Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 44
stórum stíl fylgir mín ráðgjöf með í kaupunum. Ég fer til viðskiptavinanna og kenni starfsfólkinu að nota nýju hús- gögnin." Hún veitir líka almenna fræðslu um líkamann og líkamsstarfsemina og segir fólki hvernig það verjist því að fá ýmiss konar álagseinkenni í skrifstofustarfinu. Forvarnarstarfið felst aðallega í því að fá fólk til að hlusta á rödd líkamans: „Við hlustum á hana þegar við er- um krakkar. Þá erum við alltaf að hreyfa okkur og teygja. Svo hættum við þessu og sitjurm stíf allan daginn við tölvu- vinnu til dæmis. Við finnum fyrir þreytu en gerum ekkert í því fyrr en eftir vinnu. Það skiptir miklu máli að hreyfa sig í vinnunni, gera suma hluti sitjandi og aðra standandi." Sjöfn leggur áherslu á að fólk breyti um stellingar. Fólk þurfi ekki að gera hlé, heldur verði hreyfing hluti af vinn- unni. Það sé að vinna en samt að hugsa um líkamann. „Það eru miklar sveiflur í starfinu", segir Sjöfn, „stund- um er mikið að gera og stundum lítið. Það hentar mér mjög vel. Þannig þarf ég ekki alltaf að vera á fullum dampi og ræð að mestu vinnutímanum sjálf.“ Hún er með skrif- stofuaðstöðu heima og er mikið á ferð um bæinn. Sumrin eru rólegri og Sjöfn notfærði sér það síðastliðið sumar. Hún útbjó lítinn bækling um heilsuvernd skrifstofufólks: „Leið tii betri heilsu“. Sjöfn telur mikið starf hafa verið unnið hjá Vinnueftirliti ríkisins, en gks geri meira í því að ýta þess- um upplýsingum að fólki. Engin sölumennska Sjöfn segist finna fyrir því að fólk álíti hana vera í sölu- mennsku af því að hún vinnur hjá einkafyrirtæki. Þetta sé misskilningur. Hjúkrunarfræðingar geti unnið í einkageiran- um án þess að vera í sölumennsku. Það séu hins vegar hjúkrunarfræðingar sem starfi sem sölumenn þar sem það á við, til dæmis hjá lyfjafyrirtækjum. „Sölumennska á ekki við alla. Það var mikið lagt upp úr því í náminu að hugsa vel um skjólstæðinga sína. Núna eru þeir skrifstofufólkið, ekki fyrirtækið sem ég vinn hjá. Þessi hugsun var innprentuð í mig.“ Sjöfn segir erfitt fyrir fólk að trúa því að hún stundi hjúkrunarstörf í viðskiptaum- hverfi. Hjúkrunarfræðingurinn Sjöfn sinnir þó ekki bara for- vörnum og heilsueflingu á vinnustað. Þessa dagana er hún í samvinnu við hönnuð fyrirtækisins. Fyrirtækin geti látið störf sem hennar snúast um pen- inga, en aðeins óbeint. Atvinnurekendur, sem kaupa hús- gögn af gks, viti að vellíðan í starfi skili sér í auknum af- köstum og í betri líðan í einkalífinu. Góð líðan í einkalífinu skili sér aftur í vellíðan í starfi. Sjöfn nefnir Marel sem dæmi um fyrirtæki sem reki mjög heilsu-og fjölskylduvæna starfsmannastefnu. Það sé ný hugsun hjá íslenskum fyrir- tækjum. Hjúkrun sem skyldunám Það liggur kannski ekki beint við að ætla að hönnun sé hluti af hjúkrunarfræðináminu, en hvernig hefur námið nýst 44 Sjöfn í nýja starfinu? „Ég gerði mér einmitt grein fyrir því hvað hjúkrunarnámið er gott nám þegar ég byrjaði í þessu starfi. Það ætti að vera skyldunám. Það er svo víða komið við og möguleikarnir til að byggja ofan á þessa menntun eru óendanlegir." Sjöfn segir að stundum gæti hins vegar hroka í garð þessa náms frá öðrum heilbrigðisstéttum. „Ég held að það sé vegna þess að hjúkrunarfræðingar eru svo ósýnileg stétt. Fólk veit ekki hvað hjúkrunarfræðingar gera. Sumir haldajafnvel að við séum svona „mini“-læknar.“ Hún bætir við að hjúkrunarfræðingar læri eðlilega um sjúkdóma í náminu, en megin viðfangsefnið sé manneskj- an í heild. „Við reynum að meðhöndla skjólstæðinginn sem hluta af fjölskyldu og sem hluta af samfélaginu. Sjúk- dómurinn er bara eitt af því sem við hugsum um. Núna lít ég á vinnustaðinn sem heild og manneskjuna sem hluta af vinnustaðnum." Siðfræði, heimspeki og félagsfræði voru meðal margra viðfangsefna í hjúkrunarfræðinni og nemendurnir fengu þjálfun í mannlegum samskiptum. „Ég vona að hjúkrunar- fræðingar nái að hasla sér völl víðar í þjóðfélaginu því að samskipti eru svo stór þáttur [ okkar námi. Það er ófram- færni okkar sem kvennastéttar að láta ekki meira í okkur heyra. Við þurfum að vera sýnilegri bæði til að vinna ný starfssvið og til að vera sterkari í kjarabaráttunni." Þetta er nú bara skrifborð Það er augljóst að Sjöfn er ánægð með námið, en hvað með starfsreynsluna á gjörgæslu? „Reynslan úr gjörgæslu nýtist mér óbeint. Þar er maður alltaf að vinna með mannslíf og ber því þunga ábyrgð. Nú þegar ég ber ábyrgð á veraldlegum hlutum, eins og hvort bæklingurinn sé kominn á réttan stað, þá er ég miklu rólegri. „Heyrðu, þetta er nú bara skrifborð", hugsa ég stundum þegar samstarfsmenn mínir eru á nálum yfir einhverri vörusendingu." Sjöfn fékk aðra sýn á lífið og tilveruna af því að vinna á gjörgæslunni. Henni þykir súrt að vinnan þar sé lægra launuð en skrifstofuvinna. „Fórnin er mikil hjá fjölskyldufólki eða fólki sem vill eiga einkalíf. Nú má segja að ég sé með 50% hærri laun og ég vinn enga yfir- eða vaktavinnu. Að auki ræð ég tíma mínum sjálf. “ Hún saknar þess þó að vinna á sjúkrahúsinu og heldur góðu sambandi við fyrrverandi vinnufélaga. Hún viðurkenn- ir að það blundi enn í sér að sérhæfa sig á sviði gjörgæslu, en leggur áherslu á að hjúkrunarfræðingar eigi að líta í kringum sig því fjölbreytileikinn sé svo mikill í þessu starfi. Kertin tvö í eldhúsglugganum eru að brenna upp. Spjallinu við Sjöfn er lokið. Það er áberandi hvað hún er ánægð með menntun sína. Hún hefur líka nýtt hana vel. Það er greinilegt að hjúkrunarnámið er til margra starfa nytsamlegt. Bæklingur sem Sjöfn vann og gks gaf út er sönnun þess. Skyldu allir hjúkrunarfræðingar vera svona ánægðir með menntun sína? Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.