Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Page 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Page 21
Mér fannst voða gott að geta bara verið hér og gleyma öllu á meðan, geta bara verið í friði, x var svo indæl hún tók mig í nudd með olíu. Þetta var bara voða notalegt maður var allur ískaldur á fótunum af einhverju stressi, þetta var allt mjög gott. Uppsetning nálar Konurnar tala stundum um kuldahroll. Þá eru oft greinileg merki um kvíða og útlimir kaldir viðkomu og stundum er þörf á að svæfingarlæknir skerist í leikinn til að setja upp nál, ef ekki er lyfjabrunnur til staðar. Hitapoki og aukateppi eru þá vel þegin, einnig nudd á fætur með jurtaolíu. Flestar konur þiggja líka að hlusta á slökunarmúsik á meðan. Með þessu er konunni boðin kvíðastillandi tafla. Æðar eru oft rýrar og samandregnar og með þessu er verið að stuðla að því að betur gangi að setja nál í konuna. Mikilvægi þess að vel takist til með nálarísetningu strax í upphafi er augljóst. Þegar ég fékk þetta í fyrsta skipti þá var ekki sett þessi framlengingarslanga eins og þið notið, það var þara dælt þeint í, ég var mjög óhress með það, ég var þlá og marin eftir það, ég hélt bara að þetta ætti að vera svona, vissi ekki neitt ég var helaum á eftir, þetta var mjög slæm byrj- un, ég kveið hræðilega fyrir næstu. Reynslan Konurnar voru sammála um að reynslan sem felst í því að fá brjóstakrabbamein og eftirmeðferð í formi geisla, lyfja eða hvorutveggja, fylgir þeim lengi á eftir og jafnvel það sem eftir er ævinnar. Það kom greinilega í Ijós í samræðum við konurnar að það kom þeim á óvart hvað líkamleg þreyta og þróttleysi gat verið langvarandi. Líkaminn var slakastur ári eftir að meðferð lauk, þá var ég voða langt niðri andlega og líkamlega, ég ætlaði að fara að vinna ári eftir að meðferð lauk, mér fannst ég þurfa að sanna það fyrir sjálfri mér að ég væri komin yfir þetta en ég bara gafst upp, líkaminn hann bara hafnaði þessu, ég hætti að sofa, álagið var of mikið, ég hélt að krabbameinið væri að byrja annarsstaðar í líkamanum. Þeim fannst mikil hjálp í því að finna að haldið er áfram að fylgjast með þeim eftir að meðferð lýkur. Mér finnst það alveg nauðsynlegt, maður er eitthvað svo óöruggur eftir að meðferð lýkur þá er maður bara komin sjálfur á sitt ról, það vantar eitthvað, maður er í lausu lofti, við fáum aldrei hvítan miða við sem fáum þenn- an sjúkdóm, mér finnst mjög gott ef starfsfólkið minnir á sig. Starfsfólk í apríl 1992 var byrjað að vinna eftir þessu breytta hjúkrun- arformi. Um það bil hálfu ári seinna óskaði starfsfólkið eftir því að fá fræðslu sem tengdist hjúkrun krabbameins- sjúklinga. Samkomulag varð um að allt starfsfólk deildar- innar að undanskildum læknum tæki þátt í námskeiði um samskipti almennt og samskipti við mikið veika og deyj- andi sjúklinga og aðstandendur þeirra. Tekið var mið af Heaven, (1996) sem segir í tímaritsgrein að bent hafi verið á mikilvægi þátttöku alls hópsins þegar um þjálfun í sam- skiptum er að ræða. Námskeiðið fór fram með fyrirlestrum og umræðum. ( seinni hlutanum var færni þátttakenda í viðtalstækni metin og hæfni þeirra til að hjálpa viðmæl- anda að tjá sig um vandamál sín og áhyggjur. Hver þátt- takandi spreytti sig fyrir framan myndbandsupptökuvél og var frammistaða hvers og eins metin af öllum hópnum. Viðhorf hjúkrunarfræðinga Þeir hjúkrunarfræðingar sem rætt var við voru allir sam- mála um að þessi breyting á hjúkrun og stuðningi við konur sem fá brjóstakrabbamein og eftirmeðferð væri jákvæð. Þeir töldu mjög mikilvægt að tengjast konunni snemma á þessu tímabili. Brýna nauðsyn töldu allir hjúkrunarfræðingarnir vera á því að taka til athugunar þá erfiðleika sem fylgja því fyrir konurnar að þurfa að ferðast til Reykjavíkur til eftirlits og stundum meðferðar á þessu erfiða tímabili. Endurtekinn aðskilnaður við fjölskylduna gæti reynst konum erfiður á þeim tíma sem hún er í mestri þörf fyrir stuðning og nærveru sinna nánustu. Veðráttan átti þarna stóran þátt, ekki gætu konurnar alltaf treyst á það að þær næðu heim áður en ógleði og önnur vanlíðan færi að segja til sín. Hjúkrunarfræðingarnir sögðust finna fullan skilning samstarfsmanna á því sem þeir væru að gera. Þeir gætu gefið sér góðan tíma með sjúklingi sínum án þess að fá það á tilfinninguna að þeir væru að svíkjast undan skyldum við aðra sjúklinga. Þegar kemur að því að lyfjagjöfin byrjar þá er einhver annar tibúinn að taka að sér þá sjúklinga sem ég hef verið að hugsa um þann daginn þannig að ég þarf ekki að vera bundin yfir öðru. Lokaorð Með þessum greinaskrifum hefur vonandi tekist að koma til skila hvernig starfsfólk handlækningadeildar FSA hefur reynt að mæta betur þörfum þeirra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein og fá krabbameinslyfjameðferð. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilhlutverki, þeir geta hjálpað konunni að láta í Ijós óttann sem fylgir því að greinast með krabbamein, að finna leiðir sem auðvelda og draga úr andlegri og líkamlegri vanlíðan og síðast en ekki síst að finna tilgang í lífinu og setja sér markmið. Á síðustu tuttugu árum hafa miklar og jákvæðar breytingar átt sér stað í hjúkrun krabbameinssjúklinga. Enn er mikið starf óunnið hér á FSA og er sú breyting sem hér um ræðir aðeins hluti af því starfi sem bíður þeirra sem sinna krabbameinssjúk- lingum. Á síðustu árum hefur göngudeildarþjónusta aukist í miklum mæli og hefur það verið af hinu góða bæði fyrir þá sem þurfa á þjónustunni að halda og þá sem hana 21 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.