Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 69

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 69
Auk þess eru læknalög (nr. 53, 1988) gjarnan höfð til hliðsjónar ef heil- brigðisstarfsfólk á í hlut og í 28. grein þeirra segir að áminning skuli vera skrifleg og rökstudd og enn fremur: Það telst óhæfa í læknisstarfi þegar læknir uppfyllir ekki þau skilyrði sem krafist var þegar hann fékk lækningaleyfi, t.d. vegna heilsubrests sem geri hann lítt hæfan, óhæfan eða jafnvel hættulegan við störf vegna vímuefnaneyslu eða vegna þess að hann hafi kynnt sig að alvarlegu hirðuleysi eða ódugnaði í störf- um. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskaði sl. vor eftir upplýsingum um starfsreglur Landlæknisembættisins um aðgerðir heilbrigðisstofnana og Land- læknisembættisins gagnvart heilbrigðisstarfsfólki sem er grunað um brot í starfi. Eftirfarandi svar er ritað 22. 4. 1997 og undirritað af Ólafi Ólafssyni, land- lækni, og Vilborgu Ingólfsdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi: Almennar starfsreglur um aðgerðir heilbrigðisstofnana og Landlæknis- embættisins gagnvart heilbrigðisstarfsfólki sem grunað er um brot í starfi eru: 1) Kanna eins ítarlega og kostur er hvort um brot geti verið að ræða. 2) Ræða við viðkomandi starfsmann um meint brot. 3) Skoða þörf/möguleika á að breyta vinnufyrirkomulagi eða leysa heitbrigðis- starfsmann frá störfum með öryggi sjúklinga/skjólstæðinga í huga. 4) Leiðbeina starfsmanni hvar hann getur mögulega leitað sér hjálpar til að takast á við þann vanda sem grunur um brotið byggir á. 5) Styðja starfsmann og leiðbeina honum hvar hann getur leitað sér stuðnings. 6) Fylgjast með starfsmanni m.t.t. þess hvort hann hefur náð tökum á vandan- um sem leiddi til grunsemda um brot í starfi. 7) Upplýsa starfsmann ef nauðsynlegt er talið að vísa þurfi málinu til aðila utan heilbrigðisþjónustunnar, s.s. lögreglu, barnaverndaryfirvalda. Brot sem heilbrigðisstarfsmaður getur hugsanlega verið grunaður um eru margvísleg. Fer það eftir meintu broti og eðli málsins í heild hvernig brugðist er við í hverju tilviki. í þessu bréfi hefur verið lýst í megindráttum almennum starfsreglum sem Landlæknisembættið telur að heilbrígðisstofnanir og eða Landlæknisembættið eigi að fylgja. Hvar er hjálp að fá? Ef starfsmanni finnst á einhvern hátt brotið á sér í starfi er eðlilegt að hann leiti aðstoðar stéttarfélags síns. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga veitir hjúkrunar- fræðingum sem eru ósáttir við meðhöndlun sem þeir hafa fengið á vinnustað, t.d. með áminningu, aðstoð sem felst fyrst og fremst í því að kanna hvort allra formsatriða sé gætt. Þannig er reynt að standa vörð um réttarstöðu starfs- mannsins. Það kemur til kasta formanns og hagfræðings félagsins að þjónusta hjúkrunarfræðinga sem þannig er ástatt um og fyllsta trúnaðar er gætt. Kannað er hvernig í málinu liggur og hvort rétt hafi verið staðið að áminningunni af hálfu stofnunarinnar. Reynist svo ekki vera sendir félagið bréf til forstöðumanns stofnunarinnar þar sem þess er krafist að áminningin sé dregin til baka. Reynt er að greiða þannig úr málum að aðilar sætti sig við niðurstöðuna. Hvenær á áminning við og hvenær ekki? Tilbúin dæmi: • Hjúkrunarfræðingur tók til sprautur fyrir fleiri en einn sjúkling á sama bakkann. Við lyfjagjöfina ruglaðist hann á spraut- unum þannig að sjúklingur sem var veill fyrir hjarta fékk andnauð af röngu lyfi. Við það áttaði hjúkrunarfræðingurinn sig á að hann hafði gert mistök. Hann kallaði strax á lækni sér til aðstoðar, sjúklingurinn fékk viðeigandi meðferð og leið fljótlega betur. Atvikið var rætt á deildinni og metið svo að hjúkrunar- fræðingurinn hefði brugðist faglega við aðstæðum og ekki talin þörf á áminn- ingu. • Á stofnun einni fór stjórnandi í leyfi án þess að staðgengill væri settur í hans stað. Meðan á leyfinu stóð þótti yfir- stjórnendum stofnunarinnar ástæða til að manna stöðu stjórnandans og gerðu það. Þegar stjórnandinn sneri til baka úr leyfinu var hann ósáttur við ráðstöfunina og fannst starfsmaðurinn hafa farið út fyrir sinn starfsvettvang með því að gegna störfum fyrir sig. Hann kallaði starfsmanninn fyrir, ávítaði hann og sendi honum jafnframt skrif- lega áminningu. Áminningin var rök- studd með ýmsum dæmum sem áttu að sýna lélega frammistöðu. Flest dæmin var þó hægt að túlka á mis- munandi hátt og báru vott um per- sónulega óvild stjórnandans í garð starfsmannsins. Starfsmaðurinn mat stöðuna þannig að yfirmaðurinn væri hættulegur maður, kærði sig ekki um að vinna undir hans stjórn og sagði upp. • Hjúkrunarfræðingur einn hafði um nokkurra ára skeið átt erfitt með að hafa hemil á áfengisneyslu sinni. Hann var óstundvís og oft frá vinnu, sérstak- lega um og eftir helgar. Deildarstjórinn ræddi ítrekað við hann um tíðar brott- vistir og ýmislegt í fari hans sem benti til óreiðu og spurði hvort eitthvað væri að sem hægt væri að hjálpa honum með. Þar sem hjúkrunarfræðingurinn hélt uppteknum hætti var málinu vísað til forstöðumanns sem kallaði hann fyrir. í kjölfar þess fékk hann skriflega áminn- ingu. Hjúkrunarfræðingurinn var nú fluttur til í starfi þar sem hægt var að hafa betra eftirlit með störfum hans. Enn hafði hann enga innsýn í vanda sinn og á endanum var honum sagt upp störfum við stofnunina og land- læknir beðinn að fjalla um mál hans. Landlæknir áminnti nú hjúkrunar- fræðinginn og bað hann að íhuga vel þann möguleika að fara i áfengismeð- ferð. Hjúkrunarfræðingurinn var frá vinnu um skeið og á þeim tíma gerðist ýmislegt í einkalífi hans sem leiddi til þess að hann gerði sér grein fyrir vandamáli sínu og var tilbúinn að takast á við það. Að fengnum bata fékk hann aftur starf á sínum gamla vinnustað. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.