Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 68
Markmiðið að allir hjúkrunar- fræðingar geti unnið við hjúkrun Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunar- fræðingur hjá Landlæknisembættinu, segir að ábendingar um vanhæfni, brot eða afglöp hjúkrunarfræðinga i starfi geti komið til landiæknis eftir þremur leiðum. í fyrsta lagi frá samstarfsmönn- um viðkomandi hjúkrunarfræðings, í öðru iagi frá yfirmönnum hans og í þriðja lagi frá sjúklingum eða aðstand- endum þeirra sem hjúkrunarfræðingur- inn hefur annast. Ef áminna þarf hjúkr- unarfræðing er athyglinni beint að hjúkrunarþættinum í meðferð sjúklings og metið hvort öryggi sjúklings sé ekki tryggt vegna vanrækslu, vanhæfni, rangrar eða ófullnægjandi meðferðar, samskiptaörðugleika eða vímu. Hún segir að á ári hverju áminni landlæknir 5- 10 hjúkrunarfræðinga og hún segir að málum sem þangað er vísað fari fjölgandi. Hún telur ekki að það endurspegli aukinn vanda innan heilþrigðisþjónustunnar heldur að far- vegur slíkra mála sé nú betur kynntur og ákveðnari en áður. Þekking almenn- ings á hvaða kröfur má gera til heil- brigðiskerfisins og vaxandi skilningur á að hjálpa fólki að komast í meðferð og takast á við geðræn vandamál í þjóð- félaginu telur hún að hafi einnig áhrif. Að áminningu landlæknis standa alltaf tveir aðilar. Annars vegar er það landlæknir sjálfur eða staðgengill hans og hins vegar Viiborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur Landiæknis- embættisins. Jafnframt munnlegri áminningu er sent viðeigandi bréf. Tilgangur með áminningu land- læknis er ekki að refsa þeim sem í hlut á. Skaðinn er skeður og unnið er upp- byggilega út frá þeirri staðreynd. Fólki er bent á að það þurfi að bæta þekk- ingu sína eða taka sig á. Við endur- teknar áminningar er fólki gerð grein fyrir því að ef það gerir ekkert í sínum málum geti það leitt til leyfissviptingar. Eitt alvarlegt brot getur leitt til leyfis- sviptingar t.d. ef hjúkrunarfræðingur verður uppvís að því að vanvirða þagnarskyldu sína. Að sögn Vilborgar eru þess örfá dæmi hér á landi að fólk hafi verið svipt starfsleyfi. Aigengasta orsök leyfissviptingar tengist neyslu vímu- efna. Lögum samkvæmt getur hjúkr- unarfræðingur sem hefur verið sviptur starfleyfi fengið það aftur ef hann tekur sig sannanlega á. Vilborg leggur áherslu á að markmið landlæknisem- bættisins sé að allir hjúkrunarfræðingar geti unnið við hjúkrun. Stundum á við að færa hjúkrunarfræðing til í starfi og finna starfsvettvang þar sem álag og starfsvið hæfir getu viðkomandi mann- eskju. Sumir geta t.d. ekki unnið einir en auðveidlega með öðrum. Land- læknisembættið aðstoðar gjarnan við slíkar breytingar. Því miður hafa ekki allir innsýn í vanda sinn og þá er miklu erfiðara að aðstoða. Reykjavíkurborg stóö utan við þessar samningaviðræður. Réttindi og skyld- ur starfsmanna Reykjavíkurborgar grundvallast á ákvæðum sveitarstjórnarlaga með skírskotun til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og sam- þykktum Reykjavíkurborgar frá 1967 að svo miklu leyti sem þær samrýmast ofangreindum lagaákvæðum. Starfsmannahald Reykjavíkurborgar telur form- bundnar áminningar einungis eiga við þá sem voru æviráðnir skv. eldra fyrir- komulagi hjá Reykjavíkurborg. Fastráðningum var hætt hjá borginni með sam- þykkt borgarráðs 25. apríl 1978 og fastráðningu jafnað við æviráðningu sem er sambærileg við skipun í stöðu hjá ríkinu. Að sögn Jóns G. Kristjánssonar hefur áminning ekki verið skilgreind frekar hjá borginni og ekki eru sérstakar vinnureglur um hvernig að henni skuli staðið en starfsmannaþjónustan hefur gefið þau ráð að æskilegt sé að áminning sé skrif- leg. Jón segir að almennt gildi að daglegur stjórnandi sem veitir verkstjórn hafi agavaldið og veiti áminningar. Hinn daglegi stjórnandi þekki best til starfa sinna undirmanna og sé dómbærastur á hvernig þau séu leyst af hendi. Ef ástæða þykir til getur hann veitt starfsmanni áminningu þó að starfslok blasi ekki við. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er ósátt við þá stöðu og hefur ítrekað far- ið fram á það við Reykjavíkurborg að gera samning sem skýrir réttarstöðu hjúkr- unarfræðinga starfandi hjá borginni. Þó launin séu þau sömu hjá ríki og borg í orði eru þau það ekki á borði nema réttarstaða starfsmanna beggja vinnuveit- enda sé sambærileg. Markmið félagsins er að tryggja að réttarstaða hjúkrunar- fræðinga sem starfa hjá borginni sé ekki lakari en þeirra sem starfa hjá ríkinu. Nú kann einhver að spyrja hvaða máli það skipti að hafa ákveðnar reglur um áminningu og uppsagnir. Á þessar reglur reyni sjaldan og ekki nema að fólk sinni ekki starfi sínu. Flestir eru nokkuð öruggir um stöðu sína svo lengi sem þeir gera sitt besta í vinnunni. Því er til að svara að það geta komið upp aðstæður þar sem betra er að hafa vaðið fyrir neðan sig. Fólki gengur misjafn- lega vel að vinna saman og yfirmenn eru misjafnir. Ef á reglurnar reynir vernda þær sérstaklega almenna starfsmenn en einnig stjórnendur með því að beina aðgerðum þeirra og viðbrögðum í ákveðinn formlegan farveg. Starfsmenn sjálfseignastofnana Töluvert margir hjúkrunarfræðingar starfa hjá sjálfseignarstofnunum. Á þeim stofnunum sem hafa gert kjarasamning við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur verið samið um að lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins skuli gilda fyrir starfsmenn. Þess vegna gilda um þá lagaákvæði ríkisstarfsmanna um áminningar sem að framan greinir. Áminning landlæknis Ef hjúkrunarfræðingur sinnir störfum sínum þannig að spurningar vakna um hæfni hans til að halda hjúkrunarleyfi er máli hans vísað til landlæknis. Landlækni ber að kanna mál hans og áminna hann ef þess gerist þörf samkvæmt hjúkrunarlögum nr. 8 frá 1974: 7. gr.: Ef [hjúkrunarfræðingur] vanrækir skyldur sínar eða brýtur gegn heilbrigðislöggjöf landsins að dómi landlæknis, skal landlæknir áminna hann. Komi áminningin ekki að haldi, leggur landlæknir málið fyrir ráðherra. Getur þá ráðherra úrskurðað, að hlutaðeigandi skuli sviptur hjúkrunarleyfi, en skjóta má hann þeim úrskurði til dómstóla. Nú hefur hjúkrunarfræðingur verið sviptur hjúkrunarleyfi skv. 7. mgr., og er þá ráðherra heimilt að veita honum leyfið aftur, enda liggi fyrir meðmæli landlæknis. 68 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.