Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 36
-28-
Ágangur fugla í grænfóður er vel þekktur og nauðsynlegt að koma í veg fyrir þar sem
hann er mestur. Staðarval nálægt mannabústöðum dregur úr áganginum og býður upp á
virkara eftirlit.
NÝTING GRÆNFÓÐURS
Grænfóðurtegundir má flokka í snemmþroska og seinþroska afbrigði. Það sem ræður mestu
um val tegunda er hvenær og hvemig á að nýta uppskeruna, öryggi ræktunarinnar og
væntanleg uppskera. Nýtingamöguleikar em sumar og haustbeit fyrir kýr, bötun sláturlamba
að hausti og votverkun.
Tegundir
Bygg, sumarhafrar og sumarrýgresi eru þær tegundir sem nýta má fyrst og tvær þær
síðastnefndu eru með um fjórðung hvor af grænfóðurræktuninni á landinu (4. tafla).
Þroskaferill þessara tegunda er þó all ólíkur. Byggið skríður t.a.m. eftir 60-70 vaxtaidaga
en sumarhaframir 3-4 vikum seinna. Engu að síður er meltanleikinn á bygginu jafnhár og
fellur hægar (Gunnar Guðmundsson 1973) eða jafnhratt (Tryggvi Eiríksson, óbirtar
niðurstöður) og í sumarhöfrum þrátt fyrir verulegan þroskamun á nýtingaitímanum. Bjarni
E. Guðleifsson birti á ráðunautafundi 1976 niðurstöður úr 7 áburðartilraunum þar sem
tegundimar voru slegnar við svipað þroskastig, þ.e. nýskriðnar, og fóðurgildi ákvarðað.
Þar kemur fram að byggið hafði 0,87 FE í kílói þurrefnis eða 80% meltanlegt þurrefni að
jafnaði, en sumarhafrarir voru með 0,66 FE í kílói eða 66% meltanleika. Gunnai'
Guðmundsson (1973) mældi meltanleika á byggi og höfmm m.a. eftir 136 vaxtardaga. Þá
reyndist hann vera 71% á bygginu og 57% á höfranum. Ókostir byggsins era að það gerir
meiri kröfur til jarðvegsins en aðrar tegundir og vex illa eða alls ekki í súram jarðvegi
(Ríkharð Brynjólfsson, 1987). Á Stóra Ármóti hefur bygg bæði verið notað til
skjólsáningar og eitt sér og hefur gefið frekar rýra og próteinsnauða uppskeru (Gunnar
Ríkharðsson, óbirtar niðurstöður). í tilraunum Rala með grænfóðurstofna gefur byggið að
jafnaði 75-85% af þurrefnisuppskeru SOL II hafra, þó á einstökum stöðum sé það
sambærilegt eins og t.d. á Skriðuklaustri sumarið 1990 þar sem hún varð um 88 hestburðir
að meðaltali. Ástæður lélegrar uppskeru í grænfóðurbyggi þarf að rannsaka mun betur.
Sumarrýgresi hefur þá sérstöðu að það má nýta tvisvar til sláttar og/eða beitar. Við
það lengist nýtingartíminn verulega sem verður að teljast mikill kostur. Því fyrr sem slegið
er fæst meiri há. Hins vegar dregur það úr heildaruppskerunni (Matthías Eggertsson og
Bjarni E. Guðleifsson 1974). Sumarrýgresið gefur litla en örugga uppskera samanborið
við aðrar tegundir (Ríkharð Brynjólfsson 1985). í heildarsamantekt Bjarna E. Guðleifssonar