Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Page 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Page 51
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir hjúkrunarfræðingur, hjá Félagí íslenskra hjúkrunarfræðinga :efna teaasins A félagsráösfundi sem haldinn var /\10. október s.l. var fjallað um áframhaldandi vinnu að stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar-og heilbrigðismálum, eins og hún var samþykkt á fulltrúaþingi félagsins í maí s.l. og birt í Tímariti hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 73. árg. 1997. Félagsráðsfundurinn lagði til að fag- og svæðisdeildir félagsins fjalli um stefnuna og nýjar siðareglur hjúkrunarfræðinga hver á sínum vettvangi og út frá sínu sérsviði. Mögulegt væri að halda umræðu- og samráðsfundi og jafnvel vinnustaða- fundi um stefnumótunina. Þá var lagt til að stefnumótunin yrði til umfjöllu- nar á félagsráðsfundum þessa árs og yrði meginefni umræðu á næsta Hjúkrunarþingi sem haldið verður í nóvember n.k. Þeim tilmælum var síðan beint til stjórnar Félags íslen- skra hjúkrunarfræðinga að vinna að framkvæmdaáætlun um áframhal- dandi vinnu að stefnunni. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga hefur í samræmi við ofan- greint sett fram eftirfarandi fram- kvæmdaáætlun vegna áframhald- andi vinnu að stefnumótun félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum: 1. Þeim tilmælum verði beint til for- manna fag- og svæðisdeilda að hefja umræður innan deildarinnar um stefnumótun innan síns mála- flokks. Æskilegt er að setja á laggirnar nefnd innan hverrar fag- og svæðisdeildar sem fengi það hlutverk að vinna að stefnumó- tuninni. Til grundvallar yrði lögð stefna félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum og nýjar siða- reglur íslenskra hjúkrunarfræðinga sem voru samþykktar á síðasta fulltrúaþingi. Þannig myndi t.d. fagdeild barnahjúkrunarfræðinga vinna að drögum að stefnu fé- lagsins í málefnum barna og tiltekin svæðisdeild vinna að stefnu félagsins í heilbrigðis- málum viðkomandi svæðis. 2. Tveir félagsráðsfundir verða haldnir á árinu þar sem stefnu- mótunin verður til umræðu. Á félagsráðsfundi 6. febrúar n.k. verða vinnuáætlanir og e.t.v. fyrstu drög kynntar og ræddar. Á félagsráðsfundi 15. maí 1998 verða fyrstu niðurstöður stefnu- mótunar fag-og svæðisdeilda kynntar og ræddar. 3. Skipuð verði nefnd fyrir 1. sept- ember 1998 sem fengi það hlutverk að vinna úr og samræma niðurstöður fag- og svæðisdeilda og gera úr þeim eina heild. 4. Niðurstöður fag- og svæðisdeilda verði sendar til félagsins í síðasta lagi 15. september 1998 þar sem unnið verður að samræmingu tillagna fyrir Fljúkrunarþingið. 5. Samræmingavinnu verði lokið fyrir 15. október 1998 og drög að stefnu félagsins send út til umfjöllunar. 6. Félagsráðsfundur haldinn 12. nóvember 1998. 7. Hjúkrunarþing félagsins haldið 13. nóvember 1998. Fjallað um stefnumótunina og gengið frá endanlegu plaggi. í framhaldi af þessari framkvæm- daáætlun var ákveðið að setja á stofn starfshóp til stuðnings og /eða ráðgjafar fag-og svæðisdeildunum í frumvinnu þeirra. í stuðningshópnum eiga sæti Ásta Möller, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Dr. Kristín Björnsdóttir og Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur, faglegur ráðgjafi hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Aðalbjörg J. Finnbogadóttir verð- ur tengiliður við fag- og svæðis- deildirnar í þessu verkefni. Eins og sjá má munu margir aðil- ar innan félagsins koma að þessu máli og ef vel tekst til verður þessi vinna ómetanlegur styrkur fyrir stétti- na. Allmargar fag-og svæðisdeildar hafa þegar skipað í nefndir eða vinnuhópa til að vinna að þessu verkefni. Til hjúkrunarfræðinga! Ass MAVAAe-fKU -tílefni Við erum hér nokkrir hjúkrunarfræðingar/ljósmæður sem langar að koma smá athugasemd á framfæri. Við höfum orðið fyrir því af og til að lenda í öðrum hjúkr- unarfræðingum sem ýmist koma á deildina okkar í heimsókn eða hringja til að fá upplýsingar um skjólstæðinga (frænku, vinkonu eða ættingja) sem dvelja hjá okkur en eru ekki skráðir aðstandendur. Oft byrjar samtalið án þess að viðkomandi kynni sig en okkur finnst nú lág- marks kurteisi að gera það. Samt kemur greinilega í Ijós að það er um hjúkrunarfræðing að ræða sem heldur að hann fái allar upplýsingar sem hann kærir sig um. Vitið þið ekki um þagnarskyldu starfsfólks? Af hverju á að veita ykkur upplýsingar þegar þið eruð ekki skráðir nánustu aðstandendur. Ef skjól- stæðingurinn vill sjálfur að ættingjar hans viti allt um sig, meðferð og fl. þá er honum í sjálfsvald sett hverjum hann veitir upplýsingarnar. Hvernig væri að athuga sinn gang? Það eiga ekki að vera nein forréttindi að segjast vera hjúkrunarfræðingur. Hvernig væri að virða þagnarskyldu starfsfólks svo við séum ekki álitnar ókurteisar frekjur sem ekki vilja gefa upplýsingar? Hvernig væri að lesa siðareglur hjúkrunarfræðinga? Úr siðareglum hjúkrunarfræðinga: Kjarni hjúkrunar er umhyggja fyrir skjólstæðingnum og virðing fyrir lífi hans og mannhelgi. Hjúkrunarfræðingur stendur vörð um rétt skjólstæðings til einkalífs með því að gæta trúnaðar og þagmælsku. Með kærri kveðju, Álfheiður Árnadótiir, Helga Guðjónsdótiir, Sigrún Valdimarsdóttir Meðgöngudeild 23-B Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 51

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.