Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 10
úr 1970 þegar konur fóru í fyrsta sinn að flykkjast út á vinnumarkaðinn, án þess að orsökin væri fjarvistir karla í stríðsrekstri, voru blæðingar kvenna nefndar til sögunnar sem þáttur í því að konum væri ekki treystandi til ýmissa starfa. Það eru ekki einungis mannfræðingar og feministar sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að hugmyndir um fyrirtíðaspennu þarfnist rækilegrar endurskoðunar. Breski læknirinn John Bancroft (1995), sem hefur rannsakað fyrirtíðaspennu um áraraðir og rekið meðferðarstöð fyrir konur staðhæfir að hugtakið fyrirtíðaspenna (hann notar PMS) hafi ekkert klínískt gildi lengur. Það hafi hlotið sjálf- stæða merkingu í málvitund fólks og þegar konur leiti til læknis vegna vandans þá fái þær enga úrlausn vegna þess að þær falli ekki að skilgreiningunni. Þær fari því fullar vonbrigða heim því vissulega hafi eitthvað rekið þær af stað til læknis. Bancroft fullyrðir að áframhaldandi notkun á þessu hugtaki virki gegn frekari þróun þekkingar á vandamálum sem tengjast tíðahring kvenna. Ólíklegt er að horfið verði frá notkun hugtaksins á næstunni því trúlega eru einhverjir sem sjá sér hag í því að nota það áfram (Gurevich, 1995; Laws, 1990). íslenskar athuganir Áhugi minn á fyrirtíðaspennu er sprottinn upp úr farvegi hjúkrunarfræðinnar og hef ég að mestu orðið fyrir áhrifum frá dr. Nancy Woods, prófessor í hjúkrunarfræði við há- skólann í Washington, Seattle, sem jafnframt er forstöðu- maður rannsóknaseturs um heilbrigði kvenna. Dr. Woods hefur verið í fararbroddi í rannsóknum á fyrirtíðaspennu í tæp 20 ár. Áherslur hennar hafa miðast að því að skoða leiðir kvenna til að takast á við þau einkenni sem þær finna' fyrir. Þegar ég kom frá Bandaríkjunum að loknu meistara- prófi árið 1987 hafði einungis ein athugun verið gerð á fyrirtíðaspénnu hér á íslandi og það var lokaverkefni í hjúkrunarfræði (Arnheiður Sigurðardóttir og fl., 1987). Ég hafði áhuga á að fara svipaða leið og farin hafði verið í Bandaríkjunum og Bretlandi og athuga hvort sama mis- ræmi kæmi fram í algengi fyrirtíðaspennu eftir því hvort framhverf eða afturhverf rannsóknaraðferð væri notuð. Afturvirku rannsóknina vann ég með dr. Guðrúnu Mar- teinsdóttur og fengu konurnar senda í pósti lista yfir 20 einkenni og voru beðnar að hugsa um síðustu sex tíða- hringi og merkja við á kvarða frá 1 - 6 hvernig líðan þeirra breyttist í vikunni fyrir blæðingar. Niðurstöðurnar voru þær að 65% þátttakenda sagði líðan sína breytast talsvert fyrir blæðingar og 29% sögðu hana breytast mikið eða mjög mikið (sjá frekar um rannsóknina í Herdís Sveinsdóttir og Guðrún Marteinsdóttir, 1989). Hér á eftir ætia ég að greina frá því hvernig framvirka rannsóknin var unnin og frá hluta af niðurstöðunum. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér rannsóknina frekar er vís- að í aðrar greinar (Sveinsdóttir, Sverrisdóttir, Kristófersdótt- ir, Arnórsdóttir og Þorsteinsdóttir, 1994; Sveinsdóttir, 1997, 1998). Meginmarkmið allra athugana minna á fyrirtíðaspennu hefur verið að lýsa líðan íslenskra kvenna fyrir blæðingar. Framhverf rannsókn á fyrirtíðaspennu Úrtak Skilyrði til þátttöku voru að konan væri á aidrinum 20-40 ára, ekki barnshafandi, ekki með barn á brjósti, hefði hvorki fætt barn (andvana eða lifandi) né misst fóstur á síðustu 6 mánuðum og væri ekki á geð- eða hormóna- lyfjum (getnaðarvarnapillan þó undanskilin). Til þæginda var úrtakið takmarkað við Reykjavík, Hafnarfjörð, Kópavog og Garðabæ. í úrtakinu voru 250 konur sem dregnar voru tilviljanakennt úr þjóðskrá. Áttatíu og tvær (32.9%) upp- fylltu ekki skilyrði til þátttöku og af þeim 168 sem eftir stóðu samþykktu 109 (65.0%) að taka þátt. Mælingar og framkvæmd Til að lýsa líðan kvenna var notuð heilsudagbók Woods (Woods, 1987; Mitchell og fl. 1992), en þar er skeytt sam- an öllum einkennum sem er að finna í þremur algengustu mælitækjum sem notuð hafa verið til að rannsaka einkenni fyrirtíðaspennu (Moos, 1968; Steiner, Haskett og Carroll, 1980; Halbreich, Endicott, Schacht og Nee, 1982). Jafn- framt var bætt við algengum einkennum sem konur finna fyrir en tengjast ekki tíðum sérstaklega. Fimmtíu og sjö einkenni eru á listanum (sjá töflu 1) og voru konurnar beðnar um að merkja við á kvarða frá 0 upp í 4, þar sem 0=finn ekki fyrir þessu og 4=finn mjög mikið til þessa. Ennfremur var konunum gefinn kostur á að bæta við einkennum sem ekki eru á listanum. ítarlegt heilsuviðtal var tekið við allar konurnar þar sem spurt var um minningar þeirra af fyrstu blæðingum, fræðslu og undirbúningi sem þær fengu sem unglingar, reynslu mæðra og systra af blæðingum, viðhorf til blæð- inga, ýmis atriði tengd heilbrigði og heilbrigðisshegðan og almennar upplýsingar. Viðhorf til blæðinga voru metin með spurningalista sem þróaður var af Brooks-Gunn og Ruble (1980). Innbyrðis samræmi þess mælitækis hefur áður mælst frá 0,70 - 0,83 (Herdís Sveinsdóttir, 1991). Samband var haft við allar konurnar 8-12 dögum eftir að blæðingar hófust og var heilsuviðtalið þá tekið við þær. Frekara samband var haft við konurnar reglulega á nokk- urra vikna fresti til að minna þær á að fylla út heilsudag- bókina. Auk mín tók Katrín Blöndal, hjúkrunarfræðingur, þátt í gagnasöfnun. Úrvinnsla á heilsudagbók Þremur aðferðum hefur verið beitt við úrvinnslu heilsu- dagbókarinnar. Tvær aðferðanna hafa Dr. Nancy Woods og samstarfskonur hennar þróað (Woods og fl. 1987; Mitchell, Woods og Lentz, 1991) og fjalla ég ekki sérstak- lega um þær. Þriðja aðferðin felst í því að hvert einkenni af 10 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.