Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 33
-25-
HVAR ER HÆGT AÐ RÆKTA FRÆ ?
Tilraunir í frærækt hafa til þessa eingöngu verið stundaðar á Suðurlandi og þar sem
hér hefur verið sagt um hana gildir fyrst og fremst um það svæði. Einn helsti
áhættuþátturinn eru stormar rétt fyrir uppskeru. Líklegt er að frærækt megi stunda
víða á Suðurlandi, eða þar sem mikilla vinda er ekki að vænta. Ræktun skjólbelta
mun auka líkurnar á velheppnaðri frærækt. Sú reynsla sem fengist hefur af byggrækt
kemur frærækt til góða. Og samkvæmt þeirri reynslu hljóta sum svæði á Austurlandi
að vera vel fallin til fræræktar. En þar hafa engar tilraunir til fræræktar verið
gerðar. Hins vegar hefur snarrótarfræi verið safnað þar síðustu ár úr gömlum túnum
með sæmilegum árangri.
ÁHÆTTA
Frærækt er áhættubúskapur. Alvarlegasta hættan er sú að allt fræið fjúki áður en
því verður náð.
Annar óvissuþáttur er sala afurðanna. Fræmarkaður hér á landi er u.þ.b. 50
tonn/ári en óljóst er að hve mikil hlutdeild heimaræktaðs fræs getur orðið, því að
stór hluti þess markaðar er sala á vallarfoxgrasfræi. En þörfin fyrir landgræðslufræ
er mikil.
Sumarfrost og slæm veðrátta geta einnig sett strik í reikninginn, á þann hátt að
draga úr frægæðum. Aðrar hættur svo sem þurrkur, ef verið er með akurinn á
sandjarðvegi sem annars hefur reynst ágætur jarðvegur fyrir frærækt, kal og innkoma
annars gróðurs eru minni háttar vandamál.
Úr áhættunni má draga með því að tengja ræktunina öðrum markmiðum búskapar
og það þarf að vanda val á því landi sem væntanlegir fræakrar eiga að vera á.
HEIMILDIR
Klemens Kristjánsson 1969. Raektun og rannsóknir á íslensku grasfræi. íslenskar landbúnaðarrannsóknir
1(2), s. 3-23.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1981-1990. Jarðræktartilraunir 1980-1989. Fjölrit Rala nr. 71, 85, 96,
104, 117, 124, 132, 136 og 145.
Jón Guðmundsson 1989. Ræktun Iúpínu. Ráðunautafundur BÍ og Rala, s. 93-98.
Þóroddur Sveinsson 1990. Kvalitetsproblemer i islandsk frpavl af græsser. Frpavl. NJF Seminarium nr.
173, s. 219-228.
Þorsteinn Tómasson 1984. Beringspuntur. Ráðunautafundur BÍ og Rala, s. 158-167.