Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 26
Asta St. Thoroddsen Þrýstíngssár nnlendar og erlendar rannsóknir á algengi og nýgengi þrýstingssára sýna að ástæða er fýrir starfsfólk, sem sinnir inniliggjandi sjúklingum og vistmönnum á heilbrigðisstof- nunum, að beita aðgerðum er miða sérstaklega að því að fyrirbyggja þrýstingssár. Hér á eftir eru settir fram fróðleiks- molar um þrýstingssár eða legusár og nefndar nokkrar leiðir sem beita má til að koma í veg fyrir að þau myndist. Árin 1992 og 1994 voru algengi (prevalence) og alvar- leiki þrýstingssára á íslandi könnuð. Niðurstöður sýndu að algengi þrýstingssára á íslenskum sjúkrahúsum var 9.6% árið 1992 (Árdís Hinriksdóttir o.fl., 1992) og um 9% árið 1994 (Ásta Thoroddsen, bíður birtingar) (sjá töflu). Algengi er mismunandi eftir því hvort sjúklingar eru á stofnunum eða heima. Árið 1992 var algengi sáranna 6,6% á elli- og hjúkrunarheimilum, 9,6% á sjúkrahúsum og 1,8% hjá sjúk- lingum sem fá heimahjúkrun. Um 90% sáranna voru staðsett fyrir neðan mitti. Algengasta meðferðin við þrýst- ingssárum var notkun „occlusivra" umbúða (kökur), en í um 55% tilfella voru engar umbúðir notaðar á sárin. Al- gengi þrýstingssára á íslandi er svipað eða lægra en gerist í öðrum iöndum. Algengi þrýstingssára á sjúkrahúsum tengist eflaust alvarlegri veikindum og lélegra almennu ástandi sjúklinga þar en annars staðar. Niðurstöður gefa til kynna að auka þarf þekkingu þeirra er annast rúmliggjandi sjúklinga á fyrirbyggingu, áhættuþáttum og meðferð þrýst- ingssára. Þrýstingssár er áverki af völdum þrýstings sem hefur varað svo lengi að undirliggjandi vefur hefur skaðast. Þrýstingssár myndast oftast yfir útstæðum beinum og þau eru flokkuð í 4 stig eftir dýpt vefjaskaða. Stigin eru: Stig I: Roði á heilli húð, sem varir lengur en 30 mínútur eftir að breytt hefur verið um stellingu. Stig II: Húð er rofin, nær í gegnum hörund og/eða leð- ur. Blöðrumyndun eða fleiður. Stig III: Sár sem nær niður í gegnum húðlögin, niður í húðfituna; sést í undirliggjandi vef. Oft mjög óhreint. Stig IV:Sár sem nær í gegnum öll húðlögin; niður í bein eða vöðva. í meðferð þrýstingssára er afar mikilvægt að þrýst- ingssár á einu stigi þróist ekki yfir á næsta stig. í ofan- greindum rannsóknum kom í Ijós, að umbúðir eru oft ekki notaðar á þrýstingssár á stigi I og II, sennilega þar sem þau sár eru álitin svo grunn. Umbúðir s.s. filmur og kökur henta hins vegar afar vel á þrýstingssár á stigi I og II og geta fyrirbyggt að sárið þróist yfir á næsta stig. Ef sár eru orðin dýpri er mikilvægt að samfella sé í sárameðferð, sem valin hefur verið, og að hverri meðferð sé gefinn nægilegur tími til að virka. Erlendar rannsóknir sýna, að lamaðir, aldraðir sem hafa lærbrotnað (Versluysen, 1985), sjúklingar á gjörgæslu (Bergstrom, Demuth og Braden, 1987) og mænuskadd- aðir einstaklingar bundnir hjólastól (Richardson og Meyer, 1981) eiga sérstaklega á hættu að fá þrýstingssár. Gera má ráð fyrir að fjölgun aldraðra, mikið veikra einstaklinga og þeirra sem lifa af alvarleg slys og sjúkdóma geti leitt til aukinnar tíðni þrýstingssára í framtíðinni. Auk þjáninga fyrir einstaklinginn er kostnaður við með- ferð þrýstingssára mikill. Á tímum aðhalds, sparnaðar og umræðu um aukin gæði í heilbrigðisþjónustu er fyrirbygg- ing þeirra því eftirsóknarverð. Árangursrík fyrirbygging get- ur einungis átt sér stað með því að sem flestir einstakling- ar sem leggjast inn á heilbrigðisstofnun séu metnir m.t.t. áhættuþátta fyrir myndun þrýstingssára og í kjölfarið settar í gang aðgerðir sem draga úr þessum áhættuþáttum. Eftirfarandi leiðbeiningar miðast við fullorðna sem eru í hættu á að mynda þrýstingssár. Öllum þeim sem um styttri eða lengri tíma geta ekki hreyft sig eða hagrætt sér sjálfir í rúmi eða stól hættir til að mynda þrýstingssár. Aðrir þættir sem einnig skipta miklu máli eru þvag- og/eða hægðaleki, ófullnægjandi næring og breyting á meðvitundarástandi. Einn liður í fyrirbygg- ingu þrýstingssára er að allir sjúklingar séu metnir á kerfis- bundinn hátt með tilliti til áhættuþátta þrýstingssára með mælitæki, s.s. Braden eða Norton kvarðanum. Báðir kvarðar hafa verið notaðir fyrir mismunandi sjúklingahópa og staðist prófanir um áreiðanleika og réttmæti (Berg- strom, Braden, Boynton og Bruch, 1995). Húð þeirra, sem hafa einn eða fleiri áhættuþætti, þarf að meta daglega, sérstaklega yfir útstæðum beinum. Til að forðast húðþurrk og -ertingu ber að varast að nota heitt vatn og sápu. Við hreinsun eða þrif húðar ber að varast núning og tog á húðina. Bera þarf krem á þurra húð. Forðast ber nudd yfir ústæðum beinum. Þrátt fyrir að slíkri meðferð hafi verið beitt í áratugi í þeim tilgangi að auka blóðflæði til húðar benda rannsóknir til að nudd geti valdið vefjaskaða og geri aðeins illt verra (Ek, Gustavsson og Lewis, 1985; Dyson, 1978) Draga ber úr raka á húð af völdum þvags, hægða, svita eða útferðar úr sárum sem kostur er. Þegar hjá slíkum aðstæðum verður ekki komist koma rakadrægar bleiur og undirbreiðslur að góðum notum. Athuga þarf að viðeigandi tegund bleiu (rakadrægni) sé notuð hverju sinni. Núningi og togi á húð má komast hjá með því að nota réttar aðferðir við hagræðingu, snúning og flutning sjúk- lings í rúmi eða stól. Einnig má draga úr áverkum með því að strá kartöflumjöli á lín, setja filmu (s.s. Op-site, Tega- derm) eða köku (hydrocolloid) á útsetta staði á húð. Huga þarf sérstaklega að því að þörf einstaklingsins fyrir prótein, hitaeiningar og vökva sé fullnægt. Ef einstakl- ingurinn getur ekki borðað eða nærst eðlilega getur þurft að Ásta Th. Thoroddsen er hjúkrunarfræðingur M.S., lektor við náms- braut í hjúkrunarfræði, Háskóla íslands 26 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.