Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 17
Elísabet Hjörleifsdóttir Hugmyndin með þessari grein er að skýra frá breytingum sem áttu sér stað í hjúkrun kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein á FSA. Þær breytingar sem fjallað verður um má rekja aftur til ársins 1992. Kveikjan að þessum breytingum var saga konu sem greindist með krabbamein í brjósti fyrir nokkrum árum og er dæmigerð fyrir margar konur, búsettar á Akureyri og nágrenni, sem greinst hafa með sama sjúkdóm. Fljótlega eftir skurðaðgerð á handlækningadeild FSA, fór konan til Reykjavíkur til krabbameinssérfræðings og tekin var ákvörðun um áframhaldandi meðferð. Hún var lögð inn á krabbameinsdeild Landspítalans þar sem fyrsti krabbameinslyfjakúrinn var gefinn, lyfjameðferð var haldið áfram á göngudeild FSA þar sem engin séraðstaða var fyrir þessa starfsemi. Ef konan þurfti að leggjast inn vegna lyfjameðferðar var hún lögð inn á lyfjadeild FSA. Geisla- lækningar voru hluti af meðferðinni og gekkst hún undir þær á geislalækningadeild Landspítalans, að mestu á göngudeild. Hjá þessari konu var um endurkomu sjúk- dómsins að ræða og þurfti konan að leggjast inn til rann- sókna og einkennameðferðar, hún var lögð inn á lyfjadeild FSA en ekki á sömu lyfjadeild og áður. Á þessu tímabili þurfti hún reglulega að ferðast til Reykjavíkur til eftirlits hjá krabbameinssérfræðingi. Þegar hér var komið sögu var hún orðin langþreytt, sagði alla hafa annast sig vel og gert sitt besta, en hún var búin að fá nóg af sjúkrahúsum, sagðist ekki geta hugsað sér frekari þvæling, nú vildi hún bara vera heima í friði. Það sem vakti sérstaka athygli okkar hjúkrunarfræðinga í frásögn konunnar var að þegar hún hugsaði til baka þá var það enginn sérstakur hjúkrunarfræðingur sem hún mundi vel eftir, hún hafði kynnst þeim mörgum bæði á göngudeildum og þegar hún var lögð inn en aldrei náð að tengjast neinum verulega. Frá árinu 1992 til ársins 1997 hafa 38 konur gengist undir aðgerð á brjósti á handlækningadeild FSA þar sem hluti af brjósti eða allt brjóstið var tekið. Eftirmeðferð hefur verið mismunandi en hluti kvennanna fékk krabbameins- lyfjameðferð. Hér á eftir verður skýrt frá hvernig hjúkrunar- fræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk hefur reynt að mæta þörfum þeirra á markvissan hátt til að draga úr lík- amlegri og andlegri vanlíðan sem fylgir því að ganga í gegnum krabbameinslyfjameðferð í kjölfar skurðaðgerðar. í fyrsta lagi var rætt við fimm konur sem lokið höfðu meðferð fyrir árið 1992. ( viðtölin voru valdar konur sem höfðu fengið sömu meðferð og konan sem getið var um í upphafi. í öðru lagi voru tekin viðtöl við þrjár konur sem greindust eftir 1992. í þau viðtöl voru valdir einstaklingar sem höfðu fengið bæði krabbameinslyfjameðferð og geislameðferð eins og konurnar í fyrri hópnum en hjúkrun og annar stuðningur við þær var ólíkur. Þegar viðtölin áttu sér stað var liðið eitt og hálft til fjögur ár frá því að konurn- ar þrjár luku meðferð. Konurnar í báðum hópunum bæði vildu og gátu lýst þessari tilteknu reynslu og sögðu það vera mikla hjálp að fá tækifæri til að ræða um hana. Auk þess voru tekin viðtöl við þá hjúkrunarfræðinga á FSA sem sérstaklega hjúkruðu og veittu konunum stuðning til að fá sjónarmið þeirra sem veita þjónustuna. Viðtölin voru öll tekin upp á segulband og síðan innihaldsgreind, það er fundin voru sameiginleg stef þeirrar reynslu að greinast Elísabet Hjörleifsdóttir útskrifaöist frá Hjúkrunarskóla íslands 1973, lauk sérnámi í hjúkrun deyjandi sjúklinga frá Lothian College of Nursing í Edinborg og South College of Nursing í Glasgow 1992. Hefur síðastliðin fimm ár starfað í Heimahlynningunni á Akureyri, á handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins og í stöðu stoðhjúkrunar- fræðings á sama sjúkrahúsi. Hún stundar nú meistaranám í hjúkrun krabbameinssjúklinga við Glasgow Háskóla. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 17

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.