Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 29
Svandís íris Hálfdánardóttir ' / Krunaro ks A flestum þeim stöðum þar sem aldraðir, alvar- lega veikir og deyjandi sjúklingar dvelja má búast við dauðsföllum. Tíðni dauðsfalla er mjög mismundi á hverjum stað og getur starfsfólk jafnvel upplifað dauðsföll sjúklinga nokkrum sinnum í viku eða mánuði. Hjúkrunarfólk fær oft og tíðum lítinn undirbúning fyrir það tilfinningalega álag sem getur fylgt því að annast deyj- andi einstakling og þá sorg sem dauðanum fylgir. Hjúkrunarfólk horfir oft upp á dauðvona ein staklinga og notar töluvert af tíma sínum í að undirbúa hinn deyjandi og hans nánustu fyrir andlátið. Réttmætt er að athyglin sé á þessum tíma fyrst og fremst á að mæta þörfum hins dauðvona og fjölskyldu hans. En hvað með starfsfólkið? Starfsfólkið sem er að styðja getur einnig verið að syrgja. Starfsfólkið hefur kannski ekki lokið við að syrgja einn einstakling þegar sá næsti deyr. Hjúkrunarfólk tekur mismikinn þátt í umönnun deyjandi fólks, en oft og tíðum myndast það náið samband milli ákveðinna umönnunaraðila og hins deyjandi og fjöl- skyldu hans að það kallar fram sorgarviðbrögð við andlát hans. Á þetta helst við um þær deildir eða stofnanir þar sem sömu sjúklingarnir koma aftur og aftur eða þar sem einstaklingar dvelja í langan tíma og náið samband myn- dast við sjúklinginn og fjölskylduna. Við þær aðstæður þarf því hjúkrunarfólk oft að takast á við sorg og syrgja það samband sem það hafði við hinn látna og fjölskyldu hans. Það má segja að hjúkrunarfólk sýni tvennslags við- brögð við andláti sjúklings: a) sem fagmanneskja hikar það við að gráta fyrir framan fjölskylduna, b) sem persóna upp- lifir það leiða og tárast, en sem fagmanneskja heldur það aftur af tárunum. Áhyggjur og ruglingur varðandi það hvernig starfsfólk á að haga sér sem fagmanneskjur getur leitt til þess að margir fela kvíða sinn og tilfinningar varð- andi andlát sjúklings bæði fyrir sjálfum sér og vinnufélög- um. Ef hjúkrunarfólk vill læra eitthvað um sjálft sig ætti það ekki að forðast sín eigin tilfinningalegu viðbrögð við dauð- anum. Að hugsa um dauðann Fáir hugsa um dauðann fyrr en þeir standa frammi fyrir eða finna fyrir nálægð hans, annað hvort sjálfir eða vegna annarra. Það má jafnvel segja um þá sem vinna í nálægð við dauðann og/eða deyjandi einstaklinga, að þeir verði oft meðvitaðri um hve lífið getur verið brothætt. Ef starfsfólk sem vinnur með deyjandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra getur litið á dauðann sem síðasta þroskaverkefnið í lífshringnum er það líklegra til að upplifa þessa vinnu sem meira gefandi og tilgangsríkari. Það er ekki þar með sagt að starfsfólki finnist ekki erfitt að upplifa það sem fyrir þeim er ótímabært andlát, t.d. þegar fólk deyr frá ungum börn- um. Hjúkrunarfólk sem annast einstaklinga sem eru dauð- vona, er stöðugt minnt á þeirra eigin dauðleika. Til þess að geta annast deyjandi einstakling og fjölskyldu hans á við- eigandi hátt verður starfsfólk að horfast í augu við eigin til- finningar varðandi dauðann og þróa með sér eigin sýn á hann og hvað það er að vera deyjandi. Það er ekki nauð- synlegt að vinna alveg í gegnum þetta, en mikilvægt er að reyna að skilja þessar tilfinningar og viðhorf, annars mun kvíði og afneitun há starfsfólki í starfi sínu. Starfsfólki getur liðið óþægilega varðandi dauðann og hræðist jafnvel þann sem er deyjandi. Til þess að starfsfólk geti unnið með þeim sem eru deyjandi er nauðsynlegt fyrir starfsfólk að af- neita ekki dauðanum heldur líta á hann sem hluta af lífinu. Að vinna sig í gegnum sorgina Margt hjúkrunarfólk sem vinnur þar sem andlát eru algeng og nálægð við syrgjandi fjölskyldur er mikil upplifir jafnvel Svandís l’ris Hálfdánardóttir, lauk B.S. prófi i hjúkrun frá HÍ 1988 og M.S.N. prófi ffrá University of British Columbia, Vancouver, Kanada 1994. Starfa á krabbameins- og lyflækningadeild 11E á Landspítala. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.