Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 66
Fyrir dómi standast aðeins skriflegar áminningar Birgir Björn Sigurjónsson, framkvæmdar- stjóri BHM, hefur töluverða reynslu af að meta hvort rétt sé staðið að uppsögnum opinberra starfsmanna. Hann segir að oft sé ranglega staðið að áminningum og uppsögnum í kjölfar þeirra og er hissa á að stjórnendur skuli ekki kynna sér betur réttindi starfsmanna og lögin áður en þeir grípa til slíkra aðgerða. „Áður en starfs- manni er sagt upp verður hann að hafa hlotið áminningu og gæta verður þess að rétt sé staðið að henni. Til að áminning standist verður hún að vera skrifleg, ávirðingin verður að vera eitthvað af því sem lögin tilgreina og það þarf að koma fram hvað starfsmaður þarf að gera til að bægja ávirðingunni frá. Ef starfsmaður mætir t.d. alltaf of seint verður að standa í bréfinu að hann verði að vera stundvís," segir Birgir Björn. Hann líkir áminningu við gula spjaldið í knattspyrnu þar sem leik- menn fá viðvörun um að ef þeir hagi sér ekki sem skyldi verði þeim vísað af velli. „í áminningu á að felast tækifæri fyrir starfsmanninn, hún á ekki að virka sem öngstræti," segir hann. Loks bendir Birgir Björn á að áminning úreldist og að það gangi ekkí að segja fólki upp út á margra ára gamlar áminningar. vanhæfni til að takast á við mismunandi aðstæður getur einnig dregið dilk á eftir sér. Allir heilbrigðisstarfsmenn eru bundnir þagnareiði gagnvart þeim sem þeir annast. Brot á þagnareiði er litið alvarlegum augum og er næg ástæða til umsvifalausrar uppsagnar af vinnustað og jafnvel leyfissviptingar. í hjúkrunarlögum (nr. 8/1974) kveður á um þagnarskyldu hjúkrunarfræðinga: Hjúkrunarfræðingum er skytt að gæta fyllstu þagmælsku um öl/ einkamál, er þeir fá vitneskju um í starfi sínu, nema lög bjóði annað, og helst þagnarskyldan, þótt þeir láti af starfi. Skylda til að bera vitni fyrir rétti er takmörkuð í samræmi við þetta og ákvæði réttarlaga um vitnaskyldu embættis- og sýslunarmanna og sérákvæði slfkra laga um lækna. Gert er út um flestar ávirðingar heilbrigðisstarfsmanna á vinnustað þeirra án þess að til áminningar komi og er það þá yfirleitt hlutverk næsta yfirmanns að ræða við starfsfólk sitt. Sé hins vegar búið að ræða ítrekað við sama starfs- manninn, áminna hann og jafnvel segja honum upp starfi án þess að hann taki sig á er málinu vísað til landlæknis, sé matið faglegs eðlis. Yfirleitt er þess gætt að áminning sé ekki veitt nema að vel grunduðu máli. Þess eru þó dæmi að aðferðinni sé beitt sem stjórntæki í óljósum tilgangi. Stundum er um frumhlaup stjórnenda að ræða og þeim ber þá að draga áminninguna til baka. Áminning sem ekki verður rakin til annars en persónu- legrar óvildar yfirmanns í garð starfsmanns er ekki á rökum reist. Séu mistök leiðrétt á faglegan hátt er alla jafna ekki heldur þörf fyrir áminningu en þó verður að meta hvert slíkt tilfelli fyrir sig. Áminning á vinnustað Ríkisstarfsmenn Lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins var breytt 1996 og þar með reglum um áminningu og uppsagnir. Langflestir hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá ríkinu eru ráðnir til starfa og á umljöllunin hér við um þá og verður ekki farið sér- staklega í hvað við á um þá sem voru skipaðir til starfa áður en lögunum var breytt. Tilefni til lögmaétrar áminningar má sækja til ýmissa greina í lögunum (nr. 70/1996) sem lúta að skyldum starfsmanns, t.d. 15. gr. um skyldu til að hlýta lög- legum fyrirskipunum yfirmanns, 16. gr. um stundvísi, 17. gr. um yfirvinnuskyldu og 18. gr. um þagmælsku og 14. gr. um hegðun og framkomu en hún er svona: Flestir hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá ríkinu eru ráðnir til starfa en ekki skipaðir. 14. gr.: Starfsmanni er skylt að rækja starf sitt með alúð og samviskusemi í hvívetna. Hann skal gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við. Starfsmanni er skylt að veita þeim sem til hans leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar, þar á meðal að benda þeim á það, ef svo ber undir, hvert þeir skuli leita með erindi sín. í 44. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er fjallað um starfslok starfsmanns og þar segir m.a.: Skylt er að veita starfsmanni áminningu skv. 21. gr. og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum er sagt upp störfum ef uppsögn á rætur að rekja til ástæðna sem þar voru greindar. Efnisatriði 21. gr. laganna koma til álita ef yfirmaður telur tilefni til að áminna starfsmann. 66 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.