Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 38
-30-
Dýrmundsson 1979, Sigurjón Jónsson Bláfeld 1976).
Um beitarstjómun, átgetu búfjár og nýtingu beitar eru til ágætis yfirlitsgreinar (Þórarinn
Lárusson og Ólafur Guðmundsson 1981, Ólafur Guðmundsson 1987). Um þrif búfjár á
grænfóðri má t.d. benda á: Halldór Pálsson og Ólafur R. Dýrmundsson 1979, Ólafur
Guðmundsson og Ólafur R. Dýrmundsson 1983, Þorsteinn Þorsteinsson, Þorsteinn Ólafsson
og Tryggvi Eiríksson 1984.
Grœnfóöur til sláttar
Grænfóður til sláttar er í dag langmest verkað í rúllum (Grétar Einarsson, persónulegar
upplýsingar) þó verkun í gryfjum þekkist einnig. Snemmþroska tegundirnar bygg,
sumarhafrar og sumarrýgresi eru hvað best fallnar til sláttar af þeirri einföldu ástæðu að
þær má slá fyrr og því minni líkur á skakkaföllum við fóðuröflunina vegna tíðarfars.
Byggið er þurrefnisríkara á nýtingartímanum en hafrarnir og rýgresið (4. tafla), sem þýðir
við votverkun styttri forþurrkunartíma eða þurrefnismeira fóður sem sýnt hefur jákvæð
áhrif á átgetu gripa, a.m.k. á rúlluverkuðu heyi (Bjami Guðmundsson 1989).
Þurrefnisinnihald er hins vegar lægst í tegundum af krossblómaætt (4. tafla) og em þær því
erfiðari til verkunar af þeim sökum. Þó er vitað um vel heppnaða verkun á vetrarrepju í
rúllum og einnig á sumarrepju í blöndu með sumarrýgresi.
Árangur rúlluverkunar er mjög háður tíðarfari. I þurrkatíð getur náðst góð verkun
eins og raunin varð á í Borgarfirði haustið 1989 (Lilja Guðrún Eyþórsdóttir 1990).
Verkunartapið í bleytutíð getur hins vegar mælst í tugum prósenta (Bjami Guðmundsson,
persónulegar upplýsingar).
Við ræktun grænfóðurs til sláttar þarf að vinna stykkið betur heldur en ef eingöngu
á að beita, því að jarðvegsíblöndun í fóðrið er mjög slæm bæði m.t.t. verkunar og ekki
síður vegna lystugleika fóðursins. Óráðlegt má því teljast að snúa grænfóðrinu með
heyþyrlu og einnig ætti alls ekki að múga, nema hugsanlega rýgresi og þá með
stjörnumúgavél. Þegar rúllað er beint úr sláttuskáranum er kostur að sláttubreiddin sé um
tveir metrar. Þá treður rúllubindivélin síður skárann við hliðina. Ef stykkið er óslétt er ekki
æskilegt að nota knosara vegna þess að litlar torfur sem sláttuvélin sker eru tættar niður
og dreifast um fóðrið. Ræktun grænfóðurs tO votverkunar er því á margan hátt
áhættusamari en túnrækt.
Nýtingartími
Á 2. mynd er sýndur heppilegur nýtingartími tegundanna svo viðunandi uppskerumagn og
gæði fari saman. Varast ber að taka dagsetningarnar á myndinni bókstaflega, þar sem