Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 37
-29-
og Matthíasar Eggertssonar (1984) er þurrefnisuppskeran svipuð og af öðrum snemmþroska
tegundum, nema sumarhöfrum, sem eru uppskerumeiri.
Seinþroska tegundir, vetrarhafrar, vetrarrýgresi, vetrarrepja og fóðurnæpur eiga það
sammerkt að vera óöruggari í ræktun miðað við snemmþroska tegundimar og þá sérstaklega
tegundir af krossblómaætt (Ríkharð Brynjólfsson 1985). Er það einkum vegna minna
arfaþols og vegna kálflugunnar. Mælt í fóðureiningum gefa þessar tegundir ívið meiri
uppskeru að meðaltali, borið saman við fljótsprottnu tegundimar (Bjami E. Guðleifsson og
Matthías Eggertsson 1984). Þar er fóðumæpan áberandi uppskemmest með um 6000 FE
af hektara (kál+næpa). Af seinþroska tegundunum er vetrarrepjan mest ræktuð með um
fjórðung af heildarræktuninni (4. tafla).
Vetrarhafrar og vetrarrýgresi era viku til fjóram vikum á eftir sumarafbrigðum þeirra
í þroska, eftir stofnum og tíðarfari. Þá er lengra liðið á sumarið og því fellur meltanleikinn
hægar í þessum tegundum samanborið við sumarafbrigðin og algegnt er að þær nái ekki
að skríða.
Grœnfóður til beitar
Þær tegundir sem hér era til umfjöllunar má allar nýta til beitar þó að seinþroska
tegundirnar, þar sem vaxtartíminn leyfir, og sumarrýgresi hentí betur vegna lengri
nýtingartíma. Efnainnihald grænfóðurs af krossblómaætt er yfirleitt hagstæðara mjólkurkúm
en í tegundum af grasaætt (Bjami E. Guðleifsson og Matthías Eggertsson 1984, Gunnar
Guðmundsson 1973).
Bygg og sumarhafra þarf að beita þegar vaxtarhraði þeirra er í hámarki, en sérstaklega
í höfram fellur fóðurgildið mjög hratt við skrið (nákvæmlega hvenær þyrfti að ákvarða með
rannsóknum). Á þessu stigi verða kýr afhuga höfranum og sækja frekar í annað (Stefán
Magnússon o.fl., persónulegar upplýsingar).
Áhrif tegunda á nýtíngu hefur ekki verið könnuð hér á landi að því best er vitað.
Magnús Óskarsson og Gísli Karlsson (1973) telja repjuna nýtast verr (eða 70%) en
grænfóður af grasaætt (75-80%) til beitar. Erlendis era viðmiðunarmörkin algeng um 90%
við randbeit nautgripa (Ólafur R. Dýrmundsson 1979). Þórarinn Lárasson (1977) mat 93%
nýtingu á grænfóðri til beitar á 25 kúabúum í Eyjafirði en Jón Viðar Jónmundsson (1990)
áætlar nýtinguna 80% út frá innlendum niðurstöðum.
í tilraunum með bötun sláturiamba á grænfóðri hefur nýtíngin oftast verið undir 50%
(sjá t.d. Siguijón Jónsson Bláfeld 1976). VetraiTepja, vetrarhafrar, fóðumæpa og rýgresi
era einu raunhæfu valkostimir til beitar handa sláturlömbum. Af þessum tegundum hefur
vetrarrepjan skilað mestum vaxtarhraða í lömbum (Halldór Pálsson og Ólafur R.