Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 45
Líknarhjúkrun Bryndís Konráðsdóttir er að halda fyrir- lestur um starfsemi Heimahlynningar í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. Starfsmenn Krabbameinsfélagsins hlýða niðursokknir á þegar greinarhöfund, sem reynir að láta lítið fyrir sér fara, ber að garði. Bryndís fræðir viðstadda um starf- semi Heimahlynningar. Hún upplýsir að Heimahlynning hafi verið starfrækt síðan árið 1986. Tilgangur- inn sé „að gera sjúklingurti með ólæknandi sjúkdóm mögulegt að dveljast heima eins lengi og þeir óska og aðstæður leyfa." [ upphafi voru starfsmenn Heimahlynningar tveir hjúkrunarfræðingar, Bryndís og annar til. í ár vinna 7 hjúkrunarfræðingar, 3 lækn- ar, 1 félagsráðgjafi og ritari í hálfu starfi hjá Heimahlynningu. Heimahlynning gerir út frá aðalstöðvum Krabbameins- félagsins og þjónustusvæðið er allt Stór-Reykjavíkursvæð- ið. Bryndís segir að þeir sem geti óskað eftir þjónustunni séu sjúkiingar, aðstandendur, læknar og hjúkrunarfræðing- ar. Fjöldi sjúklinga sé 30 til 35 á hverjum tíma. Flestir þeirra séu aldraðir og yfir 90% þeirra með krabbamein. Bryndís telur hlutverki Heimahlynningar ekki lokið þegar sjúklingarnir deyja og því hafi starfsmenn boðið aðstand- endum upp á eftirmeðferð. Það séu opin hús og námskeið sem eru skipulögð og unnin í sjálfboðavinnu. Á „Opnu húsi“ sé fræðslu og skemmtun blandað saman og sam- vera fólks með sömu reynslu sé höfuðmarkmið. Námskeið hafi verið haldin fyrir ungar ekkjur og ekkla, og einnig fyrir unglinga sem misst hafa foreldra. Einn af geirfuglunum Að fyrirlestri loknum er Bryndís laus til viðtals. Hver er hjúkrunarfræðingurinn sem hefur unnið svo nauðsynlegt brautryðjandastarf? Hún er Reykvíkingur sem fór í Hjúkr- unarskóla íslands að lokinni Kvennaskólagöngu. Eftir út- skrift vann hún á hjartadeild Landspítalans, en hélt síðan til starfa í Noregi og Svíþjóð. Veturinn 1979-'80 fór hún í framhaldsnám í Nýja hjúkrunarskólanum í hjúkrun á hand- og lyflæknissviði. „Ég er einn af þessum gömlu geirfuglum sem hafa ekki BS- gráðu", orðar Bryndís það. Eftir viðbótarnámið gerðist Bryndís deildarstjóri á augn, skurð- og lyflækningadeild á Landakoti. Frá árinu 1983 var hún útskriftarhjúkrunarfæðingur á sama sjúkrahúsi. Starf útskriftarhjúkrunarfræðings var tilraun á þeim tíma, en er aftur að skapa sér sess núna. Starfið er fólgið í að sam- ræma útskriftir og vera tengiliður milli heimilis og sjúkra- húss. Að mati Bryndísar var þetta mjög skemmtilegt starf, sem hún sinnti til 1986 þegar hún byrjaði hjá Krabba- meinsfélaginu. Áhugi á líknarmeðferð vaknar Árið 1981 fór Bryndís á ráðstefnu um krabbameinslækningar í Danmörku. Þá kviknaði áhugi hennar á líknarmeðferð og hún og vinnufélagar hennar stofnuðu krabbameinshóp á Landakoti. Markmið hans var að bæta aðstöðu deyjandi sjúk- linga á Landakoti og það kom að því að Bryndís fór að fylgja sjúklingum heim. Fjórum árum seinna fór Bryndís á ráð- stefnu í London um Hospice, sem eru brautryðjendasamtök í líknarhjúkrun. Hún fór á fund Snorra Ingimarssonar, þáver- andi forstjóra Krabbameinsfélagsins, og sótti um styrk tii fararinnar. „Snorri var sjálf- ur að hugsa á þessum nótum", segir Bryn- dís, og hún fékk styrkinn. í London fannst Bryndísi allar dyr opnast. Hún kynntist hugmyndafræðinni á bak við starfið og heillaðist. Þegar heim kom hitti hún Snorra aftur. Samtal þeirra endaði með því að hann bauð henni vinnu við að setja upp þjónustu fyrir langt leidda krabbameins- sjúklinga sem vildu vera heima. Það æxlaðist þannig að 70% starf Bryndísar hjá Krabbameinsfélaginu var upphaf Heimahlynningar. Starfsemi Heimahlynningar Heimahlynning hefur eflst jafnt og þétt; starfsmönnum fjölgað og aðstaða batnað. Krabbameinsfélagið útvegar skrifstofuaðstöðu og greiðir einstaka kostnaðarliði, svo sem bakvaktir og hlutastarf stjórnanda. Tryggingastofnun ríkisins gerði samning við sjálfstætt starfandi hjúkrunar- fræðinga og eru hjúkrunarfræðingar Heimahlynningar meðal þeirra. Samningarnir gengu í gegn árið 1989 en eru útrunnir. Bryndís leggur áherslu á að við endurnýjun þeirra verði meira svigrúm en nú er. Það verði ekki bara greitt fyrir hverja vitjun heldur gert ráð fyrir öðrum kostnaði við starfsemi Heimahlynningar. Umönnun sjúklinga er fyrirferðarmesti þátturinn í starfi Heimahlynningar, en að hvaða leyti er starfið ekki klínísk hjúkrun? „Stjórnun er hluti af starfinu", segir Bryndís, „af því Heimahlynningu er stjórnað af hjúkrunarfræðingunum. Kennsla er nokkuð stór hluti líka. Við höfum verið mikið úti á landi að miðla þessari sérþekkingu til lærðra og leika.“ Rannsóknir hafi þau hins vegar ekki mikið stundað og það sé vegna lítils fjármagns. „Um leið og við förum að gera eitthvað annað en að fara í vitjanir, þá erum við kauplaus. í þessu eins og öðru brautryðjendastarfi þarf að vinna mikla sjálfboðavinnu. Við höfum verið tilbúin til þess af því að það er brýn þörf.“ Bryndís nefnir að engin skipulögð umönnun sé til fyrir börn sem missa foreldra sína. Það séu engin úrræði í skólunum eða annars staðar. Hún viti dæmi þess að börn 45 Bryndís Konráðsdóttir Tímarit Hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.