Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 24
Áður en lengra er haldið ber að geta þess að flestir
höfundar sem stuðst er við hér telja að meðvirknieinkenni
greinist hjá öllum. Hugmyndirnar um meðvirkni hafa hlotið
gagnrýni fyrir að leggja áherslu á að fólk skoði uppruna
sinn og mótun í fjölskyldunni en firri þjóðfélagið ábyrgð
sem mótunaraðila og stuðli þannig ekki að nauðsynlegum
þjóðfélagsbreytingum. Að fólk sé þannig hvatt til einstakl-
ingshyggju. Raddir hafa einnig verið uppi um að í vestræn-
um samfélögum séu þeir eiginleikar sem æskilegast sé að
konur hafi einmitt þeir sömu og séu einkenni meðvirkni,
t.d. ofurfórnfýsi, léleg sjálfsmynd og undirgefni. Þannig geti
meðvirknihugmyndirnar og þeir sjálfshjálparhópar sem
sprottið hafa upp úr þeim (12 spora starf og fleira) verið
kvennabaráttunni hættuleg. Þetta finnst mér byggt á mis-
skilningi og vanþekkingu á 12 spora starfi þar sem lögð er
áhersla á að taka ábyrgð á eigin lífi og bæta sig og þar
með umhverfi sitt með því að skoða eigið líf, viðbrögð sín
og samskipti. Þar að auki er mikilvægt að athuga að
rannsóknir sýna að bæði kynin hafa meðvirknitilhneigingar
og ieita bæði karlar og konur í störf þar sem umbunað er
fyrir eiginleika eins og hjálpfýsi, sveigjanleika og innsæi (all-
flestar heilbrigðisstéttir og meðferðarstörf). Þannig má
segja að það sé heilbrigt að vera dálítið meðvirkur, sýna
bróðurþel og náungakærleika. En að hve miklu leyti með-
virknin dregur úr lífsgæðum fólks er aftur á móti það sem
máli skiptir og segir til um hver starfshæfnin er. Þróuð hafa
verið mælitæki til að mæla meðvirknistig fólks. Er hér vert
að geta mælitækis Johns C. Friel (1985) sem er sálfræð-
ingur og þekktur fræðimaður á meðvirknisviðinu í Banda-
ríkjunum. Mælitækið er samsett úr 60 staðhæfingum sem
sá sem vill mæla sig tekur afstöðu til hvort eigi við sig eða
ekki. (Tækið er ekki látið fylgja með hér en áhugasamir geta
snúið sér til undirritaðrar). Þeir þættir sem tekið er til eru:
Sjálfsumönnun, sjálfsgagnrýni, torræðni, laumuspil, að vera
fastur, staðnaður, að setja mörk, upprunafjölskyldan, að
viðurkenna tilfinningar, innileiki, líkamlegt heilbrigði, sjálf-
stæði, ofurábyrgð, kulnun og sjálfsmynd. Tæki af þessum
toga hafa verið notuð í Bandaríkjunum í þó nokkur ár til
greiningar á fyrirbyggingu og meðhöndlun á meðvirkni. Allt
frá því fljótlega eftir 1980 hefur þar í landi verið lífleg um-
ræða um meðvirkni bæði almennt og innan ýmissa starf-
stétta og fyrirbærið skoðað, til dæmis innan heilbrigðiskerf-
isins, en ætlunin er einmitt að koma hér á eftir inn á hvern-
ig meðvirkni birtist í hjúkrun. Þegar skoðuð eru samskipti
innan fjölskyldu þar sem alkóhólismi eða annar sjúkdómur
verður til þess að aðstandendur afneita eigin þörfum og til-
finningum í því skyni að vernda og hjálpa sjúklingnum
hvarflar hugurinn til þess fólks sem eðlis starfs síns vegna
getur lent í svipaðri stöðu og fyrrgreindir aðstandendur.
Meðvirkni í hjúkrunarstarfinu
Margir höfundar hafa fjallað um að hjúkrunarstarfið, þar
sem áhersla er lögð á að helga sig umhyggju fyrir öðrum,
24
laði sérstaklega að sér meðvirka einstaklinga (Wise og
Ferreiro 1995). Algeng er sú skilgreining að sá sem er
meðvirkur hafi ofþroskaða ábyrgðartilfinningu sem gerir
það að verkum að hann lætur sér meira annt um aðra en
sjálfan sig (Farnsworth og Thomas, 1993) eins og áður var
minnst á. Hinn meðvirki leitar oft þeirrar viðurkenningar
sem hann fór á mis við í barnæsku í umönnunarstörfum.
Ekki má líta á það sem neitt óeðlilegt að fólk leiti eftir
viðurkenningu fyrir störf sín. En það er óæskilegt að sú
þörf verði aðaldrifkraftur í starfi. Oft heyrast kvartanir um
að það skorti á að nægilega sé hrósað í starfi okkar. Fólk
veit þá ekki hvar það stendur og leggur sig jafnvel um of
fram til að hljóta viðurkenningu. Það verður því oft fórnar-
lamb í kerfum þar sem meðvirknihegðun er talin æskileg
og hvatt er til hennar. Þetta viðhorf kemur einna best í Ijós
í heilbrigðiskerfinu, þar sem áherslan er á að sinna þörfum
annarra og þörfum starfsfólks oft illa sinnt, sem hefur í för
með sér alls kyns vandamál svo sem vöðvaspennu,
höfuðverk, hækkaðan blóðþrýsting, kvíða og jafnvel kuln-
un. Þannig er heilbrigðiskerfinu líkt við vanstarfhæfa fjöl-
skyldu þar sem þarfir heildarinnar ganga fyrir þörfum ein-
staklinganna (Clark og Stoffel, 1992). Sá sem vanur er frá
blautu barnsbeini að afneita tilfinningum sínum, þörfum og
skoðunum er í meiri hættu á að vanrækja sjálfan sig en
aðrir. Áætlað er að 75-90% hjúkrunarfræðinga komi frá
vanstarfhæfum fjölskyldum, m.a. alkóhólistafjölskyldum
(Chapelle og Sorrentino, 1993; Wise og Ferreiro, 1995).
Því hefur verið haldið fram að um það bil 83% hjúkrunar-
fræðinga séu elsta barn alkóhólista (Clark og Stoffel,
1992) . Hjúkrunarfólk sem hefur meðvirknieinkenni og byrj-
ar starfsferil sinn með vandamál eins og lágt sjálfsmat og
togstreitu í persónulegum samskiptum, er líklegra til að
eiga í erfiðleikum með að aðlagast vel í starfi og njóta sín.
Það hefur áhrif á gæði umönnunar og á starfsumhverfið í
heild. Meðvirkt fólk aðlagast með því að laga hegðan sína
að væntingum annarra og umhverfisins, skiptir þá oft litlu
hversu óréttlátar þær væntingar eru. Kulnun, tíð manna-
skipti, tíðar fjarvistir frá vinnu, slök frammistaða og flótti úr
stéttinni geta verið afleiðingarnar (Chapelle og Sorrentino,
1993) . Það er Ijóst að meðvirknihegðun getur, ef viðhöfð á
ýmsum sviðum stofnunar eða starfsgreinar, splundrað
henni. Hér má geta þess að meðvirkni í hjúkrunarstarfi
(enska: professional codependency), hefur verið skilgreind
sem hver sá verknaður eða hegðan sem smánar og dreg-
ur úr gildismati, vörnum, sjálfstæði, þroskastigi, ábyrgðar-
skyldu eða andlegum eiginleikum hjúkrunarfræðings, sam-
starfsfólks eða sjúklings (Chapelle og Sorrentino, 1993).
Mikilvægt er að siðareglur hjúkrunar séu hafðar í huga og
það leiðir hugann að nauðsyn þess að stunda stöðuga og
óttalausa sjálfsskoðun í hjúkrunarstéttinni.
Caffrey og Caffrey (1994) fjalla um hvernig konum í
vestrænum samfélögum hafi verið innrætt að manngildi
þeirra standi í réttu hlutfalli við það hve vel þær sinni þörf-
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998