Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 49
Dagrún Hálfdánardóttir ' / Þaö hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum íslenskum hjúkrunar- fræðingi að Félag íslenskra hjúkrun- arfræðinga hefur sett fram nýjar siðareglur. Meðal þeirra sem stóðu að smíð þessara siðareglna og þeirra sem vinna að kynningu þeirra hafa skapast umræður um hjúkrunarheit. Þessar umræður snúast helst um hvort hjúkrunarfræðingar ættu að hverfa aftur að fyrri sið og vinna hjúkr- unarheit þegar þeir öðlast lagalegan rétt tii að kalla sig hjúkrunarfræðing, en þeim sið var fylgt um tíma í Hjúkr- unarskóla íslands. Hið umrædda hjúkrunarheit var svohljóðandi: Ég heiti því nú að loknu námi í hjúkrunarfræði: • Að nota þekkingu mína og þjálf- un til þess að vernda tíf, lina þjáningar, efla heilbrigði og veita skjólstæðingum mínum þá beztu umönnun, sem völ er á. • Að annast hjúkrunarstörf af alúð og samvizkusemi og án mann- greinarálits. • Að sýna sjúklingum og öðrum skjólstæðingum mínum virðingu og gæta fyllstu þagmælsku um öll persónuleg málefni, er ég kynnist í starfi mínu. • Að framkvæma fyrirmæli læknis skynsamlega og af trúmennsku. • Að auka þekkingu mína og leikni í starfi í samræmi við þær kröfur, sem gerðar eru til hjúkrunar- stéttarinnar á hverjum tfma. • Að vera stétt minni til sóma, bæði í einkalífi mínu og á opin- berum vettvangi. • Að taka ábyrgan þátt í störfum annarra þjóðfélagsþegna til eflingar heilbrigðismála og annarra velferðarmála. ’ arheít á Hjúkrunarheitið hér að ofan var byggt á Alþjóðasiðareglum hjúkrun- arkvenna líkt og Heitorð lækna (þ.e. það heit sem læknaefni úr Háskóla íslands undirrita að loknu embættis- prófi og áður en skilríki eru afhent) er byggt á Alþjóðasiðareglum lækna. Ef til þess kæmi að taka upp hjúkrunar- heit myndi það byggja á þeim siða- reglum sem nú eru í hávegum hafðar. Gamla hjúkrunarheitið þyrfti væntan- lega endurskoðunar við þar sem siðareglur hjúkrunarfræðinga hafa verið í stöðugri mótun og endurnýjun frá upphafi og eru nú í talsvert ann- arri mynd en þær voru þegar gamla hjúkrunarheitið var samið. Megin- spurning er, hvort við ættum að taka upp hjúkrunarheit á ný og þá hvers vegna? Tilgangur og hlutverk siða- reglna hjúkrunarfræðinga Til að reyna að fá svör við ofan- nefndri sþurningu er mikilvægt að átta sig á hvers vegna hjúkrunar- fræðingar þurfa siðareglur og hver tilgangur þeirra sé, þar sem hjúkrun- arheitið grundvallast á þeim. í Stefnu Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga í hjúkrunar- og heilbrigð- ismálum kemur fram að störf hjúkr- unarfræðinga snúast um að hjálþa skjólstæðingum í öllu sem stuðlar að heilbrigði og bata eða friðsælum dauðdaga jafnframt því að fela í sér umhyggju fyrir skjólstæðingnum, virðingu fyrir lífi hans, frelsi og mann- helgi. Enn fremur eru samskipti við skjólstæðinga þungamiðja hjúkrunar og mótast af þeim siðferðishug- myndum sem liggja til grundvallar. Einnig ber hjúkrunarfræðingi undir öllum kringumstæðum að hafa hags- muni skjólstæðinga sinna að leiðarljósi. Þessi hlutverk hjúkrunar- fræðinga gefa til kynna að mörg verk sem hjúkrunarfræðingar sinna í starfi sínu lúta að siðfræði. Þar sem ekki er hægt að treysta því að siðgæðis- vitund allra hjúkrunarfræðinga sé óbrigðul er nauðsynlegt að hafa skýrar línur og mörk um hvernig hjúkrunarfræðingar skuli bregðast við aðstæðum þar sem þarf að taka siðfræðilegar ákvarðanir. Tilgangur siðareglna starfsgreina er m.a. að varpa Ijósi á þau siðferð- isgildi sem eiga við hjá hverri starfs- grein. Siðareglur hjúkrunarfræðinga hafa fyrst og fremst það hlutverk að standa vörð um velferð skjólstæð- inga þeirra, jafnframt því að styrkja siðferðilega ábyrgð hjúkrunarfræð- inga og varpa Ijósi á þær skyldur, gildi og markmið sem felast í störfum þeirra. Samfélagið lítur á hjúkrunar- fræðinga sem fagstétt sem skuld- bindur sig til að veita faglega þjón- ustu í krafti þeirrar menntunar sem þeir hafa að baki. Enginn kemst inn í fagstéttina nema hafa öðlast nauð- synlega þekkingu og færni til að sinna þessu starfi. [ þessari þekkingu og færni felst krafa um að hjúkrunar- fræðingar séu traustir og ábyrgir í starfi. Siðareglurnar staðfesta að hjúkrunarfræðingar viðurkenna og gangast við þessari ábyrgð. Vil- hjálmur Árnason sér fjórar hliðar á þessari siðferðilegu ábyrgð. í fyrsta lagi er um að ræða ábyrgð gagnvart skjólstæðingum, í öðru lagi er um að ræða ábyrgð gagnvart samstarfs- Dagrún Hálfdánardóttir lauk B.S. prófi i hjúkrunarfræði frá HÍ árið 1995 og MA prófi í siðfræði (Health Care Ethics and Law) frá University of Manchester, Englandi árið 1998. Hún starfar á deild L-1 á SHR. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.