit hér í vaxandi myrkri,“