Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 20
Mér fannst svo erfitt að sjá allt þetta veika fólk ég var þarna bara í rannsókn. Við eigum bara að fá að vera þar sem okkur hentar í hvert skipti. Stofan Konurnar koma á handlækningadeildina að morgni. Þær eru boðnar velkomnar og látnar finna að búið sé að undir- búa komu þeirra. Ef hægt er að koma því við er búið um þær á einbýli. Ég var eiginlega alltaf ein á stofu það fannst mér mjög gott maður var bara eins og heima hjá sér. Ef einbýlisstofa er ekki tiltæk fara konurnar á tví- býlisstofu þar sem lítil umgengni er. Stofan er vel upphituð, gott loft, búið að skúra fyrir þann dag, gluggatjöld dregin fyrir ef vitað er að konan kýs að hafa rökkur, segulbands- tæki með slökunarmúsik er tilbúið á borðinu. Mér fannst svo gott að koma mér fannst eins og ég væri að koma heim. Kyrrð Stundum sofa sjúklingarnir á meðan þeir fá meðferðina. Tveir ákveðnir starfsmenn hafa umsjón með hverri konu og engin hætta er á óþarfa umgangi. Þeir ræða t.d. við hana um hvað hún vilji drekka og borða, það eru engir aðrir sem koma og spyrja sömu spurninganna. Ef ég ætti að sjá þetta fyrir mér þá sé ég fyrir mér svona rökkur og ró og svona góða umhyggju. Það var enginn að ónáða mig það var ekkert verið að segja þú mátt nú til með að reyna þetta þú mátt nú til með að reyna hitt ef mig vantaði eitthvað þá gat ég bara beðið um það, friður og ró það er það sem að maður þarf. Öryggi Það er mjög mikilvægt að þróa betri aðferðir til að koma til móts við þarfir þessara sjúklinga hvað varðar lífsgæði og árangur meðferðar. Síðan 1992 hafa allar konur, nema ein, sem fengið hafa krabbameinslyfjameðferð á FSA kosið að dvelja í sólarhring á deildinni í tengslum við lyfjagjafir. Markmiðið með því að bjóða konunum sólarhringsdvöl var einnig það að reynsia þeirra og minningar um lyfjameð- ferðina yrðu ekki einungis neikvæðar eða skelfilegar eins og sumar konur hafa lýst. Öryggi var ofarlega í huga þeirra kvenna sem rætt var við þegar talið barst að því hvernig þeim fyndist að leggjast inn í sólarhring til lyfjameðferðar. Það sem var gott við það að vera inni í sólarhring var öryggið, ég vissi að ef eitthvað kæmi upp á þá væri strax hægt að gera eithvað, þá myndi mér ekki líða svona illa eins og mér leið áður og líka að ég var bara þarna í friði og ég vissi að ég myndi sofa á meðan og ég vissi að ég gæti bara sofið í gegn um þetta og það var góð tilfinning. Sólarhringsdvöl konunnar á deildinni gefur hjúkrun- arfræðingum betra tækifæri til þess að skilgreina þær aukaverkanir sem upp koma og auknar líkur eru á því að 20 hjúkrunarfræðingi takist að byggja upp traust og skapa tengsl á milli sín og konunnar ef um lengri tíma er að ræða í hvert sinn. Maður spjallaði við hjúkrunarfræðinginn tók upp þráð- inn frá því síðast það gekk allt mjög vel. Tengsl Þær áherslur sem fram komu hjá konunum voru að þekkja fólkið með nafni, persónulegt samband, að vera á sama stað þar sem starfsfólkið þekkir mann. Þær voru sammála um það að mikið öryggi fælist í því að hitta krabbameins- lækni reglulega, en þær áttu það sameiginlegt að tengsl þeirra við sína fyrstu deild voru sterk. Konurnar sem rætt var við í þessari skýrslu voru sam- mála um að það skipti miklu máli að hafa sama hjúkrunar- fræðinginn. Að mynda tengsl sem konan treysti á var mik- ilvægt á tímbili þar sem hún var ekki tilbúin til að takast á við eitthvað óþekkt, hafði e.t.v. ekki líkamlega eða andlega orku til þess vegna mikils álags og streitu. Þeim fannst æskilegt að stuðningur hjúkrunarfræðinga héldi áfram eftir útskrift. Það er viðurkennd staðreynd að 1-2 vikum eftir útskrift er enn mörgum spurningum sjúkiinga ósvarað í samandi við sjúkdóminn, meðferðina og þau áhrif sem sjúkdómurinn kemur til með að hafa á lífsstíl sjúklingsins. Bent hefur verið á mikilvægi þess að þróa aðferðir sem tryggja konunum áframhaldandi stuðning eftir útskrift og á meðan á meðferð stendur og að þörf fyrir tilfinningalegan stuðning og samhygð eykst á fyrstu þrem vikunum eftir aðgerð (Smyth, McCaughan og Flarrisson, 1995). Fljúkr- unarfræðingarnir á deildinni tóku þá ákvörðun að fylgjast með konunum símleiðis á meðferðartímanum og lengur ef ■ konunum þætti stuðningur í því. Stutt símtal sem upphaf- lega var hugsað til þess að heyra hvernig konunni gengi og til að ræða stuttlega hugsanleg vandamál gæti leitt til þess að konunni væri beint inn á nýjar og áður óræddar leiðir sem gætu hjálpað. Vandamálin gætu verið m.a. inni- byrgð sorg og söknuður eða þunglyndi. Líta má svo á að eftirfylgni sé sérstaklega nauðsynleg hjá konum sem fá brjóstakrabbamein þar sem svo margar stéttir heilbrigðis- starfsfólks koma við sögu á sjúkdómstímanum. Maður verður bara að reyna að vera jákvæður alveg sama á hverju gengur. Eftir að meðferð lauk var stundum stutt í það neikvæða, ég hef fengið daga sem ég hef bara skælt en svo er allt gott daginn eftir en ég hef alltaf getað hringt í x (hjúkrunarfræðinginn). Snerting Ýmsar aðferðir og atferli er til sem stuðlar að því að ein- hverjir tveir einstaklingar ná að tengjast. Ein aðferðin er snerting og nudd. Þegar þetta er skrifað eru tveir sjúkra- liðar á deildinni sem hafa lært nudd og nokkrir hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar hafa sótt námskeið í meðferð jurtaolía og nuddi. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.