Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 35
* skráning hjúkrunargreininga
* gerð hjúkrunaráætlunar og umsjón með að henni verði
fylgt og árangur metinn
* sjá til þess að fyrirmælum hinna teymisaðilanna sé
framfylgt.
Segja má að hjúkrunarfræðingurinn sé samræmingar-
aðili á meðan á dvöl skjólstæðings stendur.
Nokkrir kostir í hjúkrunarmeðferð sem
nýlega hafa verið teknir upp
Slökun í endurhæfingu
Umræða um slökun meðal starfsstétta sem vinna að end-
urhæfingu hafði oft átt sér stað hjá starfsfólki Kristnesspít-
ala og aldrei var spurning um hvort slökun ætti við, heldur
hverjir ættu að sjá um hana. Niðurstaðan varð sú að hjúkr-
unarfræðingar á deildinni skyldu vinna að slökunarmeðferð.
í byrjun árs 1997 kom Eiríkur Örn Arnarson, sálfræð-
ingur, norður með það að markmiði að kenna nokkrum
hjúkrunarfræðingum Kristnesspítala að beita slökun.
í lok námskeiðsins áttu þátttakendur að geta stundað
og kennt slökun og tekist betur á við álag.
í dag fer fram slökun fyrir inniliggjandi skjólstæðinga
fimm daga vikunnar og stundum tvisvar á dag. I hverjum
slökunarhópi eru allt að sex einstaklingar. Þátttakandinn
lærir slökun og undirstöðu slökunarþjálfunar. Áður en ein-
staklingurinn fer að þjálfa slökun fer fram fræðsla og
umræða um slökun og tilgang hennar. Spenna er algeng
meðal margra þeirra sem dvelja á spítölum og eðlilegt er
að kenna þeim að vinna úr henni. Slökun er ein aðferð til
þess. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að helstu kostir þess að
læra og ástunda slökun eru eftirfarandi:
* blóðþrýstingur getur lækkað og komist í betra jafnvægi
* það hægir á öndun og hjartslætti
* það slaknar á stoðvefjum líkamans (Payne, 1995 og
Eiríkur Örn, 1997).
Samhliða slökunarþjálfun finnur fólk fyrir hita og þyngsl-
um í höndum og fótum, einbeiting reynist auðveldari og
margir finna fyrir ró og vellíðan. Með reglubundnum slök-
unaræfingum kemst fólk í betra andlegt og líkamlegt jafn-
vægi, það finnur sjaldnar fyrir kvíða og margir ná betri
stjórn á lífi sínu (Eiríkur Örn Arnarsson, 1997).
Langtímamarkmið slökunar eru að einstaklingurinn noti
slökun sem úrræði til þess m.a. að ná tökum á verkjum,
kvíða og svefnörðugleikum og nái þannig betri tökum á
tilveru sinni (Snyder 1994).
Reynslan af slökun í þennan stutta tíma er mjög
ánægjuleg og lýsingar einstaklinga eru oft á þennan veg:
* minnkuð spenna (einstaklingar eru beðnir að meta
spennu á skala 1 -7 fyrir og eftir slökun).
* verkir í stoðkerfi minnka eða hverfa
* höfuðverkur minnkar eða hverfur
* einstaklingurinn finnur mun í daglegum athöfnum, á
spennu og slökun í vöðvum líkamans
* einstaklingur finnur mun á nætursvefni
* vellíðunartilfinning o.fl.
Af þessu má Ijóst vera að slökun hlýtur að vera góð
viðbót við þjálfun og getur reynst sjúklingum gott vega-
nesti eftir að endurhæfingu lýkur.
Nudd - Svæðanudd sem meðferðarform í endurhæfingu
Á endurhæfingardeildinni eru unnin mörg ósýnileg störf og
ómetanleg. Fótanudd er eitt af því sem sjúklingum er
boðið að njóta fyrir svefninn. Almennt fótanudd á kvöldin
veitir flestum ró og vellíðan fyrir svefninn. Einnig gefur það
skjólstæðingunum tækifæri til að tjá líðan sína og getur
þannig orðið farvegur fyrir útrás tilfinninga. Nudd er algeng
og viðurkennd aðferð til að losa um spennu og minnka
verk. Á deildinni eru fjórir svæðanuddarar, sumir hafa upp
á fleira að bjóða s.s. höfuðnudd, herðanudd, nálastungur
og shiatzu. Svæðanuddi hefur mest verið beitt. Það er
einkar þægilegt að koma því við hvar sem er og verkun
þess er margvísleg, það er því einstakt meðferðarform í
hjúkrun. Stundum hefur verið hægt að koma við heildar-
svæðameðferð (tekur 30 - 40 mín.) og þá er nuddinu beitt
til meðferðar á einkennum viðkomandi.
Svæðameðferð er stundum notuð í samráði við sjúkra-
þjálfara og hefur það gert meðferðina markvissari, auk
sýnilegri árangurs. Það eru mörg dæmi um virkni svæða-
Svæðanudd.
Tímarit Hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 74. árg. 1998
35