Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 19
Sviðsett mynd. 3. Sami hjúkrunarfræðingurinn sér um konuna frá upphafi meðferðar, í fiestum tilvikum sá hjúkrunarfræðingur sem nær góðum tengslum við konuna á aðgerðartím- anum. Deildarstjóri samræmir vaktir hjúkrunarfræðings með tilliti til þess hvenær konan leggst inn til meðferðar og gerir ráðstafanir um breytingar á vinnuskýrslu í sam- ráði við viðkomandi hjúkrunarfræðing ef nauðsynlegt er. 4. Reyna að hafa tilbúið einbýli fyrir konuna. Ef nauðsyn- legt þykir, þá er reynt að kalla inn færri sjúklinga en áætlað var til að tryggja það að hægt sé að bjóða rólegt umhverfi. 5. Leggja konuna inn í sólarhring frá því að hún byrjar í fyrstu meðferð óski hún þess sjálf. 6. Hjúkrunarfræðingur konunnar gefur sér góðan tíma til að ræða við hana og hennar nánustu um mikilvægi hvíldar og, sé hjálp í því, að taka þá svefntöflu kvöldið fyrir meðferð. 7. Hjúkrunarfræðingurinn hefur frumkvæðið að því að bjóða konunni, maka hennar og öðrum fjölskyldumeð- limum viðtöl reglulega og eftir þörfum á meðferðartím- anum og eftir að honum lýkur. Á deildinni hefur verið lögð sérstök áhersla á að draga úr streitu hjá konum sem koma inn í lyfjameðferð. Skurðlæknir konunnar ræðir við hana, lyflæknir er látinn vita þegar konan er komin og kemur hann og ræðir við konuna ásamt hjúkrunarfræðingi. Oft þarf konan að fá staðfestingu á því að hún sé í meðferð sem miðar að lækningu. Rætt er um ágóðann og missinn sem fylgir því að ganga í gegnum svona erfiða meðferð og þau áhrif sem meðferðin hefur á hana sjálfa og hennar nánustu. Maki eða aðrir úr fjölskyldunni eru ýmist með í þessum viðtölum eða rætt er við þá sérstaklega ef þess er óskað. Morse (1991) leggur áherslu á mikilvægi þess að við túlkun á mannlegu ástandi og kringumstæðum sé það sjálfsögð krafa að lýsa því á vandaðan og nákvæman hátt. Hún mælir með því að notast við beinar tilvitnanir í við- mælendur frekar en eitthvað sem höfundur setur saman út frá gögnum. Hætt sé við að lýsingin verði þá flöt og missi alla merkingu. Verður skoðun Morse höfð til fyrirmyndar í þeirri lýsingu sem hér fer á eftir á reynslu þeirra kvenna sem tóku þátt í þessari skýrslugerð. Fyrirbyggjandi meðferð Fyrirbyggjandi meðferð til að draga úr streitu við krabba- meinslyfjagjöf byrjar hjá mörgum konum kvöldið áður en komið er á deildina með því að tekin er svefntafla eða kvíðastillandi lyf. Þetta var allt annað líf, þá kom ég bara að morgni, hafði tekið svefntöfluna kvöldið áður svo fékk ég bæði ógleðilyf og róandi svo ég bara sofnaði, svo fékk ég lyfið og ég bara svaf á meðan þetta var gefið og fór svo ekkert fyrr en um hádegi daginn eftir. Sérhæfing Það hafa vaknað ýmsar spurningar í tengslum við kosti og galla sérhæfðra krabbameinsdeilda. Kostirnir eru eflaust margir, til dæmis þeir að búast má við að þar vinni sérhæft starfsfólk í umönnun krabbameinssjúklinga á öllum stigum sjúkdómsins og að slíkar deildir séu einnig hannaðar með þarfir aðstandenda í huga. Hér á FSA hafa átt sér stað, meðal starfsfólks, óformlegar umræður um hver sé rétt stefna í skipulagi deilda sem vinna að velferð krabba- meinssjúkra. Sé tekið mið af reynslu þeirra kvenna sem rætt var við er ekkert sjálfgefið að sérhæfð krabbameins- deild sé rétti staðurinn fyrir alla. Ég var svo í sólarhring þarna á krabbameinsdeildinni, ég gekk þarna um deildina og ég sá alveg hvað var að gerast. Þarna var deyjandi manneskja og mér fannst þetta ekki rétt, mér fannst ekki rétt einhvernveginn inn í mér að það væri ein deild fyrir alla hvort heldur sem það væri að koma kannski bara í rannsókn eða svona smotterí að setja upp lyfjabrunn og deyjandi sjúklingar. Mér fannst þetta brjóta svona svo- lítið niður í mér kjark bara held ég. Þetta er eiginlega það eina sem ég sé að mér féll ekki í þessari meðferð, ég held ég hafi nefnilega orðið hrædd þegar ég fór inn á þessa deild því að þá hugsar maður ósjálfrátt ætli þetta sé leiðin mín. Gæði þeirrar þjónustu sem sjúkrahúsin veita eru í stöðugri endurskoðun og hafa ákvarðanir sem miða að auknum gæðum þjónustunnar haft forgang hjá stjórnend- um í heilbrigðisþjónustunni. Ein aðferðin sem notuð er til að mæla ánægju sjúklinganna er að ræða við þá. Það gefur einstaklingnum tækifæri til að lýsa reynslu sinni og að hlustað sé á hann. Það mætti e.t.v. velta því fyrir sér hve margir sjúklingar sem fengið hafa krabbamein hafi verið spurðir að því hvort það hafi haft áhrif á þá að vera á krabbameinsdeild. Það er þó augljóst að þetta er ekki ein- falt mál og þess er getið hér frekar til umhugsunar. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 19

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.